Erlent

Útvarpsstöð samsæriskenningasmiðs lokað

Kjartan Kjartansson skrifar
Alex Jones hefur dreift lygum um hörmungar eins og Sandy Hook-fjöldamorðin og hryðjuverkin í New York 11. september árið 2001.
Alex Jones hefur dreift lygum um hörmungar eins og Sandy Hook-fjöldamorðin og hryðjuverkin í New York 11. september árið 2001. Vísir/AP

Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna hefur lokað útvarpsstöð sem Alex Jones, stofnandi samsæriskenningasíðunnar Infowars, hefur rekið án leyfis undanfarin ár. Rekstraraðilar stöðvarinnar hafa jafnframt verið sektaðir.

AP-fréttastöðin segir að útvarpsstöðin hafi verið rekin án leyfis að minnsta kosti frá árinu 2013. Fjarskiptastofnunin hafi rakið útsendingu stöðvarinnar til útvarpsmasturs í íbúðabyggð í borginni Austin í Texas.

Svo virðist þó að útvarpsútsendingum stöðvarinnar sem kallar sig Frelsisútvarpið hafi verið hætt í desember. Dagskrá hennar er þó enn send út á netinu.

Jones hefur verið gerður brottrækur af nokkrum stærstu samfélagsmiðlum heims undanfarið. Þá hefur honum verið stefnt fyrir meiðyrði vegna þeirrar fullyrðingar sinnar að foreldrar barna sem voru myrt í Sandy Hook-fjöldamorðinu árið 2012 séu í raun leikarar sem hafi sett harmleikinn á svið.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×