Blendin viðbrögð við aðgerðum: Farsóttanefnd ánægð en veitingamenn á öðru máli Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Árni Sæberg skrifa 12. nóvember 2021 21:55 Hildur Helgadóttir er verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítalans en Hrefna Sverrisdóttir er formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Þær eru ekki sammála um ágæti aðgerða. Stöð 2 Farsóttanefnd Landspítalans lýsir yfir ánægju með aðgerðir dagsins. Það sé mjög líklegt að þær leiði til þess að hægt verði að ná tökum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. Viðburðahaldarar segjast verða fyrir tjóni en geta þó haldið jólatónleika. Fjórða daginn í röð greindist mikill fjöldi með Covid-19 í gær eða 176, ríflega helmingur var utan sóttkvíar. Nú eru 23 á sjúkrahúsi 4 á gjörgæslu og einn í öndunarvél. „Geðþjónustudeild og heila-tauga-og bæklunarskurðdeild spítalans eru lokaðar vegna smits hjá sjúklingum. Þá kom upp smit í skrifstofuhúsnæði Landspítalans í Skaftahlíð í gær þar sem yfirstjórnin starfar. Smitrakning stendur yfir,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítalans, en hún er ánægð með þær sóttvarnaraðgerðir sem kynntar voru í dag. „Okkur líst mjög vel á þessar aðgerðir og teljum mjög líklegt að með þeim náum við tökum á bylgjunni sem er það sem er bráðnauðsynlegt að gera,“ segi hún. Hún segir álag á spítalanum ekki eingöngu vegna fjölgunar sjúklinga með Covid. „Göngudeildin fjöldinn þar og vinnan í kringum þann hóp. Smitrakningin innanhúss og fjöldi starfsmanna í einangrun og sóttkví er það sem veldur okkur hvað mestum búsifjum þessa dagana,“ segir Hildur. Aðgerðirnar hlutu mun blendnari viðtökur hjá viðburðahöldurum „Þetta er enn einn hræðilegur dagurinn. Þar sem við erum að reyna að skilja reglurnar,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri viðburðasviðs Senu. Hann er þó ánægður með að ekki hafi verið gengið enn lengra í sóttvarnaraðgerðum. „Það er alveg greinilegt að það er búið að hlusta á okkur. Þau hafa okkur í huga, það er hent til okkar líflínu. Það að fá líflínu þar sem það má vera með 500 manna afmörkuð svæði gegn því að allir fari í hraðpróf. Þetta þýðir að við getum haldið jólatónleika,“ segir Ísleifur. Hins vegar er líklegt að stórtónleikum þekktasta tenórs heimsins, Andrea Bocelli, verði frestað. „Þetta er alvöru tjón því við erum búinn að fara út í svo mikinn kostnað,“ segir Ísleifur. Þungt hljóð í veitingamönnum Hrefna Sverrisdóttir, formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, segir veitingamenn hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með tíðindi dagsins. „Sérstaklega á þessum tímapunkti þar sem við erum öll að detta inn í jólavertíðina sem er stærsti mánuður ársins hjá veitingamönnum,“ segir hún. Þá telur hún að með aðgerðunum sé verið að aðlaga samfélagið að bágri stöðu Landspítalans. „Að stjórnvöld séu ekki í stakk búin að binda þannig um hnútana að við getum tekið á við þessa veiru með öðrum hætti en að setja kvaðir á atvinnulífið,“ Fyrirtæki í veitingageiranum séu rúmlega eitt þúsund og starfsmenn um tíu þúsund. Því hafi aðgerðirnar áhrif á stóran hóp fólks. Hún segir fólk í geiranum vera kvíðið og að það standi frammi fyrir mjög miklum rekstrarlegum áskorunum. „Endurskipulagning, hólfaskipting, taka niður símanúmer og annað eins. Þannig þetta hefur gríðarleg áhrif á allt, bæði reksturinn og starfsemina sjálfa en ekki síður starfsfólkið,“ segir Hrefna. Að lokum segir Hrefna að haldist sóttvarnaraðgerðir í núverandi mynd munu allir þurfa að breyta áætlunum sínum á aðventunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Veitingastaðir Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Fjórða daginn í röð greindist mikill fjöldi með Covid-19 í gær eða 176, ríflega helmingur var utan sóttkvíar. Nú eru 23 á sjúkrahúsi 4 á gjörgæslu og einn í öndunarvél. „Geðþjónustudeild og heila-tauga-og bæklunarskurðdeild spítalans eru lokaðar vegna smits hjá sjúklingum. Þá kom upp smit í skrifstofuhúsnæði Landspítalans í Skaftahlíð í gær þar sem yfirstjórnin starfar. Smitrakning stendur yfir,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítalans, en hún er ánægð með þær sóttvarnaraðgerðir sem kynntar voru í dag. „Okkur líst mjög vel á þessar aðgerðir og teljum mjög líklegt að með þeim náum við tökum á bylgjunni sem er það sem er bráðnauðsynlegt að gera,“ segi hún. Hún segir álag á spítalanum ekki eingöngu vegna fjölgunar sjúklinga með Covid. „Göngudeildin fjöldinn þar og vinnan í kringum þann hóp. Smitrakningin innanhúss og fjöldi starfsmanna í einangrun og sóttkví er það sem veldur okkur hvað mestum búsifjum þessa dagana,“ segir Hildur. Aðgerðirnar hlutu mun blendnari viðtökur hjá viðburðahöldurum „Þetta er enn einn hræðilegur dagurinn. Þar sem við erum að reyna að skilja reglurnar,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri viðburðasviðs Senu. Hann er þó ánægður með að ekki hafi verið gengið enn lengra í sóttvarnaraðgerðum. „Það er alveg greinilegt að það er búið að hlusta á okkur. Þau hafa okkur í huga, það er hent til okkar líflínu. Það að fá líflínu þar sem það má vera með 500 manna afmörkuð svæði gegn því að allir fari í hraðpróf. Þetta þýðir að við getum haldið jólatónleika,“ segir Ísleifur. Hins vegar er líklegt að stórtónleikum þekktasta tenórs heimsins, Andrea Bocelli, verði frestað. „Þetta er alvöru tjón því við erum búinn að fara út í svo mikinn kostnað,“ segir Ísleifur. Þungt hljóð í veitingamönnum Hrefna Sverrisdóttir, formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, segir veitingamenn hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með tíðindi dagsins. „Sérstaklega á þessum tímapunkti þar sem við erum öll að detta inn í jólavertíðina sem er stærsti mánuður ársins hjá veitingamönnum,“ segir hún. Þá telur hún að með aðgerðunum sé verið að aðlaga samfélagið að bágri stöðu Landspítalans. „Að stjórnvöld séu ekki í stakk búin að binda þannig um hnútana að við getum tekið á við þessa veiru með öðrum hætti en að setja kvaðir á atvinnulífið,“ Fyrirtæki í veitingageiranum séu rúmlega eitt þúsund og starfsmenn um tíu þúsund. Því hafi aðgerðirnar áhrif á stóran hóp fólks. Hún segir fólk í geiranum vera kvíðið og að það standi frammi fyrir mjög miklum rekstrarlegum áskorunum. „Endurskipulagning, hólfaskipting, taka niður símanúmer og annað eins. Þannig þetta hefur gríðarleg áhrif á allt, bæði reksturinn og starfsemina sjálfa en ekki síður starfsfólkið,“ segir Hrefna. Að lokum segir Hrefna að haldist sóttvarnaraðgerðir í núverandi mynd munu allir þurfa að breyta áætlunum sínum á aðventunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Veitingastaðir Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent