„Þetta er skjálftabeltið sem er þarna að verki“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. nóvember 2021 20:05 Dr. Páll Einarsson, jarðvísindamaður. Vísir/Vilhelm Dr. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, segir að það fari ekki á milli mála að jarðskjálftinn sem reið yfir Suðurlandið í dag hafi verið Suðurlandsskjálfti, en ekki tengdur Heklu. Þetta sagði Páll í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann fór yfir stöðuna varðandi skjálftann sem reið yfir Suðurlandi í dag. Hann var 5,2 að stærð og voru upptök hans ekki langt frá Heklu. Því beindust margra augu að því hvort að Hekla væri farin að láta á sér kræla. „Þetta er svolítið vandræðalegur staður, það er víst alveg rétt. Þarna mætast tvö virk belti. Annars vegar er eldgosabelti fyrir austan. Hins vegar er það skjálftabeltið úr vestri. Þau stingast þarna saman þannig að þegar kemur skjálfti á þessu svæði þá er maður ekki alveg viss til að byrja með. Er þetta Suðurlandsskjálftabeltið sem er að láta til sín taka eða er þetta eldstöðin fyrir austan að láta til sín heyra?“ sagði Páll. Sagði hann að í þetta sinn færi það ekkert á milli mála. „Þetta er skjálftabeltið sem er þarna að verki. Þetta er beint suður af Heklu þannig að mönnum dettur óneitanlega Hekla í hug, það er óhjákvæmilegt þegar maður er nálægt Heklu. En það er margt sem bendir til þess að það séu ekki tengsl þar á milli,“ sagði Páll. Sagði hann að ef Hekla væri að fara gjósa væri óvenjulegt ef svo stjór skjálfti væri undanfari þess. „Byrjanir á Heklugosum eru yfirleitt mjög lítið áberandi á skjáltamælum. Skjálftarnir eru yfirleitt frekar litlir, þeir byrja þétt. Það sem er hins vegar erfitt er það að aðdragandinn að Heklugosum er mjög stuttur. Um leið og það byrja að koma skjálftar í Heklu sjálfri þurfa menn að athuga sinn gang því að það líður kannski ekki nema korter eða hálftími þangað til að gos kemur upp úr Heklu,“ sagði Páll. Enginn gosórói hafi mælst. „Það er ekkert slíkt, enda er þessi skjálfti átta kílómetrum fyrir sunnan Heklu þannig að hann er ekkert í Heklu sjálfri.“ Eldgos og jarðhræringar Vísindi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Hvorki tjón né slys á fólki vegna skjálftans tilkynnt til lögreglu Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir jarðskjálftann, sem reið yfir á öðrum tímanum eftir hádegi í dag og var af stærðinni 5,2, hafa fundist vel á Selfossi og víðar. Ekki hafi borist tilkynningar um tjón eða slys til lögreglu. 11. nóvember 2021 17:02 Ekki grunur um að gos sé í vændum en Hekla undir smásjá Ekki er talin hætta á að Hekla muni gjósa eftir að jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir Suðurlandið í dag. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa lokið fundi sínum um skjálftann og telja hann ekki tengjast Heklu beint. 11. nóvember 2021 16:20 Skjálfti af stærð 5,2 fannst vel víða á Suðvesturhorninu Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir klukkan 13:21 og fannst hann vel á nær öllu suðvesturhorni landsins. Fyrstu mælingar Veðurstofu sýna að hann hafi verið af stærðinni 4,8 en sú tala hefur nú verið uppfærð. Skjálftinn átti upptök sín um 1,9 km Suðvestur af Vatnafjöllum. 11. nóvember 2021 13:29 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Þetta sagði Páll í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann fór yfir stöðuna varðandi skjálftann sem reið yfir Suðurlandi í dag. Hann var 5,2 að stærð og voru upptök hans ekki langt frá Heklu. Því beindust margra augu að því hvort að Hekla væri farin að láta á sér kræla. „Þetta er svolítið vandræðalegur staður, það er víst alveg rétt. Þarna mætast tvö virk belti. Annars vegar er eldgosabelti fyrir austan. Hins vegar er það skjálftabeltið úr vestri. Þau stingast þarna saman þannig að þegar kemur skjálfti á þessu svæði þá er maður ekki alveg viss til að byrja með. Er þetta Suðurlandsskjálftabeltið sem er að láta til sín taka eða er þetta eldstöðin fyrir austan að láta til sín heyra?“ sagði Páll. Sagði hann að í þetta sinn færi það ekkert á milli mála. „Þetta er skjálftabeltið sem er þarna að verki. Þetta er beint suður af Heklu þannig að mönnum dettur óneitanlega Hekla í hug, það er óhjákvæmilegt þegar maður er nálægt Heklu. En það er margt sem bendir til þess að það séu ekki tengsl þar á milli,“ sagði Páll. Sagði hann að ef Hekla væri að fara gjósa væri óvenjulegt ef svo stjór skjálfti væri undanfari þess. „Byrjanir á Heklugosum eru yfirleitt mjög lítið áberandi á skjáltamælum. Skjálftarnir eru yfirleitt frekar litlir, þeir byrja þétt. Það sem er hins vegar erfitt er það að aðdragandinn að Heklugosum er mjög stuttur. Um leið og það byrja að koma skjálftar í Heklu sjálfri þurfa menn að athuga sinn gang því að það líður kannski ekki nema korter eða hálftími þangað til að gos kemur upp úr Heklu,“ sagði Páll. Enginn gosórói hafi mælst. „Það er ekkert slíkt, enda er þessi skjálfti átta kílómetrum fyrir sunnan Heklu þannig að hann er ekkert í Heklu sjálfri.“
Eldgos og jarðhræringar Vísindi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Hvorki tjón né slys á fólki vegna skjálftans tilkynnt til lögreglu Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir jarðskjálftann, sem reið yfir á öðrum tímanum eftir hádegi í dag og var af stærðinni 5,2, hafa fundist vel á Selfossi og víðar. Ekki hafi borist tilkynningar um tjón eða slys til lögreglu. 11. nóvember 2021 17:02 Ekki grunur um að gos sé í vændum en Hekla undir smásjá Ekki er talin hætta á að Hekla muni gjósa eftir að jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir Suðurlandið í dag. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa lokið fundi sínum um skjálftann og telja hann ekki tengjast Heklu beint. 11. nóvember 2021 16:20 Skjálfti af stærð 5,2 fannst vel víða á Suðvesturhorninu Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir klukkan 13:21 og fannst hann vel á nær öllu suðvesturhorni landsins. Fyrstu mælingar Veðurstofu sýna að hann hafi verið af stærðinni 4,8 en sú tala hefur nú verið uppfærð. Skjálftinn átti upptök sín um 1,9 km Suðvestur af Vatnafjöllum. 11. nóvember 2021 13:29 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Hvorki tjón né slys á fólki vegna skjálftans tilkynnt til lögreglu Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir jarðskjálftann, sem reið yfir á öðrum tímanum eftir hádegi í dag og var af stærðinni 5,2, hafa fundist vel á Selfossi og víðar. Ekki hafi borist tilkynningar um tjón eða slys til lögreglu. 11. nóvember 2021 17:02
Ekki grunur um að gos sé í vændum en Hekla undir smásjá Ekki er talin hætta á að Hekla muni gjósa eftir að jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir Suðurlandið í dag. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa lokið fundi sínum um skjálftann og telja hann ekki tengjast Heklu beint. 11. nóvember 2021 16:20
Skjálfti af stærð 5,2 fannst vel víða á Suðvesturhorninu Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir klukkan 13:21 og fannst hann vel á nær öllu suðvesturhorni landsins. Fyrstu mælingar Veðurstofu sýna að hann hafi verið af stærðinni 4,8 en sú tala hefur nú verið uppfærð. Skjálftinn átti upptök sín um 1,9 km Suðvestur af Vatnafjöllum. 11. nóvember 2021 13:29