Birta nöfn þeirra sem létust á tónleikum Travis Scott Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. nóvember 2021 20:39 Fólk leggur hér blóm á minnisvarða um þau sem létust á tónleikunum. AP/Robert Bumsted Yfirvöld í Houston í Texas hafa nú birt nöfn þeirra átta sem létust á tónleikum bandaríska rapparans Travis Scott í borginni um helgina. Mikið öngþveiti varð meðal tónleikagesta þegar rapparinn steig á svið, með þeim afleiðingum að átta létust og hundruð slösuðust, sum alvarlega. Sá yngsti í hópi hinna látnu var hinn 14 ára John Hilgert. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu var Hilgert nýnemi í gagnfræðaskóla í Houston. Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum hafði Hilgert mætt snemma á tónleikana til þess að taka frá stað framarlega á tónleikunum fyrir sig og vini sína. Næstyngst hinna látnu var Brianna Rodriguez, 16 ára. Hún var sömuleiðis í gagnfræðaskóla í Texas. Í kjölfar andláts hennar kom fjölskylda hennar á fót söfnunarsíðu fyrir útför hennar. Markið var sett á 30.000 dollara, eða um 3,9 milljónir. Þegar þetta er skrifað hefur safnast rúmlega tvöföld sú upphæð. Tveir hinna látnu voru frá bænum Naperville í Illinois. Það voru þeir Jacob Jurinek, sem var tvítugur, og Franco Patiño, 21 árs. Sá fimmti sem lést var einnig 21 árs og hét Axel Acosta. Hann var frá smábænum Tieton í Washington-ríki. Fjölskylda Acosta er í hópi þeirra sem hefur höfðað mál á hendur rapparanum Scott og skipuleggjendum tónleikanna vegna þess sem gerðist. Laganeminn Rudy Peña lést einnig á tónleikunum. Hann var frá Laredo í Texas og var 23 ára. Þar var námskonan Madison Dubiski frá Cypress í Texas einnig. Hún var á tónleikunum með bróður sínum, en þau urðu viðskila í mannhafinu. Elstur þeirra sem lést var hinn 27 ára gamli Danish Baig. BBC hefur eftir bróður hans að Baig hafi látist þegar hann reyndi að forða eiginkonu sinni frá því að verða undir í troðningnum sem myndaðist á tónleikunum. Líkt og áður sagði slösuðust hundruð manna á tónleikunum. Þeirra á meðal er níu ára drengur sem haldið er sofandi á gjörgæslu vegna alvarlegs heilaskaða sem hann beið. Kallað eftir óháðri rannsókn AP-fréttaveitan greinir frá því að sérfræðingar vestanhafs kalli nú eftir því að sjálfstæð rannsókn á tildrögum mannfallsins á tónleikunum verði gerð. Það er, að lögreglan í Houston muni ekki fara með rannsókn málsins. Ástæðan er sú að lögreglan í Houston hafði það hlutverk að gæta að öryggi tónleikagesta. Því kunni lögregludeildin í raun að vera að rannsaka sjálfa sig, ráðist hún í rannsókn á því sem átti sér stað á tónleikunum. Bandaríkin Tengdar fréttir Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Sá yngsti í hópi hinna látnu var hinn 14 ára John Hilgert. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu var Hilgert nýnemi í gagnfræðaskóla í Houston. Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum hafði Hilgert mætt snemma á tónleikana til þess að taka frá stað framarlega á tónleikunum fyrir sig og vini sína. Næstyngst hinna látnu var Brianna Rodriguez, 16 ára. Hún var sömuleiðis í gagnfræðaskóla í Texas. Í kjölfar andláts hennar kom fjölskylda hennar á fót söfnunarsíðu fyrir útför hennar. Markið var sett á 30.000 dollara, eða um 3,9 milljónir. Þegar þetta er skrifað hefur safnast rúmlega tvöföld sú upphæð. Tveir hinna látnu voru frá bænum Naperville í Illinois. Það voru þeir Jacob Jurinek, sem var tvítugur, og Franco Patiño, 21 árs. Sá fimmti sem lést var einnig 21 árs og hét Axel Acosta. Hann var frá smábænum Tieton í Washington-ríki. Fjölskylda Acosta er í hópi þeirra sem hefur höfðað mál á hendur rapparanum Scott og skipuleggjendum tónleikanna vegna þess sem gerðist. Laganeminn Rudy Peña lést einnig á tónleikunum. Hann var frá Laredo í Texas og var 23 ára. Þar var námskonan Madison Dubiski frá Cypress í Texas einnig. Hún var á tónleikunum með bróður sínum, en þau urðu viðskila í mannhafinu. Elstur þeirra sem lést var hinn 27 ára gamli Danish Baig. BBC hefur eftir bróður hans að Baig hafi látist þegar hann reyndi að forða eiginkonu sinni frá því að verða undir í troðningnum sem myndaðist á tónleikunum. Líkt og áður sagði slösuðust hundruð manna á tónleikunum. Þeirra á meðal er níu ára drengur sem haldið er sofandi á gjörgæslu vegna alvarlegs heilaskaða sem hann beið. Kallað eftir óháðri rannsókn AP-fréttaveitan greinir frá því að sérfræðingar vestanhafs kalli nú eftir því að sjálfstæð rannsókn á tildrögum mannfallsins á tónleikunum verði gerð. Það er, að lögreglan í Houston muni ekki fara með rannsókn málsins. Ástæðan er sú að lögreglan í Houston hafði það hlutverk að gæta að öryggi tónleikagesta. Því kunni lögregludeildin í raun að vera að rannsaka sjálfa sig, ráðist hún í rannsókn á því sem átti sér stað á tónleikunum.
Bandaríkin Tengdar fréttir Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00