Birkir um leikjametið „Sjáum til hvað gerist, þarf að spila leikinn fyrst“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2021 13:15 Birkir Bjarnason hefur leikið 104 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Engnn hefur leikið fleiri. Vísir/Vilhelm Spili Birkir Bjarnason leik Íslands og Norður-Makedóníu á morgun verður hann leikjahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hann og Rúnar Kristinsson deila metinu nú með 104 leiki hvor. Birkir sat fyrir svörum ásamt landsliðsþjálfaranum Arnari Þór Viðarssyni fyrir leik Íslands og N-Makedóníu í Skopje á morgun. Hann var spurður hvort hann væri mikið að velta þessu fyrir sér. „Nei alls ekki. Við sem lið erum náttúrulega aðallega einbeittir í að halda þessari þróun áfram sem er búin að vera í gangi í síðustu landsliðsverkefnum. Við leikmennirnir höfum verið að finna fyrir því að við erum á réttri leið. Við þurfum hins vegar að fara breyta þessum frammistöðum í sigra.“ „Þetta leikjamet er því ekki eitthvað sem ég hef pælt mikið í. Við sjáum bara til hvað gerist, ég þarf að spila leikinn fyrst.“ Birkir var einnig spurður út í stöðu Íslands í riðlinum og hver markmið liðsins hefðu verið áður en undankeppnin hófst. „Markmiðið okkar var að ná öðru sæti riðilsins og komast þannig í umspilið. Við höfum hins vegar fengið marga nýja leikmenn inn og erum að reyna byggja upp nýtt lið, það mun taka tíma. Við erum samt sem áður ekki ánægðir með úrslitin okkar til þessa í riðlinum né stöðuna sem við erum í.“ „Við erum mjög spenntir í að gera betur og sýna okkar rétta andlit. Okkur lakkar mjög til leiksins á morgun og erum vel stemmdir í að ná í þrjú stig,“ sagði þessi reynslumikli miðjumaður að endingu. Fótbolti HM 2022 í Katar Tímamót Tengdar fréttir Arnar Þór fyrir leikinn gegn Norður-Makedóníu: Viljum enda þetta á mjög góðum nótum Ísland mætir Norður-Makedóníu ytra í lokaleik undankeppni HM 2022 í knattspyrnu á morgun. Arnar Þór Viðarsson og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Skopje í dag. 13. nóvember 2021 12:31 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Birkir sat fyrir svörum ásamt landsliðsþjálfaranum Arnari Þór Viðarssyni fyrir leik Íslands og N-Makedóníu í Skopje á morgun. Hann var spurður hvort hann væri mikið að velta þessu fyrir sér. „Nei alls ekki. Við sem lið erum náttúrulega aðallega einbeittir í að halda þessari þróun áfram sem er búin að vera í gangi í síðustu landsliðsverkefnum. Við leikmennirnir höfum verið að finna fyrir því að við erum á réttri leið. Við þurfum hins vegar að fara breyta þessum frammistöðum í sigra.“ „Þetta leikjamet er því ekki eitthvað sem ég hef pælt mikið í. Við sjáum bara til hvað gerist, ég þarf að spila leikinn fyrst.“ Birkir var einnig spurður út í stöðu Íslands í riðlinum og hver markmið liðsins hefðu verið áður en undankeppnin hófst. „Markmiðið okkar var að ná öðru sæti riðilsins og komast þannig í umspilið. Við höfum hins vegar fengið marga nýja leikmenn inn og erum að reyna byggja upp nýtt lið, það mun taka tíma. Við erum samt sem áður ekki ánægðir með úrslitin okkar til þessa í riðlinum né stöðuna sem við erum í.“ „Við erum mjög spenntir í að gera betur og sýna okkar rétta andlit. Okkur lakkar mjög til leiksins á morgun og erum vel stemmdir í að ná í þrjú stig,“ sagði þessi reynslumikli miðjumaður að endingu.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tímamót Tengdar fréttir Arnar Þór fyrir leikinn gegn Norður-Makedóníu: Viljum enda þetta á mjög góðum nótum Ísland mætir Norður-Makedóníu ytra í lokaleik undankeppni HM 2022 í knattspyrnu á morgun. Arnar Þór Viðarsson og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Skopje í dag. 13. nóvember 2021 12:31 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Arnar Þór fyrir leikinn gegn Norður-Makedóníu: Viljum enda þetta á mjög góðum nótum Ísland mætir Norður-Makedóníu ytra í lokaleik undankeppni HM 2022 í knattspyrnu á morgun. Arnar Þór Viðarsson og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Skopje í dag. 13. nóvember 2021 12:31