Vorum ekki alveg nógu þroskaðir síðast Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2021 16:30 Arnar Þór Viðarsson er staðráðinn í að ná góðum úrslitum í síðustu tveimur leikjum Íslands í undankeppni HM. vísir/vilhelm Einn leikmaður gat ekki tekið þátt í æfingu íslenska karlalandsliðsins í Rúmeníu í dag en annars er staðan á hópnum góð. Ísland mætir Rúmeníu á fimmtudagskvöld, í undankeppni HM í fótbolta, og þarf að gera betur en í 2-0 tapinu á Laugardalsvelli í september. „Staðan er fín. Sá eini sem gat ekki verið með á æfingu í dag er Viðar Örn [Kjartansson] sem þurfti að fara út af undir lok leiks á sunnudag með Vålerenga í Noregi. Hann er enn aumur í fætinum og við fylgjumst með stöðunni á honum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í dag. Arnar benti jafnframt á að Guðmundur Þórarinsson og Arnór Ingvi Traustason, sem spila í bandarísku MLS-deildinni, hefðu ferðast um langan veg: „Þeir spiluðu báðir á sunnudaginn og þetta er langt ferðalag fyrir þá með miklum tímamismun. Við nýtum því tímann núna til að ná endurheimt. Leikurinn á fimmtudag er svo korter í tíu að staðartíma svo við höfum ágætis tíma til að ná okkur, en við þurfum bara að fara varlega,“ sagði Arnar. „Áttum meira skilið en hentum því frá okkur“ Ísland kastaði frá sér raunhæfum möguleika á að komast á HM í Katar þegar liðið tapaði 2-0 gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli í september, í leik sem fór fram í skugga hræringa hjá KSÍ en formaður og stjórn sambandsins voru þá nýbúin að segja af sér. Dennis Man kom Rúmeníu yfir snemma í seinni hálfleik og Nicolae Stanciu bætti við seinna markinu seint í leiknum. „Okkur fannst við sjálfir kasta leiknum frá okkur í september. Þeir voru kannski aðeins varnarsinnaðri en þeir höfðu verið fram að því. Þeir skoruðu seinna markið á 84. mínútu, úr skyndisókn, og fyrra markið kom einhvern veginn upp úr innkasti. Við vorum ekki alveg nógu þroskaðir í okkar varnarleik í þeim leik. Það er það sem við tölum um núna, og höfum talað um undanfarna mánuði, sem er líka eðlilegt með liðið á þeim stað sem það er núna,“ sagði Arnar. „Við nýtum ekki alveg nógu vel þau færi sem við fáum, og fáum aðeins of mörg mörk á okkur miðað við færin sem við fáum á okkur. Þannig lít ég til baka á leikinn við Rúmeníu í haust. Við áttum meira skilið en hentum því frá okkur,“ bætti hann við. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Álagsmeiðsli há Mikael: „Alls ekki erfiður í samskiptum“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segist hafa átt góð samskipti við Mikael Anderson. Meiðsli valdi því að Mikael sé ekki í landsliðinu núna og það bitni ekki á honum að hafa afþakkað boð Arnars í U21-landsliðið fyrir ári síðan. 9. nóvember 2021 14:33 Segir að gagnrýni Jóhanns Bergs hafi ekki beinst gegn sér Arnar Þór Viðarsson telur að gagnrýni Jóhanns Bergs Guðmundssonar á störf KSÍ hafi ekki beinst gegn sér. 5. nóvember 2021 14:00 Arnar sendir klúbbunum tóninn: Þetta var ekkert persónulegt á móti Gulla Arnar Þór Viðarsson sendir erlendum félögum skýr skilaboð þegar kemur að tilraunum þeirra til að reyna að taka leikmenn frá íslenska landsliðinu í miðju verkefni. 5. nóvember 2021 10:01 Engir áhorfendur á leik Íslands í Rúmeníu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu þarf ekki að hafa mikla áhyggjur af stuðningi rúmenskra áhorfenda á leik sínum í Búkarest á fimmtudaginn eftir viku. 4. nóvember 2021 14:08 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sjá meira
„Staðan er fín. Sá eini sem gat ekki verið með á æfingu í dag er Viðar Örn [Kjartansson] sem þurfti að fara út af undir lok leiks á sunnudag með Vålerenga í Noregi. Hann er enn aumur í fætinum og við fylgjumst með stöðunni á honum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í dag. Arnar benti jafnframt á að Guðmundur Þórarinsson og Arnór Ingvi Traustason, sem spila í bandarísku MLS-deildinni, hefðu ferðast um langan veg: „Þeir spiluðu báðir á sunnudaginn og þetta er langt ferðalag fyrir þá með miklum tímamismun. Við nýtum því tímann núna til að ná endurheimt. Leikurinn á fimmtudag er svo korter í tíu að staðartíma svo við höfum ágætis tíma til að ná okkur, en við þurfum bara að fara varlega,“ sagði Arnar. „Áttum meira skilið en hentum því frá okkur“ Ísland kastaði frá sér raunhæfum möguleika á að komast á HM í Katar þegar liðið tapaði 2-0 gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli í september, í leik sem fór fram í skugga hræringa hjá KSÍ en formaður og stjórn sambandsins voru þá nýbúin að segja af sér. Dennis Man kom Rúmeníu yfir snemma í seinni hálfleik og Nicolae Stanciu bætti við seinna markinu seint í leiknum. „Okkur fannst við sjálfir kasta leiknum frá okkur í september. Þeir voru kannski aðeins varnarsinnaðri en þeir höfðu verið fram að því. Þeir skoruðu seinna markið á 84. mínútu, úr skyndisókn, og fyrra markið kom einhvern veginn upp úr innkasti. Við vorum ekki alveg nógu þroskaðir í okkar varnarleik í þeim leik. Það er það sem við tölum um núna, og höfum talað um undanfarna mánuði, sem er líka eðlilegt með liðið á þeim stað sem það er núna,“ sagði Arnar. „Við nýtum ekki alveg nógu vel þau færi sem við fáum, og fáum aðeins of mörg mörk á okkur miðað við færin sem við fáum á okkur. Þannig lít ég til baka á leikinn við Rúmeníu í haust. Við áttum meira skilið en hentum því frá okkur,“ bætti hann við.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Álagsmeiðsli há Mikael: „Alls ekki erfiður í samskiptum“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segist hafa átt góð samskipti við Mikael Anderson. Meiðsli valdi því að Mikael sé ekki í landsliðinu núna og það bitni ekki á honum að hafa afþakkað boð Arnars í U21-landsliðið fyrir ári síðan. 9. nóvember 2021 14:33 Segir að gagnrýni Jóhanns Bergs hafi ekki beinst gegn sér Arnar Þór Viðarsson telur að gagnrýni Jóhanns Bergs Guðmundssonar á störf KSÍ hafi ekki beinst gegn sér. 5. nóvember 2021 14:00 Arnar sendir klúbbunum tóninn: Þetta var ekkert persónulegt á móti Gulla Arnar Þór Viðarsson sendir erlendum félögum skýr skilaboð þegar kemur að tilraunum þeirra til að reyna að taka leikmenn frá íslenska landsliðinu í miðju verkefni. 5. nóvember 2021 10:01 Engir áhorfendur á leik Íslands í Rúmeníu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu þarf ekki að hafa mikla áhyggjur af stuðningi rúmenskra áhorfenda á leik sínum í Búkarest á fimmtudaginn eftir viku. 4. nóvember 2021 14:08 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sjá meira
Álagsmeiðsli há Mikael: „Alls ekki erfiður í samskiptum“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segist hafa átt góð samskipti við Mikael Anderson. Meiðsli valdi því að Mikael sé ekki í landsliðinu núna og það bitni ekki á honum að hafa afþakkað boð Arnars í U21-landsliðið fyrir ári síðan. 9. nóvember 2021 14:33
Segir að gagnrýni Jóhanns Bergs hafi ekki beinst gegn sér Arnar Þór Viðarsson telur að gagnrýni Jóhanns Bergs Guðmundssonar á störf KSÍ hafi ekki beinst gegn sér. 5. nóvember 2021 14:00
Arnar sendir klúbbunum tóninn: Þetta var ekkert persónulegt á móti Gulla Arnar Þór Viðarsson sendir erlendum félögum skýr skilaboð þegar kemur að tilraunum þeirra til að reyna að taka leikmenn frá íslenska landsliðinu í miðju verkefni. 5. nóvember 2021 10:01
Engir áhorfendur á leik Íslands í Rúmeníu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu þarf ekki að hafa mikla áhyggjur af stuðningi rúmenskra áhorfenda á leik sínum í Búkarest á fimmtudaginn eftir viku. 4. nóvember 2021 14:08