Var ekki glaður að leik loknum og segir að Ísland stefni á að gera betur í næstu undankeppni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2021 20:45 Arnar Þór Viðarsson hefur fulla trú á að íslenska liðið geti gert betur á næstu mánuðum og árum. Stöð 2 Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari ræddi við blaðamenn að loknu 3-1 tapi Íslands í Skopje í Norður-Makedóníu. Hann var ósáttur með tapið og sagði Ísland hafa ætlað sér að berjast um annað sætið. „Ég vil byrja á að óska ykkur til hamingju með annað sætið. Tilfinningar mínar eru alltaf þær sömu eftir tapleiki, ég er ekki glaður og það mun aldrei breytast,“ sagði Arnar Þór í upphafi aðspurður hvernig sér liði. „Fyrri hálfleikurinn var erfiður fyrir okkur, við fengum tvö til þrjú færi á okkur en ég taldi okkur vera loka þeim svæðum sem við vildum ágætlega. Við áttum þó erfitt með að halda í boltann. Síðari hálfleikur var mun betri og þegar 2-1 markið kom taldi ég leikinn vera hallast okkur í vil.“ „Við skoruðum gott mark og ef við hefðum haldið lengur út í stöðunni 1-1 hefði andstæðingurinn orðið stressaður. Eftir markið var staðan hins vegar erfið, sérstaklega eftir að við fengum rautt spjald,“ bætti hann við. Landsliðsþjálfarinn hristi svo bara höfuðið er hann var spurður hvort hann myndi fara til Rúmeníu að fá sér bjór. Varðandi riðilinn í heild „Við höfðum miklar væntingar. Við vildum keppa um annað sætið. Ég held samt að eftir allt sem hefur gengið á árið 2021 á Íslandi þá verðum við að viðurkenna að Norður-Makedónía var næstbesta lið riðilsins.“ „Maður sér að liðið var saman í 5-6 vikur vegna Evrópumótsins í sumar, það vinnur vel saman og er með góða leikmenn. Þeir hafa tekið sömu skref og við þurfum að taka í framtíðinni til að komast á þann stað sem Norður-Makedónía er á. Við munum reyna gera betur í næstu undankeppni.“ Um gulu spjöldin sem Ísak Bergmann fékk Ísak Bergmann í leiknum gegn Rúmeníu.EPA-EFE/Robert Ghement „Við skrifum það í reynslubankann að Ísak Bergmann (Jóhannesson) fái tvö gul spjöld og þar af leiðandi rautt. Við sögðum honum inn í klefa að hann á fullan rétt á að gera mistök eins og allir aðrir. Það eru þessi mistök sem munu gera þessa stráka að enn betri leikmönnum á næstu mánuðum og árum.“ „Svona hlutir gerast í leikjum. Það er erfitt að útskýra fyrir fólki sem var ekki á vellinum en spennan og stemmningin á vellinum var að sjálfsögðu mikil. Þeir voru að spila upp á annað sætið og sæti í umspili. Það eru svona leikir sem strákarnir læra mest á og fá mesta reynsluna úr.“ „Ég ætla ekki að tjá mig um þessi tvö spjöld og hvort þau hafi verið gul eða ekki. Það sem skiptir mestu máli er að strákarnir þora að gera mistök og læra af þeim.“ Um fyrsta markið „Það er ómögulegt fyrir Elías Rafn (Ólafsson) að verja fyrsta markið. Þeir fá tvö færi í fyrri hálfleik og mark dæmt af vegna rangstöðu. Færin tvö sem þeir fá voru nákvæmlega þeir hlutir sem við vorum búnir að tala um og æfa fyrir leikinn.“ „Við náum ekki að koma í veg fyrir „overload“ á vinstri vængnum nægilega vel, það er hlaupið á bakvið Stefán Teit (Þórðarson) og svo þrumar hann (Ezgjan Alioski) boltanum úr mjög þröngu færi í stöngina og inn. Það hátt að það er nánast ómögulegt fyrir markmann að verja þetta,“ sagði Arnar Þór Viðarsson að endingu. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: N-Makedónía - Ísland 3-1 | Stimpluðu sig út í Skopje Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrir Norður-Makedóníu, 3-1, í síðasta leik sínum í undankeppni HM 2022. Birkir Bjarnason lék sinn 105. landsleik í Skopje í kvöld og sló þar með leikjamet íslenska landsliðsins. 14. nóvember 2021 19:00 Brynjar Ingi besti maður íslenska liðsins eins og áður á þessu ári Íslenska landsliðið náði ekki að fylgja eftir góðum leik sínum á móti Rúmenum og að hafa haldið marki sínu hreinu í tveimur leikjum í röð því íslensku strákarnir fengu á sig þrjú mörk í tapi í Skopje í kvöld. 14. nóvember 2021 19:30 Arnar Þór um Birki Má: „Hann er einstök manneskja“ Arnar Þór Viðarsson ræddi Birki Má Sævarsson á blaðamannafundi að loknum leik Íslands og Norður-Makedóníu í Skopje. Hægri bakvörðurinn hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. 14. nóvember 2021 20:30 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira
„Ég vil byrja á að óska ykkur til hamingju með annað sætið. Tilfinningar mínar eru alltaf þær sömu eftir tapleiki, ég er ekki glaður og það mun aldrei breytast,“ sagði Arnar Þór í upphafi aðspurður hvernig sér liði. „Fyrri hálfleikurinn var erfiður fyrir okkur, við fengum tvö til þrjú færi á okkur en ég taldi okkur vera loka þeim svæðum sem við vildum ágætlega. Við áttum þó erfitt með að halda í boltann. Síðari hálfleikur var mun betri og þegar 2-1 markið kom taldi ég leikinn vera hallast okkur í vil.“ „Við skoruðum gott mark og ef við hefðum haldið lengur út í stöðunni 1-1 hefði andstæðingurinn orðið stressaður. Eftir markið var staðan hins vegar erfið, sérstaklega eftir að við fengum rautt spjald,“ bætti hann við. Landsliðsþjálfarinn hristi svo bara höfuðið er hann var spurður hvort hann myndi fara til Rúmeníu að fá sér bjór. Varðandi riðilinn í heild „Við höfðum miklar væntingar. Við vildum keppa um annað sætið. Ég held samt að eftir allt sem hefur gengið á árið 2021 á Íslandi þá verðum við að viðurkenna að Norður-Makedónía var næstbesta lið riðilsins.“ „Maður sér að liðið var saman í 5-6 vikur vegna Evrópumótsins í sumar, það vinnur vel saman og er með góða leikmenn. Þeir hafa tekið sömu skref og við þurfum að taka í framtíðinni til að komast á þann stað sem Norður-Makedónía er á. Við munum reyna gera betur í næstu undankeppni.“ Um gulu spjöldin sem Ísak Bergmann fékk Ísak Bergmann í leiknum gegn Rúmeníu.EPA-EFE/Robert Ghement „Við skrifum það í reynslubankann að Ísak Bergmann (Jóhannesson) fái tvö gul spjöld og þar af leiðandi rautt. Við sögðum honum inn í klefa að hann á fullan rétt á að gera mistök eins og allir aðrir. Það eru þessi mistök sem munu gera þessa stráka að enn betri leikmönnum á næstu mánuðum og árum.“ „Svona hlutir gerast í leikjum. Það er erfitt að útskýra fyrir fólki sem var ekki á vellinum en spennan og stemmningin á vellinum var að sjálfsögðu mikil. Þeir voru að spila upp á annað sætið og sæti í umspili. Það eru svona leikir sem strákarnir læra mest á og fá mesta reynsluna úr.“ „Ég ætla ekki að tjá mig um þessi tvö spjöld og hvort þau hafi verið gul eða ekki. Það sem skiptir mestu máli er að strákarnir þora að gera mistök og læra af þeim.“ Um fyrsta markið „Það er ómögulegt fyrir Elías Rafn (Ólafsson) að verja fyrsta markið. Þeir fá tvö færi í fyrri hálfleik og mark dæmt af vegna rangstöðu. Færin tvö sem þeir fá voru nákvæmlega þeir hlutir sem við vorum búnir að tala um og æfa fyrir leikinn.“ „Við náum ekki að koma í veg fyrir „overload“ á vinstri vængnum nægilega vel, það er hlaupið á bakvið Stefán Teit (Þórðarson) og svo þrumar hann (Ezgjan Alioski) boltanum úr mjög þröngu færi í stöngina og inn. Það hátt að það er nánast ómögulegt fyrir markmann að verja þetta,“ sagði Arnar Þór Viðarsson að endingu.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: N-Makedónía - Ísland 3-1 | Stimpluðu sig út í Skopje Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrir Norður-Makedóníu, 3-1, í síðasta leik sínum í undankeppni HM 2022. Birkir Bjarnason lék sinn 105. landsleik í Skopje í kvöld og sló þar með leikjamet íslenska landsliðsins. 14. nóvember 2021 19:00 Brynjar Ingi besti maður íslenska liðsins eins og áður á þessu ári Íslenska landsliðið náði ekki að fylgja eftir góðum leik sínum á móti Rúmenum og að hafa haldið marki sínu hreinu í tveimur leikjum í röð því íslensku strákarnir fengu á sig þrjú mörk í tapi í Skopje í kvöld. 14. nóvember 2021 19:30 Arnar Þór um Birki Má: „Hann er einstök manneskja“ Arnar Þór Viðarsson ræddi Birki Má Sævarsson á blaðamannafundi að loknum leik Íslands og Norður-Makedóníu í Skopje. Hægri bakvörðurinn hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. 14. nóvember 2021 20:30 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira
Umfjöllun: N-Makedónía - Ísland 3-1 | Stimpluðu sig út í Skopje Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrir Norður-Makedóníu, 3-1, í síðasta leik sínum í undankeppni HM 2022. Birkir Bjarnason lék sinn 105. landsleik í Skopje í kvöld og sló þar með leikjamet íslenska landsliðsins. 14. nóvember 2021 19:00
Brynjar Ingi besti maður íslenska liðsins eins og áður á þessu ári Íslenska landsliðið náði ekki að fylgja eftir góðum leik sínum á móti Rúmenum og að hafa haldið marki sínu hreinu í tveimur leikjum í röð því íslensku strákarnir fengu á sig þrjú mörk í tapi í Skopje í kvöld. 14. nóvember 2021 19:30
Arnar Þór um Birki Má: „Hann er einstök manneskja“ Arnar Þór Viðarsson ræddi Birki Má Sævarsson á blaðamannafundi að loknum leik Íslands og Norður-Makedóníu í Skopje. Hægri bakvörðurinn hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. 14. nóvember 2021 20:30