Birta nöfn þeirra sem létust á tónleikum Travis Scott Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. nóvember 2021 20:39 Fólk leggur hér blóm á minnisvarða um þau sem létust á tónleikunum. AP/Robert Bumsted Yfirvöld í Houston í Texas hafa nú birt nöfn þeirra átta sem létust á tónleikum bandaríska rapparans Travis Scott í borginni um helgina. Mikið öngþveiti varð meðal tónleikagesta þegar rapparinn steig á svið, með þeim afleiðingum að átta létust og hundruð slösuðust, sum alvarlega. Sá yngsti í hópi hinna látnu var hinn 14 ára John Hilgert. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu var Hilgert nýnemi í gagnfræðaskóla í Houston. Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum hafði Hilgert mætt snemma á tónleikana til þess að taka frá stað framarlega á tónleikunum fyrir sig og vini sína. Næstyngst hinna látnu var Brianna Rodriguez, 16 ára. Hún var sömuleiðis í gagnfræðaskóla í Texas. Í kjölfar andláts hennar kom fjölskylda hennar á fót söfnunarsíðu fyrir útför hennar. Markið var sett á 30.000 dollara, eða um 3,9 milljónir. Þegar þetta er skrifað hefur safnast rúmlega tvöföld sú upphæð. Tveir hinna látnu voru frá bænum Naperville í Illinois. Það voru þeir Jacob Jurinek, sem var tvítugur, og Franco Patiño, 21 árs. Sá fimmti sem lést var einnig 21 árs og hét Axel Acosta. Hann var frá smábænum Tieton í Washington-ríki. Fjölskylda Acosta er í hópi þeirra sem hefur höfðað mál á hendur rapparanum Scott og skipuleggjendum tónleikanna vegna þess sem gerðist. Laganeminn Rudy Peña lést einnig á tónleikunum. Hann var frá Laredo í Texas og var 23 ára. Þar var námskonan Madison Dubiski frá Cypress í Texas einnig. Hún var á tónleikunum með bróður sínum, en þau urðu viðskila í mannhafinu. Elstur þeirra sem lést var hinn 27 ára gamli Danish Baig. BBC hefur eftir bróður hans að Baig hafi látist þegar hann reyndi að forða eiginkonu sinni frá því að verða undir í troðningnum sem myndaðist á tónleikunum. Líkt og áður sagði slösuðust hundruð manna á tónleikunum. Þeirra á meðal er níu ára drengur sem haldið er sofandi á gjörgæslu vegna alvarlegs heilaskaða sem hann beið. Kallað eftir óháðri rannsókn AP-fréttaveitan greinir frá því að sérfræðingar vestanhafs kalli nú eftir því að sjálfstæð rannsókn á tildrögum mannfallsins á tónleikunum verði gerð. Það er, að lögreglan í Houston muni ekki fara með rannsókn málsins. Ástæðan er sú að lögreglan í Houston hafði það hlutverk að gæta að öryggi tónleikagesta. Því kunni lögregludeildin í raun að vera að rannsaka sjálfa sig, ráðist hún í rannsókn á því sem átti sér stað á tónleikunum. Bandaríkin Tengdar fréttir Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Sjá meira
Sá yngsti í hópi hinna látnu var hinn 14 ára John Hilgert. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu var Hilgert nýnemi í gagnfræðaskóla í Houston. Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum hafði Hilgert mætt snemma á tónleikana til þess að taka frá stað framarlega á tónleikunum fyrir sig og vini sína. Næstyngst hinna látnu var Brianna Rodriguez, 16 ára. Hún var sömuleiðis í gagnfræðaskóla í Texas. Í kjölfar andláts hennar kom fjölskylda hennar á fót söfnunarsíðu fyrir útför hennar. Markið var sett á 30.000 dollara, eða um 3,9 milljónir. Þegar þetta er skrifað hefur safnast rúmlega tvöföld sú upphæð. Tveir hinna látnu voru frá bænum Naperville í Illinois. Það voru þeir Jacob Jurinek, sem var tvítugur, og Franco Patiño, 21 árs. Sá fimmti sem lést var einnig 21 árs og hét Axel Acosta. Hann var frá smábænum Tieton í Washington-ríki. Fjölskylda Acosta er í hópi þeirra sem hefur höfðað mál á hendur rapparanum Scott og skipuleggjendum tónleikanna vegna þess sem gerðist. Laganeminn Rudy Peña lést einnig á tónleikunum. Hann var frá Laredo í Texas og var 23 ára. Þar var námskonan Madison Dubiski frá Cypress í Texas einnig. Hún var á tónleikunum með bróður sínum, en þau urðu viðskila í mannhafinu. Elstur þeirra sem lést var hinn 27 ára gamli Danish Baig. BBC hefur eftir bróður hans að Baig hafi látist þegar hann reyndi að forða eiginkonu sinni frá því að verða undir í troðningnum sem myndaðist á tónleikunum. Líkt og áður sagði slösuðust hundruð manna á tónleikunum. Þeirra á meðal er níu ára drengur sem haldið er sofandi á gjörgæslu vegna alvarlegs heilaskaða sem hann beið. Kallað eftir óháðri rannsókn AP-fréttaveitan greinir frá því að sérfræðingar vestanhafs kalli nú eftir því að sjálfstæð rannsókn á tildrögum mannfallsins á tónleikunum verði gerð. Það er, að lögreglan í Houston muni ekki fara með rannsókn málsins. Ástæðan er sú að lögreglan í Houston hafði það hlutverk að gæta að öryggi tónleikagesta. Því kunni lögregludeildin í raun að vera að rannsaka sjálfa sig, ráðist hún í rannsókn á því sem átti sér stað á tónleikunum.
Bandaríkin Tengdar fréttir Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Sjá meira
Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00