Álagsmeiðsli há Mikael: „Alls ekki erfiður í samskiptum“ Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2021 14:33 Mikael Anderson lék sína fyrstu A-landsleiki fyrir Arnar Þór Viðarsson í vináttulandsleikjum gegn Póllandi og Færeyjum í sumar. Hann var einnig í U21-landsliði Arnars en gaf þá ekki kost á sér í leik gegn Ítalíu fyrir ári síðan. Getty/Mateusz Slodkowski Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segist hafa átt góð samskipti við Mikael Anderson. Meiðsli valdi því að Mikael sé ekki í landsliðinu núna og það bitni ekki á honum að hafa afþakkað boð Arnars í U21-landsliðið fyrir ári síðan. Mikael skoraði í 3-0 sigri AGF gegn Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudaginn. Hann hefur verið í byrjunarliði AGF í síðustu tveimur leikjum en er þrátt fyrir það að glíma við meiðsli í hné. Mikael var í landsliðshópnum í október og lék síðustu tíu mínúturnar í 1-1 jafntefli við Armeníu. Hann er hins vegar ekki í hópnum sem mætir Rúmeníu á fimmtudag og Norður-Makedóníu á sunnudaginn, í síðustu leikjum Íslands í undankeppni HM. „Mikael er í sömu stöðu og í október, í veseni með hnéð sitt. Þetta eru álagsmeiðsli og hann er ekki, rétt eins og í október, 100 prósent til að taka þátt í verkefninu. Það tekur hann langan tíma að ná sér á milli leikja. Við erum því með aðra, fríska leikmenn inni í hópnum núna sem eru 100 prósent. Það er ástæðan varðandi Mikael í þessum glugga,“ segir Arnar sem ræddi við fjölmiðla á fjarfundi frá Búkarest í dag. Mikael Anderson fagnar marki gegn sínu gamla liði Midtjylland á sunnudaginn.Getty/Lars Ronbog Þjálfarinn gefur aðspurður ekki mikið fyrir ágiskanir sem heyrst munu hafa í hlaðvarpsþættinum Dr. Football um það að Mikael sé erfiður í samskiptum: „Mikael er alls ekki erfiður í samskiptum. Í rauninni hef ég ekki lent í neinum sem er erfiður í samskiptum. Mikael er mjög hreinskilinn og ég held að það séu kannski ekki margir þannig í fótboltanum því leikmenn eru oft aldir upp við að það megi aldrei segja of mikið, að þeir eigi að láta lítið fara fyrir sér og þar fram eftir götunum. Þið hafið alveg séð það að hann er alveg til í að setja inn færslu á Twitter eða Instagram um hvað honum finnst, en það hefur alls ekkert með það að gera að hann sé eitthvað erfiður í samskiptum. Hann er mjög heiðarlegur í samskiptum. Hann veit nákvæmlega hvernig staðan á sínum líkama er og það er mjög jákvætt að menn séu heiðarlegir og opnir varðandi það við þjálfarana,“ segir Arnar. Heyrði fljótlega í Mikael og því máli er lokið Fyrir ári síðan gaf Mikael ekki kost á sér í leik með U21-landsliðinu gegn Ítalíu, eftir að Erik Hamrén taldi sig ekki hafa not fyrir hann í leikjum með A-landsliðinu. Arnar var þá þjálfari U21-landsliðsins og sagði við útvarpsþáttinn Fótbolta.net á þessum tíma að hann væri „alls ekki“ sammála því að ákvörðun Mikaels væri góð en kvaðst þó skilja hana. Arnar endurtók í dag að hann gæti alveg skilið afstöðu Mikaels þó að hann væri ekki sammála henni, og að málið hefði ekkert að gera með það af hverju Mikael væri ekki með núna: „Hann bjóst við því ef ég man rétt að vera bara valinn í A-landsliðið [fyrir ári síðan]. Hann var á þannig stað hjá sínu félagsliði þá að hann taldi það ekki gott að vera að koma í U21-landsliðið. Frá þjálfarahliðinni séð þá get ég ekki verið sammála því að leikmenn komi ekki, en við skiljum oft þeirra hlið. Ég held að ég hafi nú fljótlega heyrt í Mikka eftir þetta og því máli var bara lokið. Það er oft ágætt að menn þurfi ekki að vera sammála,“ segir Arnar. HM 2022 í Katar Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjá meira
Mikael skoraði í 3-0 sigri AGF gegn Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudaginn. Hann hefur verið í byrjunarliði AGF í síðustu tveimur leikjum en er þrátt fyrir það að glíma við meiðsli í hné. Mikael var í landsliðshópnum í október og lék síðustu tíu mínúturnar í 1-1 jafntefli við Armeníu. Hann er hins vegar ekki í hópnum sem mætir Rúmeníu á fimmtudag og Norður-Makedóníu á sunnudaginn, í síðustu leikjum Íslands í undankeppni HM. „Mikael er í sömu stöðu og í október, í veseni með hnéð sitt. Þetta eru álagsmeiðsli og hann er ekki, rétt eins og í október, 100 prósent til að taka þátt í verkefninu. Það tekur hann langan tíma að ná sér á milli leikja. Við erum því með aðra, fríska leikmenn inni í hópnum núna sem eru 100 prósent. Það er ástæðan varðandi Mikael í þessum glugga,“ segir Arnar sem ræddi við fjölmiðla á fjarfundi frá Búkarest í dag. Mikael Anderson fagnar marki gegn sínu gamla liði Midtjylland á sunnudaginn.Getty/Lars Ronbog Þjálfarinn gefur aðspurður ekki mikið fyrir ágiskanir sem heyrst munu hafa í hlaðvarpsþættinum Dr. Football um það að Mikael sé erfiður í samskiptum: „Mikael er alls ekki erfiður í samskiptum. Í rauninni hef ég ekki lent í neinum sem er erfiður í samskiptum. Mikael er mjög hreinskilinn og ég held að það séu kannski ekki margir þannig í fótboltanum því leikmenn eru oft aldir upp við að það megi aldrei segja of mikið, að þeir eigi að láta lítið fara fyrir sér og þar fram eftir götunum. Þið hafið alveg séð það að hann er alveg til í að setja inn færslu á Twitter eða Instagram um hvað honum finnst, en það hefur alls ekkert með það að gera að hann sé eitthvað erfiður í samskiptum. Hann er mjög heiðarlegur í samskiptum. Hann veit nákvæmlega hvernig staðan á sínum líkama er og það er mjög jákvætt að menn séu heiðarlegir og opnir varðandi það við þjálfarana,“ segir Arnar. Heyrði fljótlega í Mikael og því máli er lokið Fyrir ári síðan gaf Mikael ekki kost á sér í leik með U21-landsliðinu gegn Ítalíu, eftir að Erik Hamrén taldi sig ekki hafa not fyrir hann í leikjum með A-landsliðinu. Arnar var þá þjálfari U21-landsliðsins og sagði við útvarpsþáttinn Fótbolta.net á þessum tíma að hann væri „alls ekki“ sammála því að ákvörðun Mikaels væri góð en kvaðst þó skilja hana. Arnar endurtók í dag að hann gæti alveg skilið afstöðu Mikaels þó að hann væri ekki sammála henni, og að málið hefði ekkert að gera með það af hverju Mikael væri ekki með núna: „Hann bjóst við því ef ég man rétt að vera bara valinn í A-landsliðið [fyrir ári síðan]. Hann var á þannig stað hjá sínu félagsliði þá að hann taldi það ekki gott að vera að koma í U21-landsliðið. Frá þjálfarahliðinni séð þá get ég ekki verið sammála því að leikmenn komi ekki, en við skiljum oft þeirra hlið. Ég held að ég hafi nú fljótlega heyrt í Mikka eftir þetta og því máli var bara lokið. Það er oft ágætt að menn þurfi ekki að vera sammála,“ segir Arnar.
HM 2022 í Katar Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjá meira