Arna Sif lék fimmtán leiki með Þór/KA í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili. Hún hefur alls leikið 227 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað fjörutíu mörk. Arna Sif varð Íslandsmeistari með Þór/KA 2012 og var þá fyrirliði liðsins.
Auk þess að spila með Þór/KA og Val hefur Arna Sif, sem er 29 ára, leikið með Kopparbergs/Gautaborg í Svíþjóð, Verona á Ítalíu og Glasgow City í Skotlandi. Hún varð skoskur meistari með síðastnefnda liðinu.
Hjá Val hittir Arna Sif fyrir tvo aðra fyrrverandi leikmenn Þórs/KA, Önnu Rakel Pétursdóttur og Lillý Rut Hlynsdóttur.
Auk Örnu Sifjar hefur Valur fengið þær Bryndísi Örnu Níelsdóttur og Þórdísi Elvu Ágústsdóttur til sín í haust.