Eftirlýstur eftir að hafa birt myndbönd af pyntingum í rússneskum fangelsum Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2021 23:54 Getty/Filipp Kochetkov Stofnandi rússneskra mannréttindasamtaka sem vakta og opinbera ofbeldi í rússneskum fangelsum, er eftirlýstur í Rússlandi. Vladimir Osechkin og samtök hans Gulagu.net birtu nýverið myndbönd sem sýndu pyntingar á föngum í rússneskum fangelsum. Reuters fréttaveitan segir Osechkin vera eftirlýstan samkvæmt upplýsingum á vef innanríkisráðuneytis Rússlands. Ekki sé þó vitað fyrir hvað hann sé eftirlýstur og hefur fyrirspurnum fréttaveitunnar ekki verið svarað. „Enn einu sinni sýna þeir heiminum að þeir misnota völd þeirra og yfirráð,“ skrifaði Osechkin á Facebook um yfirvöld í Rússlandi. Hann segir þetta í annað sinn sem hann sé eftirlýstur í Rússlandi en Osechkin flutti til Frakklands árið 2015. Tveir dagar eru síðan Gulagu birti ný myndbönd sem tekin voru í fangelsi í Saratov-héraði. Þau sýndu samkvæmt frétt Moscow Times grimmilegar pyntingar og nauðganir fanga. Sjá einnig: Rússneskur ritstjóri sem flúði land eftirlýstur Osechkin segist engu hafa stolið og að Gulagu hafi starfað innan laga Rússlands til að varpa ljósi á spillingu og pyntingar. Gulagu hafði fyrir þessa viku áður birt nokkur myndbönd úr fangelsum í Rússlandi þar sem verið var að pynta og nauðga föngum. Búið er að reka minnst átján starfsmenn og opna fimm sakamálrannsóknir vegna pyntinga og nauðgana í fangelsinu í Saratov-héraði.Getty/Filipp Kochetkov Myndefnið fengu samtökin frá Sergei Saveley, fyrrverandi fanga, sem smyglaði því úr fangelsi, samkvæmt frétt Moscow Times. Hann er forritari og á meðan hann sat inni starfaði hann við við viðhald á tölvukerfi fangelsisins sem hann afplánaði í. Hann var fyrst ákærður vegna lekans en sú ákæra hefur verið látin niður falla. Búið er að opna fimm sakamál í tengslum við Saratov-fangelsið og reka minnst átján starfsmenn, í kjölfar birtingar Gulagu. Rússland Mannréttindi Tengdar fréttir Sakar „höfuðpaur í Moskvu“ um að standa að baki flóttamannakrísunni Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur sakað Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að vera á bak við flóttamannakrísuna sem hefur myndast á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. 9. nóvember 2021 23:15 Rómantískir Rússar minnast byltingarinnar á Rauða torginu Rússneskir kommúnistar fylktu liði á Rauða torginu í Moskvu í dag til að minnast þess að 104 ár eru liðin frá októberbyltignunni svo kölluðu árið 1917. 7. nóvember 2021 21:23 „Njósnari“ fannst dáinn við sendiráð Rússlands í Berlín Rússneskur erindreki fannst látinn fyrir utan sendiráð Rússlands í síðasta mánuði. Maðurinn er sagður hafa fallið út um glugga í sendiráðinu áður en hann fannst að morgni 19. október. 5. nóvember 2021 18:01 Navalní fær stöðu hryðjuverkamanns Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi hafa nú skilgreint Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, sem öfga- og hryðjuverkamann. Dómstóll úrskurðaði samtök Navalní ólögleg öfgasamtök fyrr á þessu ári. 11. október 2021 11:22 Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58 Rússar heita hefndum gegn YouTube og þýskum fjölmiðlum Utanríkisráðuneyti Rússlands ætlar að leita leiða til að koma höggi á bandaríska fyrirtækið YouTube og þýska fjölmiðla. Það er eftir að YouTube lokaði þýskum YouTube-rásum rússneska ríkismiðilsins RT. 29. september 2021 11:29 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Sjá meira
Reuters fréttaveitan segir Osechkin vera eftirlýstan samkvæmt upplýsingum á vef innanríkisráðuneytis Rússlands. Ekki sé þó vitað fyrir hvað hann sé eftirlýstur og hefur fyrirspurnum fréttaveitunnar ekki verið svarað. „Enn einu sinni sýna þeir heiminum að þeir misnota völd þeirra og yfirráð,“ skrifaði Osechkin á Facebook um yfirvöld í Rússlandi. Hann segir þetta í annað sinn sem hann sé eftirlýstur í Rússlandi en Osechkin flutti til Frakklands árið 2015. Tveir dagar eru síðan Gulagu birti ný myndbönd sem tekin voru í fangelsi í Saratov-héraði. Þau sýndu samkvæmt frétt Moscow Times grimmilegar pyntingar og nauðganir fanga. Sjá einnig: Rússneskur ritstjóri sem flúði land eftirlýstur Osechkin segist engu hafa stolið og að Gulagu hafi starfað innan laga Rússlands til að varpa ljósi á spillingu og pyntingar. Gulagu hafði fyrir þessa viku áður birt nokkur myndbönd úr fangelsum í Rússlandi þar sem verið var að pynta og nauðga föngum. Búið er að reka minnst átján starfsmenn og opna fimm sakamálrannsóknir vegna pyntinga og nauðgana í fangelsinu í Saratov-héraði.Getty/Filipp Kochetkov Myndefnið fengu samtökin frá Sergei Saveley, fyrrverandi fanga, sem smyglaði því úr fangelsi, samkvæmt frétt Moscow Times. Hann er forritari og á meðan hann sat inni starfaði hann við við viðhald á tölvukerfi fangelsisins sem hann afplánaði í. Hann var fyrst ákærður vegna lekans en sú ákæra hefur verið látin niður falla. Búið er að opna fimm sakamál í tengslum við Saratov-fangelsið og reka minnst átján starfsmenn, í kjölfar birtingar Gulagu.
Rússland Mannréttindi Tengdar fréttir Sakar „höfuðpaur í Moskvu“ um að standa að baki flóttamannakrísunni Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur sakað Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að vera á bak við flóttamannakrísuna sem hefur myndast á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. 9. nóvember 2021 23:15 Rómantískir Rússar minnast byltingarinnar á Rauða torginu Rússneskir kommúnistar fylktu liði á Rauða torginu í Moskvu í dag til að minnast þess að 104 ár eru liðin frá októberbyltignunni svo kölluðu árið 1917. 7. nóvember 2021 21:23 „Njósnari“ fannst dáinn við sendiráð Rússlands í Berlín Rússneskur erindreki fannst látinn fyrir utan sendiráð Rússlands í síðasta mánuði. Maðurinn er sagður hafa fallið út um glugga í sendiráðinu áður en hann fannst að morgni 19. október. 5. nóvember 2021 18:01 Navalní fær stöðu hryðjuverkamanns Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi hafa nú skilgreint Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, sem öfga- og hryðjuverkamann. Dómstóll úrskurðaði samtök Navalní ólögleg öfgasamtök fyrr á þessu ári. 11. október 2021 11:22 Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58 Rússar heita hefndum gegn YouTube og þýskum fjölmiðlum Utanríkisráðuneyti Rússlands ætlar að leita leiða til að koma höggi á bandaríska fyrirtækið YouTube og þýska fjölmiðla. Það er eftir að YouTube lokaði þýskum YouTube-rásum rússneska ríkismiðilsins RT. 29. september 2021 11:29 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Sjá meira
Sakar „höfuðpaur í Moskvu“ um að standa að baki flóttamannakrísunni Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur sakað Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að vera á bak við flóttamannakrísuna sem hefur myndast á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. 9. nóvember 2021 23:15
Rómantískir Rússar minnast byltingarinnar á Rauða torginu Rússneskir kommúnistar fylktu liði á Rauða torginu í Moskvu í dag til að minnast þess að 104 ár eru liðin frá októberbyltignunni svo kölluðu árið 1917. 7. nóvember 2021 21:23
„Njósnari“ fannst dáinn við sendiráð Rússlands í Berlín Rússneskur erindreki fannst látinn fyrir utan sendiráð Rússlands í síðasta mánuði. Maðurinn er sagður hafa fallið út um glugga í sendiráðinu áður en hann fannst að morgni 19. október. 5. nóvember 2021 18:01
Navalní fær stöðu hryðjuverkamanns Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi hafa nú skilgreint Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, sem öfga- og hryðjuverkamann. Dómstóll úrskurðaði samtök Navalní ólögleg öfgasamtök fyrr á þessu ári. 11. október 2021 11:22
Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58
Rússar heita hefndum gegn YouTube og þýskum fjölmiðlum Utanríkisráðuneyti Rússlands ætlar að leita leiða til að koma höggi á bandaríska fyrirtækið YouTube og þýska fjölmiðla. Það er eftir að YouTube lokaði þýskum YouTube-rásum rússneska ríkismiðilsins RT. 29. september 2021 11:29
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“