Samsæriskenningasmiður sekur um meiðyrði Árni Sæberg skrifar 15. nóvember 2021 21:56 Alex Jones situr nú í súpunni vegna ummæla sinna um Sandy Hook árásina. Drew Angerer/Getty Images Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var í dag fundinn sekur í fjórum meiðyrðamálum sem aðstandendur barna sem létust í árásinni á Sandy Hook skólann höfðuðu gegn honum. Um árabil hélt Alex Jones því fram að skotárásin á Sandy Hook skólann hafi verið sviðsett í þeim tilgangi að mynda pólitískan vilja fyrir hertari vopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára létust í árásinni ásamt sex starfsmönnum skólans. Jones rekur hægrisamsæriskenningamiðilinn Infowars. Hann er ekki síst þekktur fyrir vanstillt reiðiöskur í þáttum sínum. Þar hefur hann meðal annars sakað Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að hafa gert froska samkynhneigða. Foreldrar margra barna sem dóu hafa höfðað mál gegn Jones í gegnum árin en með takmörkuðum árangri þangað til í síðasta mánuði. Þá var hann fundinn sekur í öðru álíka máli. Foreldrar barnanna segja ummæli hans hafa valdið þeim gífurlegu tilfinningalegu tjóni í gegnum árin og leitt til þess að áhorfendur Jones hafi áreitt þau lengi. Þá hefur hann verið sagður hafa hagnast á umfjöllun sinni um málið. Jones var dæmdur skaðabótaábyrgur gagnvart fjölskyldunum með útivistardómi þar sem hann veitti dóminum ekki þau gögn sem hann var beðinn um. Meðal annars um sönnun á fullyrðingum sínum og fjárhagsskýrslum. Líkt og í dóminum frá því í október hafa bætur ekki verið ákvarðaðar í málinu. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins um málið verður það gert á næsta ári. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Facebook bannar „hættulega“ öfgamenn Stofnandi samsæriskenningamiðilsins Infowars er á meðal þeirra sem hafa verið bannaðir fyrir að brjóta reglur Facebook. 3. maí 2019 08:25 Twitter lokar reikningum Alex Jones Samfélagsmiðillinn Twitter hefur nú endanlega látið loka reikningi samsæriskenningasmiðsins Alex Jones. 6. september 2018 21:47 Útvarpsstöð samsæriskenningasmiðs lokað Stöðin hafði sent út án leyfis í að minnsta kosti fimm ár. 16. ágúst 2018 10:50 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Um árabil hélt Alex Jones því fram að skotárásin á Sandy Hook skólann hafi verið sviðsett í þeim tilgangi að mynda pólitískan vilja fyrir hertari vopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára létust í árásinni ásamt sex starfsmönnum skólans. Jones rekur hægrisamsæriskenningamiðilinn Infowars. Hann er ekki síst þekktur fyrir vanstillt reiðiöskur í þáttum sínum. Þar hefur hann meðal annars sakað Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að hafa gert froska samkynhneigða. Foreldrar margra barna sem dóu hafa höfðað mál gegn Jones í gegnum árin en með takmörkuðum árangri þangað til í síðasta mánuði. Þá var hann fundinn sekur í öðru álíka máli. Foreldrar barnanna segja ummæli hans hafa valdið þeim gífurlegu tilfinningalegu tjóni í gegnum árin og leitt til þess að áhorfendur Jones hafi áreitt þau lengi. Þá hefur hann verið sagður hafa hagnast á umfjöllun sinni um málið. Jones var dæmdur skaðabótaábyrgur gagnvart fjölskyldunum með útivistardómi þar sem hann veitti dóminum ekki þau gögn sem hann var beðinn um. Meðal annars um sönnun á fullyrðingum sínum og fjárhagsskýrslum. Líkt og í dóminum frá því í október hafa bætur ekki verið ákvarðaðar í málinu. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins um málið verður það gert á næsta ári.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Facebook bannar „hættulega“ öfgamenn Stofnandi samsæriskenningamiðilsins Infowars er á meðal þeirra sem hafa verið bannaðir fyrir að brjóta reglur Facebook. 3. maí 2019 08:25 Twitter lokar reikningum Alex Jones Samfélagsmiðillinn Twitter hefur nú endanlega látið loka reikningi samsæriskenningasmiðsins Alex Jones. 6. september 2018 21:47 Útvarpsstöð samsæriskenningasmiðs lokað Stöðin hafði sent út án leyfis í að minnsta kosti fimm ár. 16. ágúst 2018 10:50 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Facebook bannar „hættulega“ öfgamenn Stofnandi samsæriskenningamiðilsins Infowars er á meðal þeirra sem hafa verið bannaðir fyrir að brjóta reglur Facebook. 3. maí 2019 08:25
Twitter lokar reikningum Alex Jones Samfélagsmiðillinn Twitter hefur nú endanlega látið loka reikningi samsæriskenningasmiðsins Alex Jones. 6. september 2018 21:47
Útvarpsstöð samsæriskenningasmiðs lokað Stöðin hafði sent út án leyfis í að minnsta kosti fimm ár. 16. ágúst 2018 10:50