Arnar Þór fyrir leikinn gegn Norður-Makedóníu: Viljum enda þetta á mjög góðum nótum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2021 12:31 Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Vísir/Vilhelm Ísland mætir Norður-Makedóníu ytra í lokaleik undankeppni HM 2022 í knattspyrnu á morgun. Arnar Þór Viðarsson og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Skopje í dag. Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór segir hópinn ákveðinn í því að enda undankeppnina vel eftir allt sem hefur gengið á undanfarnar vikur og mánuði. „Það er eitthvað sem við höfum talað um, bæði í gær og í morgun. Við viljum enda þetta á mjög góðum nótum. Við förum inn í þennan leik, líkt og við gerðum gegn Rúmeníu og alla aðra leiki, til að vinna.“ „Við vorum ánægðir með stig í síðasta leik en það jákvæðasta við tilfinninguna eftir leik var að það var ákveðið svekkelsi í leikmannahópnum að hafa ekki náð í öll þrjú stigin. Það er í rauninni merki um að leikmönnum liðsins líður vel og þeir eru að taka þessi skref fram á við sem við höfum verið að tala um undanfarna mánuði.“ Staðan í riðli Íslands og leikirnir í lokaumferðinni. „Við erum að koma úr erfiðum skafli og það er rosalega gott fyrir alla að þetta hafi verið jákvæður leikur, jákvæð frammistaða og jákvæð úrslit í Rúmeníu. Við vorum í leikinn á morgun til að gera nákvæmlega það sama.“ „Ég er búinn að segja þetta oft, þetta eru mörg skref sem við þurfum að taka. Nokkur skref áfram og eitt aftur á bak, við vitum af því. Það er mikilvægt að við höldum áfram að vinna þessa grunnvinnu vel.“ „Að sjálfsögðu myndum við vilja skora nokkur mörk og vonandi bætum við því við leik okkar á morgun. Þar á móti kemur að við gerum okkur grein fyrir því að það er ekki hægt að hoppa yfir nein skref. Við gerum þetta skref fyrir skref og gerum okkur grein fyrir að andstæðingurinn er öflugur og er að spila mjög mikilvægan leik,“ sagði Arnar Þór að endingu en Norður-Makedónía getur með sigri tryggt sér 2. sætið í riðlinum og þar með sæti í umspili um sæti á HM í Katar 2022. Leikur Norður-Makedóníu og Íslands hefst klukkan 17.00 á morgun, sunnudag, og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Szczesny ekki hættur enn Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór segir hópinn ákveðinn í því að enda undankeppnina vel eftir allt sem hefur gengið á undanfarnar vikur og mánuði. „Það er eitthvað sem við höfum talað um, bæði í gær og í morgun. Við viljum enda þetta á mjög góðum nótum. Við förum inn í þennan leik, líkt og við gerðum gegn Rúmeníu og alla aðra leiki, til að vinna.“ „Við vorum ánægðir með stig í síðasta leik en það jákvæðasta við tilfinninguna eftir leik var að það var ákveðið svekkelsi í leikmannahópnum að hafa ekki náð í öll þrjú stigin. Það er í rauninni merki um að leikmönnum liðsins líður vel og þeir eru að taka þessi skref fram á við sem við höfum verið að tala um undanfarna mánuði.“ Staðan í riðli Íslands og leikirnir í lokaumferðinni. „Við erum að koma úr erfiðum skafli og það er rosalega gott fyrir alla að þetta hafi verið jákvæður leikur, jákvæð frammistaða og jákvæð úrslit í Rúmeníu. Við vorum í leikinn á morgun til að gera nákvæmlega það sama.“ „Ég er búinn að segja þetta oft, þetta eru mörg skref sem við þurfum að taka. Nokkur skref áfram og eitt aftur á bak, við vitum af því. Það er mikilvægt að við höldum áfram að vinna þessa grunnvinnu vel.“ „Að sjálfsögðu myndum við vilja skora nokkur mörk og vonandi bætum við því við leik okkar á morgun. Þar á móti kemur að við gerum okkur grein fyrir því að það er ekki hægt að hoppa yfir nein skref. Við gerum þetta skref fyrir skref og gerum okkur grein fyrir að andstæðingurinn er öflugur og er að spila mjög mikilvægan leik,“ sagði Arnar Þór að endingu en Norður-Makedónía getur með sigri tryggt sér 2. sætið í riðlinum og þar með sæti í umspili um sæti á HM í Katar 2022. Leikur Norður-Makedóníu og Íslands hefst klukkan 17.00 á morgun, sunnudag, og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Szczesny ekki hættur enn Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Sjá meira