Erlent

Eigin­maður myrti konu sína með kóbraslöngu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Kóbraslöngur eru eitraðar en ekki taldar árásagjarnar, nema þeim sé ógnað.
Kóbraslöngur eru eitraðar en ekki taldar árásagjarnar, nema þeim sé ógnað. Getty Images

Móðir hinnar indversku Uthra fann hana hreyfingarlausa í rúmi sínu. Á vinstri handlegg hennar var blóð og krufning leiddi í ljós að dánarorsök hafi verið snákabit.

Snákabit eru ekki óalgeng í Indlandi en rannsóknir hafa sýnt að um fimmtíu þúsund látist af völdum snáka á ári hverju þar í landi. Fjölskylda Uthru þótti málið hins vegar grunsamlegt og kærði það til lögreglu.

Í ljós kom að eiginmaður hennar, Kumar, hafi keypt eitraðan snák og skilið hann eftir á stigapalli í húsi þeirra hjóna. Hann bað eiginkonu sína um að rétta sér síma, sem var á neðri hæð í húsinu, í von um að snákurinn myndi bíta hana.

Tilraun eiginmannsins gekk ekki eftir og reyndi hann aftur skömmu síðar. Hann brá á það ráð að byrla Urthu svefnlyf og beið þar til að hún sofnaði. Þegar Urtha sofnaði, tók hann snákinn upp og lét hann bíta hana. Urtha lést ekki af árásinni en hún lá á spítala í 52 daga í kjölfarið.

Þegar hún loks fékk að fara heim af spítalanum hugðist eiginmaðurinn ljúka verkinu. Urtha lá í rúmi sínu og brá hann á það ráð að byrla henni svefntöflur, eins og hann hafði áður gert.

Þegar Urtha sofnaði tók eiginmaðurinn í haus snáksins og lét hann bíta hana, rétt eins og áður. Kumar reyndi að fela sönnunargögnin en margt leiddi til þess að brögð hafi verið í tafli.

Bitförin, eftir snákinn, voru á skrýtnum stöðum og rannsókn leiddi í ljós að snákurinn hafði í raun ekki bitið Urtha af sjálfsdáðum. Þá var einnig talið ómögulegt að snákurinn hafi komist inn í hús þeirra án hjálpar. Rannsókn lögreglu leiddi því loks í ljós að eiginmaðurinn hafi orðið Urthu að bana.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×