Arsenal gjörsigraðir á Anfield

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Marki fagnað.
Marki fagnað. vísir/Getty

Liverpool lék sér að Arsenal í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni þegar liðin áttust við á Anfield í kvöld.

Leiksins var beðið með mikilli eftirvæntingu enda átti Arsenal möguleika á að koma sér upp fyrir Liverpool í töflunni með því að ná sigri á Anfield.

Þónokkuð jafnræði var með liðunum til að byrja með en hægt og bítandi tóku heimamenn leikinn yfir og fóru að lokum með öruggan sigur af hólmi.

Sadio Mane opnaði markareikninginn fyrir Liverpool þegar hann skallaði aukaspyrnu Trent Alexander-Arnold í netið á 39.mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.

Nuno Tavares, vinstri bakvörður Arsenal, kom sóknarmönnum Liverpool svo á bragðið snemma í síðari hálfleik þegar hann gerði sig sekan um skelfileg mistök og senti boltann beint fyrir fætur Diogo Jota sem nýtti sér það vel og kom Liverpool í 2-0.

Mohamed Salah var síógnandi að venju og kom Liverpool í 3-0 á 73.mínútu. Nokkrum mínútum síðar skoraði Takumi Minamino, nýkominn inn af bekknum, og gerði endanlega út um leikinn. Lokatölur 4-0 fyrir Liverpool.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.