Kostulegar spurningar á blaðamannafundi Íslands: „Ætlum að reyna eyðileggja veisluna ykkar“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2021 23:00 Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Hulda Margrét Ísland mætir Norður-Makedóníu í Skopje á morgun í lokaleik undankeppni HM 2022 sem fram fer í Katar. Blaðamannafundur Íslands sem fram fór fyrr í dag var áhugaverður fyrir margar sakir. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum í Skopje í gær. Fyrst spurðu heimamenn nokkurra spurninga áður en íslenskir blaðamenn fengu orðið. Það verður seint sagt að heimamenn séu vel að sér í málum íslenska liðsins og voru sumar spurningarnar í furðulegri kantinum. Mikilvægi leiksins á morgun Með sigri tryggir Norður-Makedónía sér 2. sæti J-riðils og þar með sæti í umspili fyrir HM á næsta ári. Rúmenía getur enn náð 2. sæti en til þess þarf Ísland að ná í allavega stig og Rúmenar að vinna sinn leik gegn Liechtenstein ytra. „Við erum mjög glaðir að vera hérna í þessu fallega landi. Við vitum að þetta er mjög mikilvægur leikur fyrir Norður-Makedóníu og við höfum verið mjög hrifnir af spilamennsku þeirra, sérstaklega eftir Evrópumótið í sumar. Þeir hafa haldið uppbyggingu sinni áfram sem og gæðum eftir mjög strembið mót í sumar. Við óskum ykkur alls hins besta en við verðum því miður að reyna að skemma veisluna ykkar á morgun,“ sagði Arnar Þór í upphafi blaðamannafundarins. „Ég er viss um að hópur af atvinnumönnum er alltaf gíraður upp í að ná sem bestum úrslitum í hverjum leik fyrir sig. Það að við getum ekki komist í umspilið hefur ekki áhrif á hvernig við mætum til leiks. Við erum að þróa nýtt lið og erum með ungan hóp, sjáum því þessa leiki sem mikilvægan þátt í þeirri þróun. Við verðum því vel stemmdir er leikurinn hefst,“ sagði Arnar Þór aðspurður hvernig það væri að gíra liðið með í raun ekkert undir nema stoltið. Þá var Arnar Þór spurður hvort hann myndi fá sér bjór frá Rúmeníu eða Norður-Makedóníu að leik loknum. „Ég er alltaf til í bjór eftir leik. Við gerum alltaf okkar besta, gerðum það í Rúmeníu og munum gera að á morgun en ég get drukkið bjór með hverjum sem er eftir leik,“ sagði landsliðsþjálfarinn og hló. Munurinn frá leik liðanna á Laugardalsvelli „Við erum að reyna að koma þessu nýja liði saman. Erum að reyna búa til lið eins og við áttum fyrir nokkrum árum – með mjög sterkan liðsanda. Til þess þarf að spila leiki saman. Leikmenn þurfa að spila saman með hvor öðrum í landsliðinu.“ „Ég tel að það verði ekki margir hlutir sem við munum gera öðruvísi en þegar við spiluðum við Norður-Makedóníu síðast. Við munum reyna að gera betur í öllu sem við erum að gera. Þetta verður 50/50 leikur alveg eins og á Íslandi. Ég tel Norður-Makedóníu með marga styrkleika sem lið en einnig nokkra veikleika sem við munum reyna nýta okkur til að ná góðum úrslitum.“ „Það fallega við fótbolta er að það getur allt gerst.“ Að lokum spurðu blaðamenn ytra hvort Ísland ætti möguleika á að komast í umspilið fyrir HM í gegnum Þjóðadeildina og hver staðan væri á Gylfa Þór Sigurðssyni þar sem hann hefði ekki verið að spila með landsliðinu í undanförnum leikjum. Landsliðsþjálfarinn benti pent á að Þjóðadeildin tengdist umspili fyrir EM en ekki HM og sagðist ekki ætla að ræða málefni leikmanna sem ekki væru í hópnum. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Birkir um leikjametið „Sjáum til hvað gerist, þarf að spila leikinn fyrst“ Spili Birkir Bjarnason leik Íslands og Norður-Makedóníu á morgun verður hann leikjahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hann og Rúnar Kristinsson deila metinu nú með 104 leiki hvor. 13. nóvember 2021 13:15 Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum í Skopje í gær. Fyrst spurðu heimamenn nokkurra spurninga áður en íslenskir blaðamenn fengu orðið. Það verður seint sagt að heimamenn séu vel að sér í málum íslenska liðsins og voru sumar spurningarnar í furðulegri kantinum. Mikilvægi leiksins á morgun Með sigri tryggir Norður-Makedónía sér 2. sæti J-riðils og þar með sæti í umspili fyrir HM á næsta ári. Rúmenía getur enn náð 2. sæti en til þess þarf Ísland að ná í allavega stig og Rúmenar að vinna sinn leik gegn Liechtenstein ytra. „Við erum mjög glaðir að vera hérna í þessu fallega landi. Við vitum að þetta er mjög mikilvægur leikur fyrir Norður-Makedóníu og við höfum verið mjög hrifnir af spilamennsku þeirra, sérstaklega eftir Evrópumótið í sumar. Þeir hafa haldið uppbyggingu sinni áfram sem og gæðum eftir mjög strembið mót í sumar. Við óskum ykkur alls hins besta en við verðum því miður að reyna að skemma veisluna ykkar á morgun,“ sagði Arnar Þór í upphafi blaðamannafundarins. „Ég er viss um að hópur af atvinnumönnum er alltaf gíraður upp í að ná sem bestum úrslitum í hverjum leik fyrir sig. Það að við getum ekki komist í umspilið hefur ekki áhrif á hvernig við mætum til leiks. Við erum að þróa nýtt lið og erum með ungan hóp, sjáum því þessa leiki sem mikilvægan þátt í þeirri þróun. Við verðum því vel stemmdir er leikurinn hefst,“ sagði Arnar Þór aðspurður hvernig það væri að gíra liðið með í raun ekkert undir nema stoltið. Þá var Arnar Þór spurður hvort hann myndi fá sér bjór frá Rúmeníu eða Norður-Makedóníu að leik loknum. „Ég er alltaf til í bjór eftir leik. Við gerum alltaf okkar besta, gerðum það í Rúmeníu og munum gera að á morgun en ég get drukkið bjór með hverjum sem er eftir leik,“ sagði landsliðsþjálfarinn og hló. Munurinn frá leik liðanna á Laugardalsvelli „Við erum að reyna að koma þessu nýja liði saman. Erum að reyna búa til lið eins og við áttum fyrir nokkrum árum – með mjög sterkan liðsanda. Til þess þarf að spila leiki saman. Leikmenn þurfa að spila saman með hvor öðrum í landsliðinu.“ „Ég tel að það verði ekki margir hlutir sem við munum gera öðruvísi en þegar við spiluðum við Norður-Makedóníu síðast. Við munum reyna að gera betur í öllu sem við erum að gera. Þetta verður 50/50 leikur alveg eins og á Íslandi. Ég tel Norður-Makedóníu með marga styrkleika sem lið en einnig nokkra veikleika sem við munum reyna nýta okkur til að ná góðum úrslitum.“ „Það fallega við fótbolta er að það getur allt gerst.“ Að lokum spurðu blaðamenn ytra hvort Ísland ætti möguleika á að komast í umspilið fyrir HM í gegnum Þjóðadeildina og hver staðan væri á Gylfa Þór Sigurðssyni þar sem hann hefði ekki verið að spila með landsliðinu í undanförnum leikjum. Landsliðsþjálfarinn benti pent á að Þjóðadeildin tengdist umspili fyrir EM en ekki HM og sagðist ekki ætla að ræða málefni leikmanna sem ekki væru í hópnum.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Birkir um leikjametið „Sjáum til hvað gerist, þarf að spila leikinn fyrst“ Spili Birkir Bjarnason leik Íslands og Norður-Makedóníu á morgun verður hann leikjahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hann og Rúnar Kristinsson deila metinu nú með 104 leiki hvor. 13. nóvember 2021 13:15 Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Sjá meira
Birkir um leikjametið „Sjáum til hvað gerist, þarf að spila leikinn fyrst“ Spili Birkir Bjarnason leik Íslands og Norður-Makedóníu á morgun verður hann leikjahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hann og Rúnar Kristinsson deila metinu nú með 104 leiki hvor. 13. nóvember 2021 13:15