Johnson segir ekki eiga neina minningu um Caroline Nokes sem sakar hann um að hafa rassskellt sig á landsfundi Íhaldsflokksins í Blackpool árið 2003. Nokes sagði Sky News-sjónvarpsstöðinni frá atvikinu en hún var í framboði til núverandi þingsætis síns í Romsey og Norður-Southampton á þeim tíma, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
„Ég man eftir virkilega þekktum manni, sem var þá frambjóðandi Íhaldsflokksins í Teignbridge í Devon, sem sló mig á afturendann um það bil eins fast og hann gat og sagði „Ó, Romsey, þið eigið dásamlegt sæti“,“ segir Nokes um framferði Stanley Johnson.
Nokes gegndi meðal annars ráðherraembættum í fyrri ríkisstjórn Theresu May áður en Boris Johnson tók við forystu Íhaldsflokksins og ríkisstjórnarinnar. Hún var 31 árs þegar atvikið sem hún lýsir átti sér stað en Johnson var 63 ára.