Fótbolti

Emil útskrifaður af sjúkrahúsi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Emil í leik með Sandefjord. Í dag er hann leikmaður Sogndal í norsku B-deildinni, en hann var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa farið í hjartastopp í leik gegn Stjørdals/Blink.
Emil í leik með Sandefjord. Í dag er hann leikmaður Sogndal í norsku B-deildinni, en hann var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa farið í hjartastopp í leik gegn Stjørdals/Blink. Sandefjord

Knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi, en hann var lagður inn í seinustu viku eftir að hafa farið í hjartastopp í leik með Sogndal í norsku fyrstu deildinni í fótbolta.

Geir Inge Heggestad, fjölmiðlafulltrúi Sogndal, staðfesti þetta í samtali við norska miðilinn NRK.

Emil hneig niður á vellinum eftir um tólf mínútna leik gegn Stjørdals/Blink á mánudaginn fyrir rúmlega viku. Hann hafði því legið inni í átta daga, en Emil var endurlífgaður á vellinum og síðan flogið með hann á sjúkrahús í Bergen.

Sogndal hefur boðað til blaðamannafundar á morgun og þar mun Emil svara spurningum fréttamanna. Leikur Sogndal og Stjørdals/Blink verður síðan kláraður annað kvöld, en Emil og félagar voru 1-0 yfir þegar leikurinn var stöðvaður.


Tengdar fréttir

Læknir Sogndal segir liðið hafa bjargað lífi Emils

Læknir norska knattspyrnuliðsins Sogndal, Anders Rosø segir liðið hafa bjargað lífi Emils Pálssonar er leikmaðurinn fór í hjartastopp í leik liðsins gegn Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni síðastliðinn mánudag.

Fór í hjartastopp en var endurlífgaður

Norska knattspyrnufélagið Sogndal hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi hvað gerðist er Emil Pálsson hné niður í leik liðsins nú í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×