Eftir að hafa spilað 103 A-landsleiki, farið á EM í Frakklandi og HM í Rússlandi, hefur hinn 37 ára gamli Birkir Már ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna.
„Birkir Már var búinn að láta mig vita að þetta yrði hans síðasta ferð, hans síðasti gluggi. Ég held ég þurfi ekkert að fara yfir landsliðsferil hans, hann er einstakur. Að spila yfir 100 leiki fyrir íslenska landsliðið er ótrúlegur árangur.“
„Birkir er ekki bara frábær fótboltamaður heldur frábær manneskja. Hann er einn af þessum eldri leikmönnum sem er búinn að vera frábær undanfarna mánuði og í raun allt árið þegar kemur að því að halda utan um þessa ungu leikmenn sem eru að koma inn í þetta. Ég á bara góð orð um Birki, hann er einstök manneskja.“
„Auðvitað sér maður alltaf eftir frábærum leikmönnum, ég skil Birki samt vel. Hann er ekkert að fara hætta í fótbolta en þetta er mjög eðlileg ákvörðun þó ég að sé að sjálfsögðu svekktur með að sjá eftir góðum leikmönnum.“