Vorum ekki alveg nógu þroskaðir síðast Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2021 16:30 Arnar Þór Viðarsson er staðráðinn í að ná góðum úrslitum í síðustu tveimur leikjum Íslands í undankeppni HM. vísir/vilhelm Einn leikmaður gat ekki tekið þátt í æfingu íslenska karlalandsliðsins í Rúmeníu í dag en annars er staðan á hópnum góð. Ísland mætir Rúmeníu á fimmtudagskvöld, í undankeppni HM í fótbolta, og þarf að gera betur en í 2-0 tapinu á Laugardalsvelli í september. „Staðan er fín. Sá eini sem gat ekki verið með á æfingu í dag er Viðar Örn [Kjartansson] sem þurfti að fara út af undir lok leiks á sunnudag með Vålerenga í Noregi. Hann er enn aumur í fætinum og við fylgjumst með stöðunni á honum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í dag. Arnar benti jafnframt á að Guðmundur Þórarinsson og Arnór Ingvi Traustason, sem spila í bandarísku MLS-deildinni, hefðu ferðast um langan veg: „Þeir spiluðu báðir á sunnudaginn og þetta er langt ferðalag fyrir þá með miklum tímamismun. Við nýtum því tímann núna til að ná endurheimt. Leikurinn á fimmtudag er svo korter í tíu að staðartíma svo við höfum ágætis tíma til að ná okkur, en við þurfum bara að fara varlega,“ sagði Arnar. „Áttum meira skilið en hentum því frá okkur“ Ísland kastaði frá sér raunhæfum möguleika á að komast á HM í Katar þegar liðið tapaði 2-0 gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli í september, í leik sem fór fram í skugga hræringa hjá KSÍ en formaður og stjórn sambandsins voru þá nýbúin að segja af sér. Dennis Man kom Rúmeníu yfir snemma í seinni hálfleik og Nicolae Stanciu bætti við seinna markinu seint í leiknum. „Okkur fannst við sjálfir kasta leiknum frá okkur í september. Þeir voru kannski aðeins varnarsinnaðri en þeir höfðu verið fram að því. Þeir skoruðu seinna markið á 84. mínútu, úr skyndisókn, og fyrra markið kom einhvern veginn upp úr innkasti. Við vorum ekki alveg nógu þroskaðir í okkar varnarleik í þeim leik. Það er það sem við tölum um núna, og höfum talað um undanfarna mánuði, sem er líka eðlilegt með liðið á þeim stað sem það er núna,“ sagði Arnar. „Við nýtum ekki alveg nógu vel þau færi sem við fáum, og fáum aðeins of mörg mörk á okkur miðað við færin sem við fáum á okkur. Þannig lít ég til baka á leikinn við Rúmeníu í haust. Við áttum meira skilið en hentum því frá okkur,“ bætti hann við. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Álagsmeiðsli há Mikael: „Alls ekki erfiður í samskiptum“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segist hafa átt góð samskipti við Mikael Anderson. Meiðsli valdi því að Mikael sé ekki í landsliðinu núna og það bitni ekki á honum að hafa afþakkað boð Arnars í U21-landsliðið fyrir ári síðan. 9. nóvember 2021 14:33 Segir að gagnrýni Jóhanns Bergs hafi ekki beinst gegn sér Arnar Þór Viðarsson telur að gagnrýni Jóhanns Bergs Guðmundssonar á störf KSÍ hafi ekki beinst gegn sér. 5. nóvember 2021 14:00 Arnar sendir klúbbunum tóninn: Þetta var ekkert persónulegt á móti Gulla Arnar Þór Viðarsson sendir erlendum félögum skýr skilaboð þegar kemur að tilraunum þeirra til að reyna að taka leikmenn frá íslenska landsliðinu í miðju verkefni. 5. nóvember 2021 10:01 Engir áhorfendur á leik Íslands í Rúmeníu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu þarf ekki að hafa mikla áhyggjur af stuðningi rúmenskra áhorfenda á leik sínum í Búkarest á fimmtudaginn eftir viku. 4. nóvember 2021 14:08 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
„Staðan er fín. Sá eini sem gat ekki verið með á æfingu í dag er Viðar Örn [Kjartansson] sem þurfti að fara út af undir lok leiks á sunnudag með Vålerenga í Noregi. Hann er enn aumur í fætinum og við fylgjumst með stöðunni á honum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í dag. Arnar benti jafnframt á að Guðmundur Þórarinsson og Arnór Ingvi Traustason, sem spila í bandarísku MLS-deildinni, hefðu ferðast um langan veg: „Þeir spiluðu báðir á sunnudaginn og þetta er langt ferðalag fyrir þá með miklum tímamismun. Við nýtum því tímann núna til að ná endurheimt. Leikurinn á fimmtudag er svo korter í tíu að staðartíma svo við höfum ágætis tíma til að ná okkur, en við þurfum bara að fara varlega,“ sagði Arnar. „Áttum meira skilið en hentum því frá okkur“ Ísland kastaði frá sér raunhæfum möguleika á að komast á HM í Katar þegar liðið tapaði 2-0 gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli í september, í leik sem fór fram í skugga hræringa hjá KSÍ en formaður og stjórn sambandsins voru þá nýbúin að segja af sér. Dennis Man kom Rúmeníu yfir snemma í seinni hálfleik og Nicolae Stanciu bætti við seinna markinu seint í leiknum. „Okkur fannst við sjálfir kasta leiknum frá okkur í september. Þeir voru kannski aðeins varnarsinnaðri en þeir höfðu verið fram að því. Þeir skoruðu seinna markið á 84. mínútu, úr skyndisókn, og fyrra markið kom einhvern veginn upp úr innkasti. Við vorum ekki alveg nógu þroskaðir í okkar varnarleik í þeim leik. Það er það sem við tölum um núna, og höfum talað um undanfarna mánuði, sem er líka eðlilegt með liðið á þeim stað sem það er núna,“ sagði Arnar. „Við nýtum ekki alveg nógu vel þau færi sem við fáum, og fáum aðeins of mörg mörk á okkur miðað við færin sem við fáum á okkur. Þannig lít ég til baka á leikinn við Rúmeníu í haust. Við áttum meira skilið en hentum því frá okkur,“ bætti hann við.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Álagsmeiðsli há Mikael: „Alls ekki erfiður í samskiptum“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segist hafa átt góð samskipti við Mikael Anderson. Meiðsli valdi því að Mikael sé ekki í landsliðinu núna og það bitni ekki á honum að hafa afþakkað boð Arnars í U21-landsliðið fyrir ári síðan. 9. nóvember 2021 14:33 Segir að gagnrýni Jóhanns Bergs hafi ekki beinst gegn sér Arnar Þór Viðarsson telur að gagnrýni Jóhanns Bergs Guðmundssonar á störf KSÍ hafi ekki beinst gegn sér. 5. nóvember 2021 14:00 Arnar sendir klúbbunum tóninn: Þetta var ekkert persónulegt á móti Gulla Arnar Þór Viðarsson sendir erlendum félögum skýr skilaboð þegar kemur að tilraunum þeirra til að reyna að taka leikmenn frá íslenska landsliðinu í miðju verkefni. 5. nóvember 2021 10:01 Engir áhorfendur á leik Íslands í Rúmeníu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu þarf ekki að hafa mikla áhyggjur af stuðningi rúmenskra áhorfenda á leik sínum í Búkarest á fimmtudaginn eftir viku. 4. nóvember 2021 14:08 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Álagsmeiðsli há Mikael: „Alls ekki erfiður í samskiptum“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segist hafa átt góð samskipti við Mikael Anderson. Meiðsli valdi því að Mikael sé ekki í landsliðinu núna og það bitni ekki á honum að hafa afþakkað boð Arnars í U21-landsliðið fyrir ári síðan. 9. nóvember 2021 14:33
Segir að gagnrýni Jóhanns Bergs hafi ekki beinst gegn sér Arnar Þór Viðarsson telur að gagnrýni Jóhanns Bergs Guðmundssonar á störf KSÍ hafi ekki beinst gegn sér. 5. nóvember 2021 14:00
Arnar sendir klúbbunum tóninn: Þetta var ekkert persónulegt á móti Gulla Arnar Þór Viðarsson sendir erlendum félögum skýr skilaboð þegar kemur að tilraunum þeirra til að reyna að taka leikmenn frá íslenska landsliðinu í miðju verkefni. 5. nóvember 2021 10:01
Engir áhorfendur á leik Íslands í Rúmeníu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu þarf ekki að hafa mikla áhyggjur af stuðningi rúmenskra áhorfenda á leik sínum í Búkarest á fimmtudaginn eftir viku. 4. nóvember 2021 14:08