Hrósaði leikmönnum og sagði liðið hafa unnið fyrir þessu í Búdapest, Varsjá og Albaníu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. nóvember 2021 22:30 Garteth Southgate á hliðarlínunni í kvöld. EPA-EFE/ETTORE GRIFFONI Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, ræddi við fjölmiðla að loknum 10-0 sigri sinna manna á San Marínó í kvöld. Sigurinn tryggði farseðilinn til Katar þar sem HM 2022 fer fram. „Við unnum fyrir því að komast á HM á útivöllum í Búdapest, Varsjá og Albaníu. Ég verð að hrósa starfsfólkinu okkar og leikmönnum fyrir virkilega gott ár. Við getum ekki gert neitt í getustigi andstæðinganna en hugarfarið og hvernig allir lögðust á eitt hefur verið magnað að sjá,“ sagði Southgate eftir sigur kvöldsins. „Ef við hefðum leyft honum að spila hálftíma lengur hefðum við þurft að hringja í fjölskyldu Wayne Rooney. Hann er magnaður markaskorari, við vildum gefa honum tækifæri í kvöld og hann nýtti það vel,“ sagði Southgate um Harry Kane en hann skoraði fjögur af tíu mörkum Englands. „Mér fannst Emile (Smith Rowe) standa sig vel alla vikuna, hann er með frábæra fyrstu snertingu. Hann verður að halda áfram á sömu braut. Við enduðum leikinn með mjög ungt liði inn á vellinum í kvöld.“ „Það er mikilvægt fyrir hann að eiga góða kvöldstund með enska landsliðinu. Hann sýndi gæði sín með nokkrum stoðsendingum og mun vonandi líða eins og hann eigi mikinn þátt í afreki okkar þegar hann kemur heim,“ sagi Southgate um hægri bakvörðinn Trent Alexander-Arnold. „Ég hef ekki hugsað svo langt fram í tímann. Við höfum spilað 19 leiki á þessu tímabili og það er margt sem þarf að meðtaka. Þetta er gott tækifæri til að horfa til baka, fara yfir undanfarna mánuði og þá reynslu sem ungu leikmennirnir þurfa fyrir HM,“ sagði Southgate að lokum varðandi líklegan lokahóp sinn á HM í Katar. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjá meira
„Við unnum fyrir því að komast á HM á útivöllum í Búdapest, Varsjá og Albaníu. Ég verð að hrósa starfsfólkinu okkar og leikmönnum fyrir virkilega gott ár. Við getum ekki gert neitt í getustigi andstæðinganna en hugarfarið og hvernig allir lögðust á eitt hefur verið magnað að sjá,“ sagði Southgate eftir sigur kvöldsins. „Ef við hefðum leyft honum að spila hálftíma lengur hefðum við þurft að hringja í fjölskyldu Wayne Rooney. Hann er magnaður markaskorari, við vildum gefa honum tækifæri í kvöld og hann nýtti það vel,“ sagði Southgate um Harry Kane en hann skoraði fjögur af tíu mörkum Englands. „Mér fannst Emile (Smith Rowe) standa sig vel alla vikuna, hann er með frábæra fyrstu snertingu. Hann verður að halda áfram á sömu braut. Við enduðum leikinn með mjög ungt liði inn á vellinum í kvöld.“ „Það er mikilvægt fyrir hann að eiga góða kvöldstund með enska landsliðinu. Hann sýndi gæði sín með nokkrum stoðsendingum og mun vonandi líða eins og hann eigi mikinn þátt í afreki okkar þegar hann kemur heim,“ sagi Southgate um hægri bakvörðinn Trent Alexander-Arnold. „Ég hef ekki hugsað svo langt fram í tímann. Við höfum spilað 19 leiki á þessu tímabili og það er margt sem þarf að meðtaka. Þetta er gott tækifæri til að horfa til baka, fara yfir undanfarna mánuði og þá reynslu sem ungu leikmennirnir þurfa fyrir HM,“ sagði Southgate að lokum varðandi líklegan lokahóp sinn á HM í Katar.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjá meira