Umboðsmaður Pogba: „Desember er mánuður drauma“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. nóvember 2021 23:30 Mino Raiola þykist ekki vilja athygli ljósmyndara. Stefano Guidi/Getty Images Mino Raiola, umboðsmaður franska miðjumannsins Paul Pogba, heldur áfram að orða leikmanninn frá Manchester United. Samningur Paul Pogba við Man United rennur út næsta sumar og hefur leikmaðurinn ekki enn skrifað undir framlengingu. Samkvæmt fjölmiðlum ytra vill Pogba – og Raiola – ágætis launahækkun á nú þegar himinháum launum. Fari svo að Pogba skrifi ekki undir í Manchester-borg er ljóst að fjöldi stórliða um alla Evrópu reyna fá hann í sínar raðir. Hann hefur verið orðaður við endurkomu til Juventus og þá er talið að spænsku stórveldin Real Madríd og Barcelona vilji ólm fá hann í sínar raðir. Raiola hefur verið duglegur að mæta í viðtöl, þá sérstaklega í landsleikjahléum, og tjá skoðun sína á málefnum Pogba. Í viðtali við ítalska fjölmiðilinn Rai sagði Raiola: „Desember væri mánuður drauma og hann gæti ekki stöðvað drauma en það er best fyrir mig að tala ekki um Paul. Ef fyrrum leikmenn Man Utd fá ekki að tala um mig eða Paul þá missa þeir vinnuna.“ Þarna er Raiola eflaust að vitna í menn á borð við Gary Neville, Paul Scholes, Roy Keane og Rio Ferdinand sem eru allir duglegir að tjá sig um málefni Paul Pogba. Hinn 28 ára gamli Pogba virtist togna aftan í læri á æfingu franska landsliðsins fyrir ekki svo löngu og er nú staddur í Dúbaí þar sem endurhæfing hans fer fram. Hann hefur verið á mála hjá Manchester United frá árinu 2016 en þar áður lék hann með Juventus. Hann á að baki 89 A-landsleiki fyrir Frakkland og hefur skorað í þeim 11 mörk. Þá varð hann heimsmeistari árið 2018 og lék til úrslita á EM tveimur árum áður. Paul Pogba, leikmaður Manchester United og franska landsliðsins.Chloe Knott/Getty Images Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Sjá meira
Samningur Paul Pogba við Man United rennur út næsta sumar og hefur leikmaðurinn ekki enn skrifað undir framlengingu. Samkvæmt fjölmiðlum ytra vill Pogba – og Raiola – ágætis launahækkun á nú þegar himinháum launum. Fari svo að Pogba skrifi ekki undir í Manchester-borg er ljóst að fjöldi stórliða um alla Evrópu reyna fá hann í sínar raðir. Hann hefur verið orðaður við endurkomu til Juventus og þá er talið að spænsku stórveldin Real Madríd og Barcelona vilji ólm fá hann í sínar raðir. Raiola hefur verið duglegur að mæta í viðtöl, þá sérstaklega í landsleikjahléum, og tjá skoðun sína á málefnum Pogba. Í viðtali við ítalska fjölmiðilinn Rai sagði Raiola: „Desember væri mánuður drauma og hann gæti ekki stöðvað drauma en það er best fyrir mig að tala ekki um Paul. Ef fyrrum leikmenn Man Utd fá ekki að tala um mig eða Paul þá missa þeir vinnuna.“ Þarna er Raiola eflaust að vitna í menn á borð við Gary Neville, Paul Scholes, Roy Keane og Rio Ferdinand sem eru allir duglegir að tjá sig um málefni Paul Pogba. Hinn 28 ára gamli Pogba virtist togna aftan í læri á æfingu franska landsliðsins fyrir ekki svo löngu og er nú staddur í Dúbaí þar sem endurhæfing hans fer fram. Hann hefur verið á mála hjá Manchester United frá árinu 2016 en þar áður lék hann með Juventus. Hann á að baki 89 A-landsleiki fyrir Frakkland og hefur skorað í þeim 11 mörk. Þá varð hann heimsmeistari árið 2018 og lék til úrslita á EM tveimur árum áður. Paul Pogba, leikmaður Manchester United og franska landsliðsins.Chloe Knott/Getty Images
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Sjá meira