Skjálfti af stærð 5,2 fannst vel víða á Suðvesturhorninu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2021 13:29 Skjálftinn varð við Vatnafjöll sunnan af Heklu klukkan 13:21. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir klukkan 13:21 og fannst hann vel á nær öllu suðvesturhorni landsins. Fyrstu mælingar Veðurstofu sýna að hann hafi verið af stærðinni 4,8 en sú tala hefur nú verið uppfærð. Skjálftinn átti upptök sín um 1,9 km Suðvestur af Vatnafjöllum. Tveir nokkuð stórir skjálftar hafa fylgt þeim stærsta, af stærðinni 2,7 og 2 á svipuðu svæði og sá stóri. Töluverð skjálftavirkni hefur verið á svæðinu við Vatnafjöll frá því í hádeginu. Fréttastofu hafa borist ábendingar frá fólki víða á Suðvesturhorninu, allt frá Vestmannaeyjum og yfir í Hafnarfjörð. Þá fundu veðurfræðingar Veðurstofunnar vel fyrir honum í Öskjuhlíðinni. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir í samtali við fréttastofu að í gögnunum sem Veðurstofan er nú að rýna í, sem ná 30 ár aftur í tímann, sjáist ekki svona stór skjálfti í fljótu bragði. Vitað er um alla vega einn skjálfta frá 1987 sem var 5,8 að stærð á svæðinu. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands telur að skjálftinn undir Vatnafjöllum á öðrum tímanum sé týpískur Suðurlandsskjálfti. Hann telur hann ekki tengjast Heklu Jóna Sigþórsdóttir starfsmaður í Vínbúðinni á Hvolsvelli segir að allt hafi hrist og skolfið. Ekkert hafi þó farið í gólfið. „Þetta var mjög mikið, óvenjumikið,“ segir Jóna og lýsir skjálftanum sem löngum. „Þetta var svolítið lengi að gerast og svo eitt gott högg.“ Áfram er fylgst með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Tveir nokkuð stórir skjálftar hafa fylgt þeim stærsta, af stærðinni 2,7 og 2 á svipuðu svæði og sá stóri. Töluverð skjálftavirkni hefur verið á svæðinu við Vatnafjöll frá því í hádeginu. Fréttastofu hafa borist ábendingar frá fólki víða á Suðvesturhorninu, allt frá Vestmannaeyjum og yfir í Hafnarfjörð. Þá fundu veðurfræðingar Veðurstofunnar vel fyrir honum í Öskjuhlíðinni. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir í samtali við fréttastofu að í gögnunum sem Veðurstofan er nú að rýna í, sem ná 30 ár aftur í tímann, sjáist ekki svona stór skjálfti í fljótu bragði. Vitað er um alla vega einn skjálfta frá 1987 sem var 5,8 að stærð á svæðinu. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands telur að skjálftinn undir Vatnafjöllum á öðrum tímanum sé týpískur Suðurlandsskjálfti. Hann telur hann ekki tengjast Heklu Jóna Sigþórsdóttir starfsmaður í Vínbúðinni á Hvolsvelli segir að allt hafi hrist og skolfið. Ekkert hafi þó farið í gólfið. „Þetta var mjög mikið, óvenjumikið,“ segir Jóna og lýsir skjálftanum sem löngum. „Þetta var svolítið lengi að gerast og svo eitt gott högg.“ Áfram er fylgst með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Hekla Rangárþing ytra Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira