Var ekki glaður að leik loknum og segir að Ísland stefni á að gera betur í næstu undankeppni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2021 20:45 Arnar Þór Viðarsson hefur fulla trú á að íslenska liðið geti gert betur á næstu mánuðum og árum. Stöð 2 Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari ræddi við blaðamenn að loknu 3-1 tapi Íslands í Skopje í Norður-Makedóníu. Hann var ósáttur með tapið og sagði Ísland hafa ætlað sér að berjast um annað sætið. „Ég vil byrja á að óska ykkur til hamingju með annað sætið. Tilfinningar mínar eru alltaf þær sömu eftir tapleiki, ég er ekki glaður og það mun aldrei breytast,“ sagði Arnar Þór í upphafi aðspurður hvernig sér liði. „Fyrri hálfleikurinn var erfiður fyrir okkur, við fengum tvö til þrjú færi á okkur en ég taldi okkur vera loka þeim svæðum sem við vildum ágætlega. Við áttum þó erfitt með að halda í boltann. Síðari hálfleikur var mun betri og þegar 2-1 markið kom taldi ég leikinn vera hallast okkur í vil.“ „Við skoruðum gott mark og ef við hefðum haldið lengur út í stöðunni 1-1 hefði andstæðingurinn orðið stressaður. Eftir markið var staðan hins vegar erfið, sérstaklega eftir að við fengum rautt spjald,“ bætti hann við. Landsliðsþjálfarinn hristi svo bara höfuðið er hann var spurður hvort hann myndi fara til Rúmeníu að fá sér bjór. Varðandi riðilinn í heild „Við höfðum miklar væntingar. Við vildum keppa um annað sætið. Ég held samt að eftir allt sem hefur gengið á árið 2021 á Íslandi þá verðum við að viðurkenna að Norður-Makedónía var næstbesta lið riðilsins.“ „Maður sér að liðið var saman í 5-6 vikur vegna Evrópumótsins í sumar, það vinnur vel saman og er með góða leikmenn. Þeir hafa tekið sömu skref og við þurfum að taka í framtíðinni til að komast á þann stað sem Norður-Makedónía er á. Við munum reyna gera betur í næstu undankeppni.“ Um gulu spjöldin sem Ísak Bergmann fékk Ísak Bergmann í leiknum gegn Rúmeníu.EPA-EFE/Robert Ghement „Við skrifum það í reynslubankann að Ísak Bergmann (Jóhannesson) fái tvö gul spjöld og þar af leiðandi rautt. Við sögðum honum inn í klefa að hann á fullan rétt á að gera mistök eins og allir aðrir. Það eru þessi mistök sem munu gera þessa stráka að enn betri leikmönnum á næstu mánuðum og árum.“ „Svona hlutir gerast í leikjum. Það er erfitt að útskýra fyrir fólki sem var ekki á vellinum en spennan og stemmningin á vellinum var að sjálfsögðu mikil. Þeir voru að spila upp á annað sætið og sæti í umspili. Það eru svona leikir sem strákarnir læra mest á og fá mesta reynsluna úr.“ „Ég ætla ekki að tjá mig um þessi tvö spjöld og hvort þau hafi verið gul eða ekki. Það sem skiptir mestu máli er að strákarnir þora að gera mistök og læra af þeim.“ Um fyrsta markið „Það er ómögulegt fyrir Elías Rafn (Ólafsson) að verja fyrsta markið. Þeir fá tvö færi í fyrri hálfleik og mark dæmt af vegna rangstöðu. Færin tvö sem þeir fá voru nákvæmlega þeir hlutir sem við vorum búnir að tala um og æfa fyrir leikinn.“ „Við náum ekki að koma í veg fyrir „overload“ á vinstri vængnum nægilega vel, það er hlaupið á bakvið Stefán Teit (Þórðarson) og svo þrumar hann (Ezgjan Alioski) boltanum úr mjög þröngu færi í stöngina og inn. Það hátt að það er nánast ómögulegt fyrir markmann að verja þetta,“ sagði Arnar Þór Viðarsson að endingu. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: N-Makedónía - Ísland 3-1 | Stimpluðu sig út í Skopje Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrir Norður-Makedóníu, 3-1, í síðasta leik sínum í undankeppni HM 2022. Birkir Bjarnason lék sinn 105. landsleik í Skopje í kvöld og sló þar með leikjamet íslenska landsliðsins. 14. nóvember 2021 19:00 Brynjar Ingi besti maður íslenska liðsins eins og áður á þessu ári Íslenska landsliðið náði ekki að fylgja eftir góðum leik sínum á móti Rúmenum og að hafa haldið marki sínu hreinu í tveimur leikjum í röð því íslensku strákarnir fengu á sig þrjú mörk í tapi í Skopje í kvöld. 14. nóvember 2021 19:30 Arnar Þór um Birki Má: „Hann er einstök manneskja“ Arnar Þór Viðarsson ræddi Birki Má Sævarsson á blaðamannafundi að loknum leik Íslands og Norður-Makedóníu í Skopje. Hægri bakvörðurinn hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. 14. nóvember 2021 20:30 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira
„Ég vil byrja á að óska ykkur til hamingju með annað sætið. Tilfinningar mínar eru alltaf þær sömu eftir tapleiki, ég er ekki glaður og það mun aldrei breytast,“ sagði Arnar Þór í upphafi aðspurður hvernig sér liði. „Fyrri hálfleikurinn var erfiður fyrir okkur, við fengum tvö til þrjú færi á okkur en ég taldi okkur vera loka þeim svæðum sem við vildum ágætlega. Við áttum þó erfitt með að halda í boltann. Síðari hálfleikur var mun betri og þegar 2-1 markið kom taldi ég leikinn vera hallast okkur í vil.“ „Við skoruðum gott mark og ef við hefðum haldið lengur út í stöðunni 1-1 hefði andstæðingurinn orðið stressaður. Eftir markið var staðan hins vegar erfið, sérstaklega eftir að við fengum rautt spjald,“ bætti hann við. Landsliðsþjálfarinn hristi svo bara höfuðið er hann var spurður hvort hann myndi fara til Rúmeníu að fá sér bjór. Varðandi riðilinn í heild „Við höfðum miklar væntingar. Við vildum keppa um annað sætið. Ég held samt að eftir allt sem hefur gengið á árið 2021 á Íslandi þá verðum við að viðurkenna að Norður-Makedónía var næstbesta lið riðilsins.“ „Maður sér að liðið var saman í 5-6 vikur vegna Evrópumótsins í sumar, það vinnur vel saman og er með góða leikmenn. Þeir hafa tekið sömu skref og við þurfum að taka í framtíðinni til að komast á þann stað sem Norður-Makedónía er á. Við munum reyna gera betur í næstu undankeppni.“ Um gulu spjöldin sem Ísak Bergmann fékk Ísak Bergmann í leiknum gegn Rúmeníu.EPA-EFE/Robert Ghement „Við skrifum það í reynslubankann að Ísak Bergmann (Jóhannesson) fái tvö gul spjöld og þar af leiðandi rautt. Við sögðum honum inn í klefa að hann á fullan rétt á að gera mistök eins og allir aðrir. Það eru þessi mistök sem munu gera þessa stráka að enn betri leikmönnum á næstu mánuðum og árum.“ „Svona hlutir gerast í leikjum. Það er erfitt að útskýra fyrir fólki sem var ekki á vellinum en spennan og stemmningin á vellinum var að sjálfsögðu mikil. Þeir voru að spila upp á annað sætið og sæti í umspili. Það eru svona leikir sem strákarnir læra mest á og fá mesta reynsluna úr.“ „Ég ætla ekki að tjá mig um þessi tvö spjöld og hvort þau hafi verið gul eða ekki. Það sem skiptir mestu máli er að strákarnir þora að gera mistök og læra af þeim.“ Um fyrsta markið „Það er ómögulegt fyrir Elías Rafn (Ólafsson) að verja fyrsta markið. Þeir fá tvö færi í fyrri hálfleik og mark dæmt af vegna rangstöðu. Færin tvö sem þeir fá voru nákvæmlega þeir hlutir sem við vorum búnir að tala um og æfa fyrir leikinn.“ „Við náum ekki að koma í veg fyrir „overload“ á vinstri vængnum nægilega vel, það er hlaupið á bakvið Stefán Teit (Þórðarson) og svo þrumar hann (Ezgjan Alioski) boltanum úr mjög þröngu færi í stöngina og inn. Það hátt að það er nánast ómögulegt fyrir markmann að verja þetta,“ sagði Arnar Þór Viðarsson að endingu.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: N-Makedónía - Ísland 3-1 | Stimpluðu sig út í Skopje Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrir Norður-Makedóníu, 3-1, í síðasta leik sínum í undankeppni HM 2022. Birkir Bjarnason lék sinn 105. landsleik í Skopje í kvöld og sló þar með leikjamet íslenska landsliðsins. 14. nóvember 2021 19:00 Brynjar Ingi besti maður íslenska liðsins eins og áður á þessu ári Íslenska landsliðið náði ekki að fylgja eftir góðum leik sínum á móti Rúmenum og að hafa haldið marki sínu hreinu í tveimur leikjum í röð því íslensku strákarnir fengu á sig þrjú mörk í tapi í Skopje í kvöld. 14. nóvember 2021 19:30 Arnar Þór um Birki Má: „Hann er einstök manneskja“ Arnar Þór Viðarsson ræddi Birki Má Sævarsson á blaðamannafundi að loknum leik Íslands og Norður-Makedóníu í Skopje. Hægri bakvörðurinn hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. 14. nóvember 2021 20:30 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira
Umfjöllun: N-Makedónía - Ísland 3-1 | Stimpluðu sig út í Skopje Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrir Norður-Makedóníu, 3-1, í síðasta leik sínum í undankeppni HM 2022. Birkir Bjarnason lék sinn 105. landsleik í Skopje í kvöld og sló þar með leikjamet íslenska landsliðsins. 14. nóvember 2021 19:00
Brynjar Ingi besti maður íslenska liðsins eins og áður á þessu ári Íslenska landsliðið náði ekki að fylgja eftir góðum leik sínum á móti Rúmenum og að hafa haldið marki sínu hreinu í tveimur leikjum í röð því íslensku strákarnir fengu á sig þrjú mörk í tapi í Skopje í kvöld. 14. nóvember 2021 19:30
Arnar Þór um Birki Má: „Hann er einstök manneskja“ Arnar Þór Viðarsson ræddi Birki Má Sævarsson á blaðamannafundi að loknum leik Íslands og Norður-Makedóníu í Skopje. Hægri bakvörðurinn hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. 14. nóvember 2021 20:30