Vopnatilraun Rússa kennt um geimruslahaug sem ógni Alþjóðageimstöðinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. nóvember 2021 23:30 Mynd frá Nasa sem sýnir Alþjóðageimstöðina. NASA via AP Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur fordæmt nýlega vopnatilraun Rússa í geimnum sem varð þess valdandi að geimruslahaugur varð til, ef svo má að orði komast. Rússar eru sakaðir um að hafa sprengt gervitungl í tætlur með flugskeyti. Geimruslið er sagt ógna Alþjóðlegu geimstöðinni. CNN greindi fyrst frá og hafði eftir embættismönnum innan bandaríska stjórnkerfisins. Í frétt CNN sagði einnig að stjórnstöð geimmála í Bandaríkjunum hafi staðfest að sjaldgæfur og mögulega hættulegur „ruslskapandi viðburður“ hafi átt sér stað, án þess að farið hafi verið út í smáatriði. Skömmu síðar gaf bandaríska utanríkisráðuneytið út yfirlýsingu þar sem vopnatilraunin var fordæmd og sögð ógna Alþjóðageimstöðinni og annarri starfsemi í geimnum. Var tilraunin sögð hættuleg og óábyrg. Ítarlega var fjallað um geimrusl og þá hættu sem því fylgir, á Vísi fyrr á árinu. Talið er að Rússar hafi skotið flugskeyti frá jörðu niðri í átt að gervitungli á braut um jörðu, með þeim afleiðingum að það splundraðist í tætlur, í minnst 1.500 stykki og líklega mun fleiri. Við það skapaðist svokallað geimrusl sem getur verið hættulegt rekist manngerðir hlutir á braut um jörðu á ruslið á ferð. Þannig segir CNN einnig frá því að geimfarar í Alþjóðageimstöðinni hafi í dag þurft að klæða sig í geimbúninga sína í flýti, svo þeir gætu rýmt geimstöðina ef ske kynni að hún yrði fyrir geimrusli. Hér má sjá stutt myndband frá ESA þar sem geimrusl er útskýrt á myndrænan hátt. Bandaríkin Rússland Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Geimstöðin varð fyrir geimrusli Alþjóðlega geimstöðin varð fyrir geimrusli í síðasta mánuði sem olli skemmdum á kanadíska vélarminum svokallaða. Armurinn virkar þó enn og virðist sem að ruslið hafi eingöngu valdið skemmdum á hitaskildi hans. 1. júní 2021 22:53 Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47 Telja að kínverska eldflaugin hafi brunnið upp að mestu Geimvísindastofnun Kína fullyrðir að stærsta eldflaug hennar hafi komið inn í lofthjúp jarðar yfir Maldíveyjum í Indlandshafi og brunnið upp að mestu leyti í nótt. Sérfræðingar hafa sakað Kínverja um glannaskap með eldflaugina. 9. maí 2021 08:25 Fylgjast grannt með eldflaug sem á að hrapa til jarðar um helgina en enginn veit hvar Geimvísindamenn fylgjast nú náið með rúmlega tuttugu tonna eldflaug frá Kína sem er á braut um jörðu. Búist er við því að eldflaugin muni hrapa til jarðar um helgina og ekki er vitað hvar. Mögulegt er að hún brenni upp í gufuhvolfinu en líklegra þykir að hlutar hennar muni ná til jarðar. 6. maí 2021 22:00 Segir nýtt geimrusl ógna geimstöðinni Jim Bridenstine, yfirmaður Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA), segir brot úr gervihnetti sem Indverjar grönduðu í mars ógna öryggi geimfaranna í Alþjóðlegu geimstöðinni. 2. apríl 2019 09:15 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
CNN greindi fyrst frá og hafði eftir embættismönnum innan bandaríska stjórnkerfisins. Í frétt CNN sagði einnig að stjórnstöð geimmála í Bandaríkjunum hafi staðfest að sjaldgæfur og mögulega hættulegur „ruslskapandi viðburður“ hafi átt sér stað, án þess að farið hafi verið út í smáatriði. Skömmu síðar gaf bandaríska utanríkisráðuneytið út yfirlýsingu þar sem vopnatilraunin var fordæmd og sögð ógna Alþjóðageimstöðinni og annarri starfsemi í geimnum. Var tilraunin sögð hættuleg og óábyrg. Ítarlega var fjallað um geimrusl og þá hættu sem því fylgir, á Vísi fyrr á árinu. Talið er að Rússar hafi skotið flugskeyti frá jörðu niðri í átt að gervitungli á braut um jörðu, með þeim afleiðingum að það splundraðist í tætlur, í minnst 1.500 stykki og líklega mun fleiri. Við það skapaðist svokallað geimrusl sem getur verið hættulegt rekist manngerðir hlutir á braut um jörðu á ruslið á ferð. Þannig segir CNN einnig frá því að geimfarar í Alþjóðageimstöðinni hafi í dag þurft að klæða sig í geimbúninga sína í flýti, svo þeir gætu rýmt geimstöðina ef ske kynni að hún yrði fyrir geimrusli. Hér má sjá stutt myndband frá ESA þar sem geimrusl er útskýrt á myndrænan hátt.
Bandaríkin Rússland Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Geimstöðin varð fyrir geimrusli Alþjóðlega geimstöðin varð fyrir geimrusli í síðasta mánuði sem olli skemmdum á kanadíska vélarminum svokallaða. Armurinn virkar þó enn og virðist sem að ruslið hafi eingöngu valdið skemmdum á hitaskildi hans. 1. júní 2021 22:53 Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47 Telja að kínverska eldflaugin hafi brunnið upp að mestu Geimvísindastofnun Kína fullyrðir að stærsta eldflaug hennar hafi komið inn í lofthjúp jarðar yfir Maldíveyjum í Indlandshafi og brunnið upp að mestu leyti í nótt. Sérfræðingar hafa sakað Kínverja um glannaskap með eldflaugina. 9. maí 2021 08:25 Fylgjast grannt með eldflaug sem á að hrapa til jarðar um helgina en enginn veit hvar Geimvísindamenn fylgjast nú náið með rúmlega tuttugu tonna eldflaug frá Kína sem er á braut um jörðu. Búist er við því að eldflaugin muni hrapa til jarðar um helgina og ekki er vitað hvar. Mögulegt er að hún brenni upp í gufuhvolfinu en líklegra þykir að hlutar hennar muni ná til jarðar. 6. maí 2021 22:00 Segir nýtt geimrusl ógna geimstöðinni Jim Bridenstine, yfirmaður Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA), segir brot úr gervihnetti sem Indverjar grönduðu í mars ógna öryggi geimfaranna í Alþjóðlegu geimstöðinni. 2. apríl 2019 09:15 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Geimstöðin varð fyrir geimrusli Alþjóðlega geimstöðin varð fyrir geimrusli í síðasta mánuði sem olli skemmdum á kanadíska vélarminum svokallaða. Armurinn virkar þó enn og virðist sem að ruslið hafi eingöngu valdið skemmdum á hitaskildi hans. 1. júní 2021 22:53
Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47
Telja að kínverska eldflaugin hafi brunnið upp að mestu Geimvísindastofnun Kína fullyrðir að stærsta eldflaug hennar hafi komið inn í lofthjúp jarðar yfir Maldíveyjum í Indlandshafi og brunnið upp að mestu leyti í nótt. Sérfræðingar hafa sakað Kínverja um glannaskap með eldflaugina. 9. maí 2021 08:25
Fylgjast grannt með eldflaug sem á að hrapa til jarðar um helgina en enginn veit hvar Geimvísindamenn fylgjast nú náið með rúmlega tuttugu tonna eldflaug frá Kína sem er á braut um jörðu. Búist er við því að eldflaugin muni hrapa til jarðar um helgina og ekki er vitað hvar. Mögulegt er að hún brenni upp í gufuhvolfinu en líklegra þykir að hlutar hennar muni ná til jarðar. 6. maí 2021 22:00
Segir nýtt geimrusl ógna geimstöðinni Jim Bridenstine, yfirmaður Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA), segir brot úr gervihnetti sem Indverjar grönduðu í mars ógna öryggi geimfaranna í Alþjóðlegu geimstöðinni. 2. apríl 2019 09:15