Henry hetja Lyon | Íslensku landsliðskonurnar sátu á bekknum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2021 22:46 Amandine Henry skoraði sigurmark Lyon í kvöld. Manuel Queimadelos /Getty Images Báðum leikjum D-riðils Meistaradeildar Evrópu er nú lokið. Segja má að D-riðill sé Íslendingariðill en þar leika Lyon, Bayern München, Häcken og Benfica. Lyon og Bayern mættust í sannkölluðum stórleik í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sátu því miður allan tímann á varamannabekk Bayern en Lyon vann dramatískan 2-1 sigur. Þá var Sara Björk Gunnarsdóttir ekki með Lyon sökum barnsburðar. Um miðbik fyrri hálfleiks varð Kadeisha Buchanan fyrir því óláni að skora sjálfsmark sem þýddi að gestirnir frá Þýskalandi voru 1-0 yfir í hálfleik. Markið kom eftir vel útfærða hornspyrnu gestanna. LYON CONCEDE THEIR FIRST IN THE GROUP STAGE No team has come from behind to win in the @UWCL this season... https://t.co/pm6l2JG2KS https://t.co/4SQtM66LXC https://t.co/1Vyr7tOIIk pic.twitter.com/lbVr2W64EF— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Janice Cayman jafnaði metin fyrir Lyon eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik. Eftir það var leikurinn stál í stál og stefndi í að 1-1 jafntefli yrði niðurstaðan. Í leit Lyon að sigurmarki kom Ada Hegerberg inn af bekknum en hún er að ná fyrri kröftum eftir langan tíma frá vegna meiðsla. Amandine Henry skaut hins vegar upp kollinum - í bókstaflegri merkingu - og skoraði sigurmark leiksins þegar aðeins fjórar mínútur voru til leiksloka. It's the in Lyon https://t.co/pm6l2JG2KS https://t.co/4SQtM66LXC https://t.co/1Vyr7tOIIk pic.twitter.com/M9Qz6xbtv4— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Staðan orðin 2-1 Lyon í vil og reyndust það lokatölur í frábærum leik. Í Portúgal mættust Benfica og Häcken. Cloé Lacasse, fyrrum leikmaður ÍBV, var í byrjunarliði heimakvenna á meðan Diljá Ýr Zomers sat allan leikinn á spýtunni hjá gestunum. Staðan var markalaus í hálfleik en þegar stundarfjórðungur lifði leiks fengu gestirnir vítaspyrnu. Elin Rubensson fór á punktinn og kom Häcken yfir. Staðan orðin 1-0 gestunum í vil og reyndust það lokatölur leiksins. Perfectly placed penalty by Rubensson gives Häcken their first in the @UWCL this season https://t.co/KwGXsBomsM https://t.co/uPqrhxMnBY https://t.co/zJRLicTgP2 pic.twitter.com/XodmMoNgX8— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Lyon er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Bayern er í 2. sæti með fjögur stig, Häcken þar á eftir með þrjú og að lokum Benfica með eitt stig. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Sjáðu glæsileg aukaspyrnumörk Arsenal og Barcelona er liðin unnu örugga sigra Báðum leikjum C-riðils Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu er nú lokið. Evrópumeistarar Barcelona unnu öruggan 4-0 sigur á Hoffenheim á meðan Arsenal sóttu þrjú stig til Danmerkur. 10. nóvember 2021 19:50 Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Sjá meira
Lyon og Bayern mættust í sannkölluðum stórleik í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sátu því miður allan tímann á varamannabekk Bayern en Lyon vann dramatískan 2-1 sigur. Þá var Sara Björk Gunnarsdóttir ekki með Lyon sökum barnsburðar. Um miðbik fyrri hálfleiks varð Kadeisha Buchanan fyrir því óláni að skora sjálfsmark sem þýddi að gestirnir frá Þýskalandi voru 1-0 yfir í hálfleik. Markið kom eftir vel útfærða hornspyrnu gestanna. LYON CONCEDE THEIR FIRST IN THE GROUP STAGE No team has come from behind to win in the @UWCL this season... https://t.co/pm6l2JG2KS https://t.co/4SQtM66LXC https://t.co/1Vyr7tOIIk pic.twitter.com/lbVr2W64EF— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Janice Cayman jafnaði metin fyrir Lyon eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik. Eftir það var leikurinn stál í stál og stefndi í að 1-1 jafntefli yrði niðurstaðan. Í leit Lyon að sigurmarki kom Ada Hegerberg inn af bekknum en hún er að ná fyrri kröftum eftir langan tíma frá vegna meiðsla. Amandine Henry skaut hins vegar upp kollinum - í bókstaflegri merkingu - og skoraði sigurmark leiksins þegar aðeins fjórar mínútur voru til leiksloka. It's the in Lyon https://t.co/pm6l2JG2KS https://t.co/4SQtM66LXC https://t.co/1Vyr7tOIIk pic.twitter.com/M9Qz6xbtv4— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Staðan orðin 2-1 Lyon í vil og reyndust það lokatölur í frábærum leik. Í Portúgal mættust Benfica og Häcken. Cloé Lacasse, fyrrum leikmaður ÍBV, var í byrjunarliði heimakvenna á meðan Diljá Ýr Zomers sat allan leikinn á spýtunni hjá gestunum. Staðan var markalaus í hálfleik en þegar stundarfjórðungur lifði leiks fengu gestirnir vítaspyrnu. Elin Rubensson fór á punktinn og kom Häcken yfir. Staðan orðin 1-0 gestunum í vil og reyndust það lokatölur leiksins. Perfectly placed penalty by Rubensson gives Häcken their first in the @UWCL this season https://t.co/KwGXsBomsM https://t.co/uPqrhxMnBY https://t.co/zJRLicTgP2 pic.twitter.com/XodmMoNgX8— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Lyon er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Bayern er í 2. sæti með fjögur stig, Häcken þar á eftir með þrjú og að lokum Benfica með eitt stig.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Sjáðu glæsileg aukaspyrnumörk Arsenal og Barcelona er liðin unnu örugga sigra Báðum leikjum C-riðils Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu er nú lokið. Evrópumeistarar Barcelona unnu öruggan 4-0 sigur á Hoffenheim á meðan Arsenal sóttu þrjú stig til Danmerkur. 10. nóvember 2021 19:50 Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Sjá meira
Sjáðu glæsileg aukaspyrnumörk Arsenal og Barcelona er liðin unnu örugga sigra Báðum leikjum C-riðils Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu er nú lokið. Evrópumeistarar Barcelona unnu öruggan 4-0 sigur á Hoffenheim á meðan Arsenal sóttu þrjú stig til Danmerkur. 10. nóvember 2021 19:50