Sjáðu glæsileg aukaspyrnumörk Arsenal og Barcelona er liðin unnu örugga sigra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2021 19:50 Leikmenn Barcelona fagna einu af fjórum mörkum sínum í kvöld. Twitter/@FCBfemeni Báðum leikjum C-riðils Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu er nú lokið. Evrópumeistarar Barcelona unnu öruggan 4-0 sigur á Hoffenheim á meðan Arsenal sóttu þrjú stig til Danmerkur. Barcelona ber höfuð og herðar yfir önnur lið Evrópu um þessar mundir. Tók það liðið aðeins rúman hálftíma að ganga frá Hoffenheim er liðin mættust í Katalóníu í kvöld. Jenifer Hermoso kom Börsungum yfir eftir aðeins fimm mínútna leik. Alexia Putellas tvöfaldaði forystuna með glæsilegu marki úr aukaspyrnu á 19. mínútu. Alexia Putellas That's it. That's the Tweet. https://t.co/GaNn7clDCn https://t.co/yxO5tH3ZUc https://t.co/CCapv9z2sQ pic.twitter.com/MtAJycJWQf— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Putellas var svo aftur á ferðinni á 33. mínútu er hún skoraði annað mark sitt og þriðja mark Barcelona. Staðan þar með orðin 3-0 og sigurinn svo gott sem kominn í hús. Evrópumeistararnir voru þó ekki hættir og Marta Torrejon bætti við fjórða markinu á 74. mínútu. Var það tíunda mark Börsunga í aðeins þremur Meistaradeildarleikjum á leiktíðinni. Staðan orðin 4-0 og reyndust það lokatölur. Börsungar því enn með fullt hús stiga í C-riðli en liðið hefur aðeins fengið á sig eitt mark til þessa. Í Kaupmannahöfn var Arsenal í heimsókn. Gestirnir frá Lundúnum fengu vítaspyrnu eftir stundarfjórðung. Nikita Parris fór á punktinn en Kaylan Marckese gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. Quick feet by Nikita Parris Even better save Kaylan Marckese https://t.co/stJCHQIfqa https://t.co/kK3fYSoewW pic.twitter.com/hN6dhtzv3D— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Stephanie Catley kom gestunum hins vegar yfir með glæsilegu marki úr aukaspyrnu á 27. mínútu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 0-1 er liðin gengu til búningsherbergja. STEPH CATLEY CATCHES IT SWEETLY FOR HER FIRST ARSENAL GOAL https://t.co/stJCHQIfqa https://t.co/kK3fYSoewW pic.twitter.com/gFKELw5IxV— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Parris kom Arsenal tveimur mörkum yfir eftir rúmlega klukkustund. Aðeins sjö mínútum síðar fór Caitlin Foord langt með að tryggja sigur gestanna með þriðja marki þeirra. Hún fylgdi þá eftir skoti sem Marckese hafði blakað í slánna. Madalyn Pokorny minnkaði muninn fyrir Köge eftir allskyns vandræði í vörn Arsenal. Pokorny gerði vel að komast ein gegn Lydiu Williams í marki Arsenal og afgreiddi boltann snyrtilega í netið. Pokorny catches out Catley and scores HB Køge's first @UWCL goal https://t.co/stJCHQIfqa https://t.co/kK3fYSoewW pic.twitter.com/XJvC1iGaXb— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Anna Patten stöðvaði alla von heimakvenna um endurkomu með marki eftir frábæran sprett Foord þegar fimm mínútur lifðu leiks. Jordan Nobbs bætti svo við fimmta marki Arsenal skömmu síðar, staðan orðin 1-5 og reyndust það lokatölur leiksins. Barcelona er enn með fullt hús stiga í C-riðli, Arsenal er í 2. sæti með sex stig, Hoffenheim í 3. sæti með þrjú stig og Köge rekur svo lestina án stiga. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Barcelona ber höfuð og herðar yfir önnur lið Evrópu um þessar mundir. Tók það liðið aðeins rúman hálftíma að ganga frá Hoffenheim er liðin mættust í Katalóníu í kvöld. Jenifer Hermoso kom Börsungum yfir eftir aðeins fimm mínútna leik. Alexia Putellas tvöfaldaði forystuna með glæsilegu marki úr aukaspyrnu á 19. mínútu. Alexia Putellas That's it. That's the Tweet. https://t.co/GaNn7clDCn https://t.co/yxO5tH3ZUc https://t.co/CCapv9z2sQ pic.twitter.com/MtAJycJWQf— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Putellas var svo aftur á ferðinni á 33. mínútu er hún skoraði annað mark sitt og þriðja mark Barcelona. Staðan þar með orðin 3-0 og sigurinn svo gott sem kominn í hús. Evrópumeistararnir voru þó ekki hættir og Marta Torrejon bætti við fjórða markinu á 74. mínútu. Var það tíunda mark Börsunga í aðeins þremur Meistaradeildarleikjum á leiktíðinni. Staðan orðin 4-0 og reyndust það lokatölur. Börsungar því enn með fullt hús stiga í C-riðli en liðið hefur aðeins fengið á sig eitt mark til þessa. Í Kaupmannahöfn var Arsenal í heimsókn. Gestirnir frá Lundúnum fengu vítaspyrnu eftir stundarfjórðung. Nikita Parris fór á punktinn en Kaylan Marckese gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. Quick feet by Nikita Parris Even better save Kaylan Marckese https://t.co/stJCHQIfqa https://t.co/kK3fYSoewW pic.twitter.com/hN6dhtzv3D— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Stephanie Catley kom gestunum hins vegar yfir með glæsilegu marki úr aukaspyrnu á 27. mínútu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 0-1 er liðin gengu til búningsherbergja. STEPH CATLEY CATCHES IT SWEETLY FOR HER FIRST ARSENAL GOAL https://t.co/stJCHQIfqa https://t.co/kK3fYSoewW pic.twitter.com/gFKELw5IxV— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Parris kom Arsenal tveimur mörkum yfir eftir rúmlega klukkustund. Aðeins sjö mínútum síðar fór Caitlin Foord langt með að tryggja sigur gestanna með þriðja marki þeirra. Hún fylgdi þá eftir skoti sem Marckese hafði blakað í slánna. Madalyn Pokorny minnkaði muninn fyrir Köge eftir allskyns vandræði í vörn Arsenal. Pokorny gerði vel að komast ein gegn Lydiu Williams í marki Arsenal og afgreiddi boltann snyrtilega í netið. Pokorny catches out Catley and scores HB Køge's first @UWCL goal https://t.co/stJCHQIfqa https://t.co/kK3fYSoewW pic.twitter.com/XJvC1iGaXb— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Anna Patten stöðvaði alla von heimakvenna um endurkomu með marki eftir frábæran sprett Foord þegar fimm mínútur lifðu leiks. Jordan Nobbs bætti svo við fimmta marki Arsenal skömmu síðar, staðan orðin 1-5 og reyndust það lokatölur leiksins. Barcelona er enn með fullt hús stiga í C-riðli, Arsenal er í 2. sæti með sex stig, Hoffenheim í 3. sæti með þrjú stig og Köge rekur svo lestina án stiga.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira