Skjálfti af stærð 5,2 fannst vel víða á Suðvesturhorninu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2021 13:29 Skjálftinn varð við Vatnafjöll sunnan af Heklu klukkan 13:21. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir klukkan 13:21 og fannst hann vel á nær öllu suðvesturhorni landsins. Fyrstu mælingar Veðurstofu sýna að hann hafi verið af stærðinni 4,8 en sú tala hefur nú verið uppfærð. Skjálftinn átti upptök sín um 1,9 km Suðvestur af Vatnafjöllum. Tveir nokkuð stórir skjálftar hafa fylgt þeim stærsta, af stærðinni 2,7 og 2 á svipuðu svæði og sá stóri. Töluverð skjálftavirkni hefur verið á svæðinu við Vatnafjöll frá því í hádeginu. Fréttastofu hafa borist ábendingar frá fólki víða á Suðvesturhorninu, allt frá Vestmannaeyjum og yfir í Hafnarfjörð. Þá fundu veðurfræðingar Veðurstofunnar vel fyrir honum í Öskjuhlíðinni. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir í samtali við fréttastofu að í gögnunum sem Veðurstofan er nú að rýna í, sem ná 30 ár aftur í tímann, sjáist ekki svona stór skjálfti í fljótu bragði. Vitað er um alla vega einn skjálfta frá 1987 sem var 5,8 að stærð á svæðinu. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands telur að skjálftinn undir Vatnafjöllum á öðrum tímanum sé týpískur Suðurlandsskjálfti. Hann telur hann ekki tengjast Heklu Jóna Sigþórsdóttir starfsmaður í Vínbúðinni á Hvolsvelli segir að allt hafi hrist og skolfið. Ekkert hafi þó farið í gólfið. „Þetta var mjög mikið, óvenjumikið,“ segir Jóna og lýsir skjálftanum sem löngum. „Þetta var svolítið lengi að gerast og svo eitt gott högg.“ Áfram er fylgst með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Tveir nokkuð stórir skjálftar hafa fylgt þeim stærsta, af stærðinni 2,7 og 2 á svipuðu svæði og sá stóri. Töluverð skjálftavirkni hefur verið á svæðinu við Vatnafjöll frá því í hádeginu. Fréttastofu hafa borist ábendingar frá fólki víða á Suðvesturhorninu, allt frá Vestmannaeyjum og yfir í Hafnarfjörð. Þá fundu veðurfræðingar Veðurstofunnar vel fyrir honum í Öskjuhlíðinni. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir í samtali við fréttastofu að í gögnunum sem Veðurstofan er nú að rýna í, sem ná 30 ár aftur í tímann, sjáist ekki svona stór skjálfti í fljótu bragði. Vitað er um alla vega einn skjálfta frá 1987 sem var 5,8 að stærð á svæðinu. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands telur að skjálftinn undir Vatnafjöllum á öðrum tímanum sé týpískur Suðurlandsskjálfti. Hann telur hann ekki tengjast Heklu Jóna Sigþórsdóttir starfsmaður í Vínbúðinni á Hvolsvelli segir að allt hafi hrist og skolfið. Ekkert hafi þó farið í gólfið. „Þetta var mjög mikið, óvenjumikið,“ segir Jóna og lýsir skjálftanum sem löngum. „Þetta var svolítið lengi að gerast og svo eitt gott högg.“ Áfram er fylgst með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Hekla Rangárþing ytra Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira