Segir Ísland hafa skilað auðu á loftslagsráðstefnunni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. nóvember 2021 09:24 Tryggvi Felixson, formaður Landverndar. Egill Aðalsteinsson Ísland skilaði auðu á loftslagsráðstefnunni í Glasgow og þarf að gera mun betur í loftslagsmálum. Þetta segir formaður Landverndar sem varð fyrir vonbrigðum með niðurstöðu ráðstefnunnar þó ljósir punktar finnist í samningsdrögunum. Formaður Landverndar segir að fyrstu viðbrögð séu vonbrigði þar sem hann vonaðist til að gengið yrði lengra. Margt þurfi að gerast í loftslagsmálum á næstu átta árum. Hann segir þó nokkra ljósa punkta í samningsdrögunum. Þjóðir hafa myndað samstarf um að hætta algjörlega olíuleit og vinnslu á olíu. „Það er líka jákvætt að fleiri þjóðir nefna að þeir þurfi að vernda skóga og eins að draga úr losun metans,“ sagði Tryggvi Felixson, formaður Landverndar. Þá sé mikilvægt að samkomulag hafi náðst um að reyna að takmarka hlýnun jarðar við eina og hálfa gráðu. Segir að Ísland hafi engu bætt við Á næsta ári koma þjóðir að koma saman á ný og vonast Tryggvi til þess að leiðtogar komi þá með enn frekari tillögur um aðgerðir. Hann segir að fulltrúum Íslands veiti ekki af að bæta ráð sitt fyrir þann tíma en að mati Tryggva bætti Ísland engu við á ráðstefnunni. „Við skiluðum auðu á þessum fundi og vísuðum í það að það væri ekki eðlilegt pólitískt ástand en við höfðum langan tíma til að undirbúa okkur þannig það er frekar klén útskýring á því.“ Hann segir að Ísland standi sig ekki nægilega vel sem ein ríkasta þjóð í heimi. Hér sé mikil geta og að margoft hafi verið bent á leiðir til breytinga. „Og í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar eru um fimmtíu leiðir skilgreindar en enn sem komið er sjáum við ekki að þær skili nema að hluta af því sem við ætlum okkur að gera þannig það vantar mikið upp á á Íslandi og við treystum því að það verði bætt úr þessum vanköntum í vetur og fram á næsta ár þannig þegar kemur að næstu ráðstefnu í Egyptalandi árið 2022 þá skilum við ekki auðu.“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir „Auðvitað hefði maður viljað sjá okkur ganga lengra“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir að þrátt fyrir að niðurstaða loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna séu viss vonbrigði sé mjög mikilvægt að samkomulag hafi náðst um að reyna að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður. 14. nóvember 2021 00:18 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Formaður Landverndar segir að fyrstu viðbrögð séu vonbrigði þar sem hann vonaðist til að gengið yrði lengra. Margt þurfi að gerast í loftslagsmálum á næstu átta árum. Hann segir þó nokkra ljósa punkta í samningsdrögunum. Þjóðir hafa myndað samstarf um að hætta algjörlega olíuleit og vinnslu á olíu. „Það er líka jákvætt að fleiri þjóðir nefna að þeir þurfi að vernda skóga og eins að draga úr losun metans,“ sagði Tryggvi Felixson, formaður Landverndar. Þá sé mikilvægt að samkomulag hafi náðst um að reyna að takmarka hlýnun jarðar við eina og hálfa gráðu. Segir að Ísland hafi engu bætt við Á næsta ári koma þjóðir að koma saman á ný og vonast Tryggvi til þess að leiðtogar komi þá með enn frekari tillögur um aðgerðir. Hann segir að fulltrúum Íslands veiti ekki af að bæta ráð sitt fyrir þann tíma en að mati Tryggva bætti Ísland engu við á ráðstefnunni. „Við skiluðum auðu á þessum fundi og vísuðum í það að það væri ekki eðlilegt pólitískt ástand en við höfðum langan tíma til að undirbúa okkur þannig það er frekar klén útskýring á því.“ Hann segir að Ísland standi sig ekki nægilega vel sem ein ríkasta þjóð í heimi. Hér sé mikil geta og að margoft hafi verið bent á leiðir til breytinga. „Og í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar eru um fimmtíu leiðir skilgreindar en enn sem komið er sjáum við ekki að þær skili nema að hluta af því sem við ætlum okkur að gera þannig það vantar mikið upp á á Íslandi og við treystum því að það verði bætt úr þessum vanköntum í vetur og fram á næsta ár þannig þegar kemur að næstu ráðstefnu í Egyptalandi árið 2022 þá skilum við ekki auðu.“
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir „Auðvitað hefði maður viljað sjá okkur ganga lengra“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir að þrátt fyrir að niðurstaða loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna séu viss vonbrigði sé mjög mikilvægt að samkomulag hafi náðst um að reyna að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður. 14. nóvember 2021 00:18 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
„Auðvitað hefði maður viljað sjá okkur ganga lengra“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir að þrátt fyrir að niðurstaða loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna séu viss vonbrigði sé mjög mikilvægt að samkomulag hafi náðst um að reyna að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður. 14. nóvember 2021 00:18