Kári segir faraldurinn farinn gjörsamlega úr böndunum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. nóvember 2021 19:10 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í íslensku samfélagi þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita vera ógnvænlega. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir kórónuveirufaraldurinn farinn gjörsamlega úr böndunum. Ef ekki verði brugðist við komi faraldurinn til með að rústa atvinnulífi landsins í náinni framtíð. Þá vill hann hætta að nota hraðpróf þar sem þau greini fólk of seint. Kári er á því að nú sé tímabært að herða sóttvarnaraðgerðir á ný en tvö hundruð greindust með kórónuveiruna í dag. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem met er slegið. „Þetta er farið gjörsamlega úr böndum og nú verðum við að setja töluverðar takmarkanir á hegðun fólks til þess að ná þessu „under control“. Við kunnum að gera það. Við getum gert það og í þetta skipti þá held ég að það eigi ekki að þurfa að endast lengi vegna þess að við erum búin að bólusetja yfir 90% fullorðinna,“ segir Kári. Þá vill hann að börn á aldrinum 5-12 ára verði bólusett. Aðeins er í boði að bólusetja börn tólf ára og eldri hér á landi en Lyfjastofnun Evrópu skoðar nú hvort leyfilegt verði að nota bóluefni Pfizer fyrir börn á aldrinum 5-12 ára innan Evrópu. „Það kom út vísindagrein í New England Journal of Medicine í dag eða í gær sem að lýsir því að bólusetning barna frá 5-12 ára sé hættulítil og hafi mikil áhrif. Þannig að nú þurfum við bara að gefa í hvað bólusetningu snertir. Bólusetja börnin. Bólusetja aukaskammt í alla fullorðna. Við þurfum að herða takmarkanir á landamærum eða að minnsta kosti sjá til þess að það sé ekki stöðugt streymi á veirunni inn í landið.“ Vill aðeins nota PCR prófin Kári telur ekki lengur rétt að nota hraðpróf líkt og gert hefur verið undanfarið. „Við þurfum að gera er að hætta að nota hraðpróf og fara að nota PCR prófin þessi næmustu próf. Vegna þess að við erum að greina fólk of seint.“ Kári telur að hægt sé að grípa til nauðsynlegra aðgerða án þess að það valdi mikill röskun á atvinnulífi landsins. „Ef við bíðum mikið með þetta, ef við bregðumst ekki við hratt, þá kemur þessi til með að ríða röftum yfir hátíðirnar. Koma til með að rústa atvinnulífi landsins í náinni framtíð. Þannig það er eins gott að bregðast við þessu skynsamlega. Ekki fara að ráðast í þetta með hálfkáki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leggur til hertar aðgerðir í nýju minnisblaði Sóttvarnalæknir leggur til hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í nýju minnisblaði sem hann sendi Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fyrir stundu. 11. nóvember 2021 18:20 Hundrað smitaðir eftir villibráðarkvöld í Garðabæ Aldrei áður hafa jafn margir verið í einangrun með kórónuveiruna hér á landi og nú eða fimmtán hundruð manns. Sóttvarnalæknir segir hópsýkingar hafa verið margar í þessari bylgju faraldursins. Um eitt hundrað manns hafa greinst með veiruna út frá villibráðarhlaðborði sem haldið var í Garðabæ um síðustu helgi. 11. nóvember 2021 11:43 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Kári er á því að nú sé tímabært að herða sóttvarnaraðgerðir á ný en tvö hundruð greindust með kórónuveiruna í dag. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem met er slegið. „Þetta er farið gjörsamlega úr böndum og nú verðum við að setja töluverðar takmarkanir á hegðun fólks til þess að ná þessu „under control“. Við kunnum að gera það. Við getum gert það og í þetta skipti þá held ég að það eigi ekki að þurfa að endast lengi vegna þess að við erum búin að bólusetja yfir 90% fullorðinna,“ segir Kári. Þá vill hann að börn á aldrinum 5-12 ára verði bólusett. Aðeins er í boði að bólusetja börn tólf ára og eldri hér á landi en Lyfjastofnun Evrópu skoðar nú hvort leyfilegt verði að nota bóluefni Pfizer fyrir börn á aldrinum 5-12 ára innan Evrópu. „Það kom út vísindagrein í New England Journal of Medicine í dag eða í gær sem að lýsir því að bólusetning barna frá 5-12 ára sé hættulítil og hafi mikil áhrif. Þannig að nú þurfum við bara að gefa í hvað bólusetningu snertir. Bólusetja börnin. Bólusetja aukaskammt í alla fullorðna. Við þurfum að herða takmarkanir á landamærum eða að minnsta kosti sjá til þess að það sé ekki stöðugt streymi á veirunni inn í landið.“ Vill aðeins nota PCR prófin Kári telur ekki lengur rétt að nota hraðpróf líkt og gert hefur verið undanfarið. „Við þurfum að gera er að hætta að nota hraðpróf og fara að nota PCR prófin þessi næmustu próf. Vegna þess að við erum að greina fólk of seint.“ Kári telur að hægt sé að grípa til nauðsynlegra aðgerða án þess að það valdi mikill röskun á atvinnulífi landsins. „Ef við bíðum mikið með þetta, ef við bregðumst ekki við hratt, þá kemur þessi til með að ríða röftum yfir hátíðirnar. Koma til með að rústa atvinnulífi landsins í náinni framtíð. Þannig það er eins gott að bregðast við þessu skynsamlega. Ekki fara að ráðast í þetta með hálfkáki.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leggur til hertar aðgerðir í nýju minnisblaði Sóttvarnalæknir leggur til hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í nýju minnisblaði sem hann sendi Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fyrir stundu. 11. nóvember 2021 18:20 Hundrað smitaðir eftir villibráðarkvöld í Garðabæ Aldrei áður hafa jafn margir verið í einangrun með kórónuveiruna hér á landi og nú eða fimmtán hundruð manns. Sóttvarnalæknir segir hópsýkingar hafa verið margar í þessari bylgju faraldursins. Um eitt hundrað manns hafa greinst með veiruna út frá villibráðarhlaðborði sem haldið var í Garðabæ um síðustu helgi. 11. nóvember 2021 11:43 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Leggur til hertar aðgerðir í nýju minnisblaði Sóttvarnalæknir leggur til hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í nýju minnisblaði sem hann sendi Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fyrir stundu. 11. nóvember 2021 18:20
Hundrað smitaðir eftir villibráðarkvöld í Garðabæ Aldrei áður hafa jafn margir verið í einangrun með kórónuveiruna hér á landi og nú eða fimmtán hundruð manns. Sóttvarnalæknir segir hópsýkingar hafa verið margar í þessari bylgju faraldursins. Um eitt hundrað manns hafa greinst með veiruna út frá villibráðarhlaðborði sem haldið var í Garðabæ um síðustu helgi. 11. nóvember 2021 11:43