Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í október.Vísir/Vilhelm
Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Rauðagerðismálinu svokallaða. Saksóknari krefst þyngri refsingar í tilfelli Angjelin Sterkaj og þess að hinir þrír sakborningarnar, sem sýknaðir voru í héraði, verði sakfelldir.
Þetta staðfestir Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í skriflegu svari til fréttastofu.
Angjelin var dæmdur fyrir að ráða Armando Beqirai bana á heimili hans í Rauðagerði í febrúar.
Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi, sem ákærð voru fyrir hlutdeild í morðinu, voru sýknuð í héraði.
Friðrik Smári Björgvinsson saksóknari sagði eftir dóminn að niðurstaðan í tilfelli Angjelin væri í takti við kröfur ákæruvaldsins. Ákæruvaldið hafði krafist sextán til tuttugu ára fangelsisdóms.
Angjelin hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því skömmu eftir að málið kom upp.
Lögregla er ósammála því sem héraðsdómari hélt fram í gær um að hún hefði ekki gætt hlutlægni í rannsókn sinni í Rauðagerðismálinu. Þeir þrír sem voru grunaðir um samverknað við morðið voru allir sýknaðir.
Afbrotafræðingur telur margt sérstakt við dóminn sem féll í Rauðagerðismálinu í gær. Hann furðar sig á því að dómurinn hafi ekki verið fjölskipaður í svo víðfeðmu og alvarlegu sakamáli þar sem svo margir höfðu réttarstöðu sakbornings.
Guðjón St. Marteinsson, dómari í Rauðagerðismálinu, gagnrýnir vinnubrögð lögreglu við gerð skýrslu sem lögð var fyrir dóminn í málinu. Segir hann að lögregla hafi ekki gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu við gerð skýrslunnar. Það sé ámælisvert.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.