Segir Ísland hafa skilað auðu á loftslagsráðstefnunni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. nóvember 2021 09:24 Tryggvi Felixson, formaður Landverndar. Egill Aðalsteinsson Ísland skilaði auðu á loftslagsráðstefnunni í Glasgow og þarf að gera mun betur í loftslagsmálum. Þetta segir formaður Landverndar sem varð fyrir vonbrigðum með niðurstöðu ráðstefnunnar þó ljósir punktar finnist í samningsdrögunum. Formaður Landverndar segir að fyrstu viðbrögð séu vonbrigði þar sem hann vonaðist til að gengið yrði lengra. Margt þurfi að gerast í loftslagsmálum á næstu átta árum. Hann segir þó nokkra ljósa punkta í samningsdrögunum. Þjóðir hafa myndað samstarf um að hætta algjörlega olíuleit og vinnslu á olíu. „Það er líka jákvætt að fleiri þjóðir nefna að þeir þurfi að vernda skóga og eins að draga úr losun metans,“ sagði Tryggvi Felixson, formaður Landverndar. Þá sé mikilvægt að samkomulag hafi náðst um að reyna að takmarka hlýnun jarðar við eina og hálfa gráðu. Segir að Ísland hafi engu bætt við Á næsta ári koma þjóðir að koma saman á ný og vonast Tryggvi til þess að leiðtogar komi þá með enn frekari tillögur um aðgerðir. Hann segir að fulltrúum Íslands veiti ekki af að bæta ráð sitt fyrir þann tíma en að mati Tryggva bætti Ísland engu við á ráðstefnunni. „Við skiluðum auðu á þessum fundi og vísuðum í það að það væri ekki eðlilegt pólitískt ástand en við höfðum langan tíma til að undirbúa okkur þannig það er frekar klén útskýring á því.“ Hann segir að Ísland standi sig ekki nægilega vel sem ein ríkasta þjóð í heimi. Hér sé mikil geta og að margoft hafi verið bent á leiðir til breytinga. „Og í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar eru um fimmtíu leiðir skilgreindar en enn sem komið er sjáum við ekki að þær skili nema að hluta af því sem við ætlum okkur að gera þannig það vantar mikið upp á á Íslandi og við treystum því að það verði bætt úr þessum vanköntum í vetur og fram á næsta ár þannig þegar kemur að næstu ráðstefnu í Egyptalandi árið 2022 þá skilum við ekki auðu.“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir „Auðvitað hefði maður viljað sjá okkur ganga lengra“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir að þrátt fyrir að niðurstaða loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna séu viss vonbrigði sé mjög mikilvægt að samkomulag hafi náðst um að reyna að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður. 14. nóvember 2021 00:18 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Formaður Landverndar segir að fyrstu viðbrögð séu vonbrigði þar sem hann vonaðist til að gengið yrði lengra. Margt þurfi að gerast í loftslagsmálum á næstu átta árum. Hann segir þó nokkra ljósa punkta í samningsdrögunum. Þjóðir hafa myndað samstarf um að hætta algjörlega olíuleit og vinnslu á olíu. „Það er líka jákvætt að fleiri þjóðir nefna að þeir þurfi að vernda skóga og eins að draga úr losun metans,“ sagði Tryggvi Felixson, formaður Landverndar. Þá sé mikilvægt að samkomulag hafi náðst um að reyna að takmarka hlýnun jarðar við eina og hálfa gráðu. Segir að Ísland hafi engu bætt við Á næsta ári koma þjóðir að koma saman á ný og vonast Tryggvi til þess að leiðtogar komi þá með enn frekari tillögur um aðgerðir. Hann segir að fulltrúum Íslands veiti ekki af að bæta ráð sitt fyrir þann tíma en að mati Tryggva bætti Ísland engu við á ráðstefnunni. „Við skiluðum auðu á þessum fundi og vísuðum í það að það væri ekki eðlilegt pólitískt ástand en við höfðum langan tíma til að undirbúa okkur þannig það er frekar klén útskýring á því.“ Hann segir að Ísland standi sig ekki nægilega vel sem ein ríkasta þjóð í heimi. Hér sé mikil geta og að margoft hafi verið bent á leiðir til breytinga. „Og í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar eru um fimmtíu leiðir skilgreindar en enn sem komið er sjáum við ekki að þær skili nema að hluta af því sem við ætlum okkur að gera þannig það vantar mikið upp á á Íslandi og við treystum því að það verði bætt úr þessum vanköntum í vetur og fram á næsta ár þannig þegar kemur að næstu ráðstefnu í Egyptalandi árið 2022 þá skilum við ekki auðu.“
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir „Auðvitað hefði maður viljað sjá okkur ganga lengra“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir að þrátt fyrir að niðurstaða loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna séu viss vonbrigði sé mjög mikilvægt að samkomulag hafi náðst um að reyna að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður. 14. nóvember 2021 00:18 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
„Auðvitað hefði maður viljað sjá okkur ganga lengra“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir að þrátt fyrir að niðurstaða loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna séu viss vonbrigði sé mjög mikilvægt að samkomulag hafi náðst um að reyna að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður. 14. nóvember 2021 00:18