Líkti samstöðufundi við aftöku án dóms og laga Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2021 23:00 Kevin Gough, verjandi William Bryan. AP/Octavio Jones Kevin Gough, verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery, sagði samstöðufund sem haldin var fyrir utan dómshúsið í Brunswick í Georgíu vera álíka aftöku mannanna þriggja. „Svona lítur aftaka án dóms og laga (e. lynching) út á 21. öldinni,“ sagði Gough við dómara málsins í dag. Hann sagði „skríl réttlætisriddara“ (e. woke mob) koma í veg fyrir að William Bryan, skjólstæðingur hans, og feðgarnir Travis og Greg McMichael fengju sanngjörn réttarhöld. Þetta sagði Gough, sem er lögmaður þegar hann fór fram á að málið gegn þremenningunum yrði fellt niður. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafnaði dómarinn þeirri kröfu án mikillar umræðu. „Ég man ekki til nokkurs atviks í dómsalnum sjálfum,“ sagði Timothy Walmsley, dómari. Gough vakti mikla athygli fyrr í vikunni þegar hann krafðist þess að þeldökkum prestum yrði ekki hleypt inn í dómsalinn. Það var eftir að Al Sharpton, presturinn frægi, sat með fjölskyldu Arbery í dómsal í vikunni. Al Sharpton ávarpar þá sem sóttu bænastundina og samstöðufundinn við dómshúsið í gær. Sitt hvoru megin við hann standa Wanda Cooper-Jones pg Marcus Arbery, foreldrar Ahmaud Arbery.AP/Stephen B. Morton Lögmaðurinn sagði veru hans í salnum ætlað að ógna kviðdómendum í málinu, sem flestir eru hvítir. Vegna þeirra ummæla héldu Sharpton, Jesse Jackson og Martin Luther King III og fjölmargir aðrir prestar, sem flestir voru þeldökkir, bænastund við dómshúsið í gær. Sjá einnig: Verjandi vill ekki fleiri svarta presta í dómsal Bryan og feðgarnir Greg og Travis McMichael eru sakaðir um morð fyrir að hefa elt upp ungan svartan mann og skjóta hann til bana eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Mennirnir þrír veittu Arbery eftirför eftir að þeir sáu hann skokka í gegnum hverfi þeirra í febrúar í fyrra. Þeir munu hafa elt hann um nokkuð skeið og reynt að aka í veg fyrir hann. Að endingu sátu þeir fyrir honum. Travis fór út úr bíl sínum, vopnaður haglabyssu, og kom til átaka milli hans og Arbery. Travis skaut Arbery þrisvar sinnum. Travis McMichael, sem skaut Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í gær að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. Lesa má nánar um vitnisburð McMichaels og aðdraganda dauða Arbery hér að neðan. Mennirnir voru handteknir tíu vikum síðar þegar myndband af dauða Arbery, sem Bryan tók, var birt á netinu. Það var í maí í fyrra, nokkrum dögum áður en George Floyd var drepinn af lögregluþjónum í Minneapolis. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Ákæra saksóknara fyrir að hylma yfir með morðingjum Fyrrverandi saksóknari í Georgíu í Bandaríkjunum hefur nú verið ákærður fyrir meðferð sína á drápi á óvopnuðum svörtum skokkara í fyrra. Konan er sökuð um að hafa haldið hlífiskildi yfir karlmönnunum sem eru ákærðir fyrir morðið á skokkaranum. 3. september 2021 09:17 Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. 12. maí 2021 11:00 Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
„Svona lítur aftaka án dóms og laga (e. lynching) út á 21. öldinni,“ sagði Gough við dómara málsins í dag. Hann sagði „skríl réttlætisriddara“ (e. woke mob) koma í veg fyrir að William Bryan, skjólstæðingur hans, og feðgarnir Travis og Greg McMichael fengju sanngjörn réttarhöld. Þetta sagði Gough, sem er lögmaður þegar hann fór fram á að málið gegn þremenningunum yrði fellt niður. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafnaði dómarinn þeirri kröfu án mikillar umræðu. „Ég man ekki til nokkurs atviks í dómsalnum sjálfum,“ sagði Timothy Walmsley, dómari. Gough vakti mikla athygli fyrr í vikunni þegar hann krafðist þess að þeldökkum prestum yrði ekki hleypt inn í dómsalinn. Það var eftir að Al Sharpton, presturinn frægi, sat með fjölskyldu Arbery í dómsal í vikunni. Al Sharpton ávarpar þá sem sóttu bænastundina og samstöðufundinn við dómshúsið í gær. Sitt hvoru megin við hann standa Wanda Cooper-Jones pg Marcus Arbery, foreldrar Ahmaud Arbery.AP/Stephen B. Morton Lögmaðurinn sagði veru hans í salnum ætlað að ógna kviðdómendum í málinu, sem flestir eru hvítir. Vegna þeirra ummæla héldu Sharpton, Jesse Jackson og Martin Luther King III og fjölmargir aðrir prestar, sem flestir voru þeldökkir, bænastund við dómshúsið í gær. Sjá einnig: Verjandi vill ekki fleiri svarta presta í dómsal Bryan og feðgarnir Greg og Travis McMichael eru sakaðir um morð fyrir að hefa elt upp ungan svartan mann og skjóta hann til bana eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Mennirnir þrír veittu Arbery eftirför eftir að þeir sáu hann skokka í gegnum hverfi þeirra í febrúar í fyrra. Þeir munu hafa elt hann um nokkuð skeið og reynt að aka í veg fyrir hann. Að endingu sátu þeir fyrir honum. Travis fór út úr bíl sínum, vopnaður haglabyssu, og kom til átaka milli hans og Arbery. Travis skaut Arbery þrisvar sinnum. Travis McMichael, sem skaut Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í gær að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. Lesa má nánar um vitnisburð McMichaels og aðdraganda dauða Arbery hér að neðan. Mennirnir voru handteknir tíu vikum síðar þegar myndband af dauða Arbery, sem Bryan tók, var birt á netinu. Það var í maí í fyrra, nokkrum dögum áður en George Floyd var drepinn af lögregluþjónum í Minneapolis.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Ákæra saksóknara fyrir að hylma yfir með morðingjum Fyrrverandi saksóknari í Georgíu í Bandaríkjunum hefur nú verið ákærður fyrir meðferð sína á drápi á óvopnuðum svörtum skokkara í fyrra. Konan er sökuð um að hafa haldið hlífiskildi yfir karlmönnunum sem eru ákærðir fyrir morðið á skokkaranum. 3. september 2021 09:17 Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. 12. maí 2021 11:00 Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Ákæra saksóknara fyrir að hylma yfir með morðingjum Fyrrverandi saksóknari í Georgíu í Bandaríkjunum hefur nú verið ákærður fyrir meðferð sína á drápi á óvopnuðum svörtum skokkara í fyrra. Konan er sökuð um að hafa haldið hlífiskildi yfir karlmönnunum sem eru ákærðir fyrir morðið á skokkaranum. 3. september 2021 09:17
Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. 12. maí 2021 11:00
Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52