Natasha Anasi: Mér líður eins og ég sé heima hér á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2021 11:01 Natasha Anasi fagnar hér óvæntum sigri Keflavíkurliðsins á Breiðabliki á Kópavogsvellinum í sumar. Nú hefur Natasha skipt yfir í Breiðablik. Vísir/Hulda Margrét Síðasta vika var mjög viðburðarík fyrir Natöshu Anasi. Hún skipti yfir í Breiðablik og var valin í íslenska landsliðið fyrir leiki seinna í þessum mánuði. Svava Kristín Gretarsdóttir hitti Natöshu Anasi og ræddi við hana. Viðtalið fór að sjálfsögðu fram á íslensku. Anasi er fædd í Texas en hefur verið á Íslandi síðan að hún kom í ÍBV á 2014 tímabilinu. Hún hefur verið íslenskur ríkisborgari frá árinu 2019. Svava Kristín spurði fyrst út í íslenska landsliðið. Var aðeins að bíða eftir svona tækifæri „Ég bjóst ekki við því að vera valin í landsliðið en það var rosalega spennandi að vera valin. Ég var aðeins að bíða eftir svona tækifæri. Það var geggjað að vera valin og ég er spennt að sýna hvað ég get,“ sagði Natasha Anasi. Natasha Moraa Anasi.Skjámynd/S2 Sport Hún hefur spilað tvo landsleiki fyrir Íslands en það voru vináttuleikir. Nú gæti hún spilað fyrsta keppnisleikinn. „Það er algjör heiður fyrir mig að spila fyrir Ísland. Ég var búin að dreyma um að spila með landsliði síðan ég var lítil stelpa. Það er geggjað að það var fyrir Ísland. Ég er búin að vera hér svo lengi og mér líður eins og ég sé heima hér á Íslandi. Ég er mjög spennt að fara í landsliðsbúninginn og kannski fæ ég tækifæri að spila,“ sagði Natasha sem er að klára sitt áttunda ár hér á landi. Klippa: Viðtal við Natöshu Anasi Var valin í bandarísku deildina „Ég kom til Íslands í júlí 2014 og var þá í ÍBV. Ég var að klára skólann minn úti og var að pæla að spila bara í Bandaríkjunum. Ég fór í nýliðavalið og var valin af Boston Breakers en var ekki alveg tilbúin að fara þangað. Ég vildi frekar klára námið mitt í maí og svo kom tækifærið að fara í ÍBV,“ sagði Natasha. „Ég skellti mér á það. Ég sá nokkrar myndir og það var svo rosalega fallegt. Hásteinsvöllurinn er bara geggjaður. Ég bjóst samt ekki við því að ég yrði hér ennþá árið 2021 en hér er ég,“ sagði Natasha hlæjandi. Hún breytir nú til eftir að hafa hjálpað ungu Keflavíkurliði að fóta sig í Pepsi Max deildinni undanfarin ár. Natasha var fyrirliði Keflavíkurliðsins og gat spilað margar stöður á vellinum. Rosalega kósí að vera í Keflavík „Ég var í fimm geggjuð ár í Keflavík og elska bæði umhverfið og fólkið þar. Það er rosalega kósí að vera í Keflavík. Það var erfið ákvörðun að fara í Breiðablik en mín tilfinning var að það væri tími fyrir mig til að breyta til. Mér fannst tími fyrir nýja áskorun og að breyta til. Þarna fæ ég að spila fyrir eitt af bestu liðunum á Íslandi og ég verð því að æfa með bestu stelpunum á Íslandi á hverjum degi. Það er gaman og eins og ég sagði, ný áskorun,“ sagði Natasha. Natasha skrifaði nýverið undir samninginn og má því ekki spila með Breiðabliksliðinu í Meistaradeildinni. „Mig langar rosalega mikið að spila með en ég geri það bara á næsta ári með þeim. Þær gera þetta af mikilli fagmennsku og stelpurnar eru standa sig rosalega vel. Þær eru að spila vel og æfa vel. Það er gaman að fá vera með á æfingunum og þar sé ég hvernig þær undirbúa sig fyrir svona verkefni,“ sagði Natasha. Vön að keyra langt á milli enda frá Texas Maðurinn hennar er Rúnar Ingi Erlingsson sem er þjálfari Njarðvíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta. Njarðvíkurkonur eru nýliðar en samt á toppnum í deildinni eins og staðan er núna. Natasha kvartar ekki yfir því að keyra Reykjanesbrautina á hverjum degi. „Við búum í Keflavík en Rúnar segir samt að við búum í Reykjanesbæ. Ég keyri bara á milli sem er bara fínt. Ég er frá Texas og er vön því þaðan að keyra alltaf langt á milli,“ sagði Natasha. Það má sjá allt spjallið hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra Sjá meira
Svava Kristín Gretarsdóttir hitti Natöshu Anasi og ræddi við hana. Viðtalið fór að sjálfsögðu fram á íslensku. Anasi er fædd í Texas en hefur verið á Íslandi síðan að hún kom í ÍBV á 2014 tímabilinu. Hún hefur verið íslenskur ríkisborgari frá árinu 2019. Svava Kristín spurði fyrst út í íslenska landsliðið. Var aðeins að bíða eftir svona tækifæri „Ég bjóst ekki við því að vera valin í landsliðið en það var rosalega spennandi að vera valin. Ég var aðeins að bíða eftir svona tækifæri. Það var geggjað að vera valin og ég er spennt að sýna hvað ég get,“ sagði Natasha Anasi. Natasha Moraa Anasi.Skjámynd/S2 Sport Hún hefur spilað tvo landsleiki fyrir Íslands en það voru vináttuleikir. Nú gæti hún spilað fyrsta keppnisleikinn. „Það er algjör heiður fyrir mig að spila fyrir Ísland. Ég var búin að dreyma um að spila með landsliði síðan ég var lítil stelpa. Það er geggjað að það var fyrir Ísland. Ég er búin að vera hér svo lengi og mér líður eins og ég sé heima hér á Íslandi. Ég er mjög spennt að fara í landsliðsbúninginn og kannski fæ ég tækifæri að spila,“ sagði Natasha sem er að klára sitt áttunda ár hér á landi. Klippa: Viðtal við Natöshu Anasi Var valin í bandarísku deildina „Ég kom til Íslands í júlí 2014 og var þá í ÍBV. Ég var að klára skólann minn úti og var að pæla að spila bara í Bandaríkjunum. Ég fór í nýliðavalið og var valin af Boston Breakers en var ekki alveg tilbúin að fara þangað. Ég vildi frekar klára námið mitt í maí og svo kom tækifærið að fara í ÍBV,“ sagði Natasha. „Ég skellti mér á það. Ég sá nokkrar myndir og það var svo rosalega fallegt. Hásteinsvöllurinn er bara geggjaður. Ég bjóst samt ekki við því að ég yrði hér ennþá árið 2021 en hér er ég,“ sagði Natasha hlæjandi. Hún breytir nú til eftir að hafa hjálpað ungu Keflavíkurliði að fóta sig í Pepsi Max deildinni undanfarin ár. Natasha var fyrirliði Keflavíkurliðsins og gat spilað margar stöður á vellinum. Rosalega kósí að vera í Keflavík „Ég var í fimm geggjuð ár í Keflavík og elska bæði umhverfið og fólkið þar. Það er rosalega kósí að vera í Keflavík. Það var erfið ákvörðun að fara í Breiðablik en mín tilfinning var að það væri tími fyrir mig til að breyta til. Mér fannst tími fyrir nýja áskorun og að breyta til. Þarna fæ ég að spila fyrir eitt af bestu liðunum á Íslandi og ég verð því að æfa með bestu stelpunum á Íslandi á hverjum degi. Það er gaman og eins og ég sagði, ný áskorun,“ sagði Natasha. Natasha skrifaði nýverið undir samninginn og má því ekki spila með Breiðabliksliðinu í Meistaradeildinni. „Mig langar rosalega mikið að spila með en ég geri það bara á næsta ári með þeim. Þær gera þetta af mikilli fagmennsku og stelpurnar eru standa sig rosalega vel. Þær eru að spila vel og æfa vel. Það er gaman að fá vera með á æfingunum og þar sé ég hvernig þær undirbúa sig fyrir svona verkefni,“ sagði Natasha. Vön að keyra langt á milli enda frá Texas Maðurinn hennar er Rúnar Ingi Erlingsson sem er þjálfari Njarðvíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta. Njarðvíkurkonur eru nýliðar en samt á toppnum í deildinni eins og staðan er núna. Natasha kvartar ekki yfir því að keyra Reykjanesbrautina á hverjum degi. „Við búum í Keflavík en Rúnar segir samt að við búum í Reykjanesbæ. Ég keyri bara á milli sem er bara fínt. Ég er frá Texas og er vön því þaðan að keyra alltaf langt á milli,“ sagði Natasha. Það má sjá allt spjallið hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra Sjá meira