Álagsmeiðsli há Mikael: „Alls ekki erfiður í samskiptum“ Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2021 14:33 Mikael Anderson lék sína fyrstu A-landsleiki fyrir Arnar Þór Viðarsson í vináttulandsleikjum gegn Póllandi og Færeyjum í sumar. Hann var einnig í U21-landsliði Arnars en gaf þá ekki kost á sér í leik gegn Ítalíu fyrir ári síðan. Getty/Mateusz Slodkowski Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segist hafa átt góð samskipti við Mikael Anderson. Meiðsli valdi því að Mikael sé ekki í landsliðinu núna og það bitni ekki á honum að hafa afþakkað boð Arnars í U21-landsliðið fyrir ári síðan. Mikael skoraði í 3-0 sigri AGF gegn Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudaginn. Hann hefur verið í byrjunarliði AGF í síðustu tveimur leikjum en er þrátt fyrir það að glíma við meiðsli í hné. Mikael var í landsliðshópnum í október og lék síðustu tíu mínúturnar í 1-1 jafntefli við Armeníu. Hann er hins vegar ekki í hópnum sem mætir Rúmeníu á fimmtudag og Norður-Makedóníu á sunnudaginn, í síðustu leikjum Íslands í undankeppni HM. „Mikael er í sömu stöðu og í október, í veseni með hnéð sitt. Þetta eru álagsmeiðsli og hann er ekki, rétt eins og í október, 100 prósent til að taka þátt í verkefninu. Það tekur hann langan tíma að ná sér á milli leikja. Við erum því með aðra, fríska leikmenn inni í hópnum núna sem eru 100 prósent. Það er ástæðan varðandi Mikael í þessum glugga,“ segir Arnar sem ræddi við fjölmiðla á fjarfundi frá Búkarest í dag. Mikael Anderson fagnar marki gegn sínu gamla liði Midtjylland á sunnudaginn.Getty/Lars Ronbog Þjálfarinn gefur aðspurður ekki mikið fyrir ágiskanir sem heyrst munu hafa í hlaðvarpsþættinum Dr. Football um það að Mikael sé erfiður í samskiptum: „Mikael er alls ekki erfiður í samskiptum. Í rauninni hef ég ekki lent í neinum sem er erfiður í samskiptum. Mikael er mjög hreinskilinn og ég held að það séu kannski ekki margir þannig í fótboltanum því leikmenn eru oft aldir upp við að það megi aldrei segja of mikið, að þeir eigi að láta lítið fara fyrir sér og þar fram eftir götunum. Þið hafið alveg séð það að hann er alveg til í að setja inn færslu á Twitter eða Instagram um hvað honum finnst, en það hefur alls ekkert með það að gera að hann sé eitthvað erfiður í samskiptum. Hann er mjög heiðarlegur í samskiptum. Hann veit nákvæmlega hvernig staðan á sínum líkama er og það er mjög jákvætt að menn séu heiðarlegir og opnir varðandi það við þjálfarana,“ segir Arnar. Heyrði fljótlega í Mikael og því máli er lokið Fyrir ári síðan gaf Mikael ekki kost á sér í leik með U21-landsliðinu gegn Ítalíu, eftir að Erik Hamrén taldi sig ekki hafa not fyrir hann í leikjum með A-landsliðinu. Arnar var þá þjálfari U21-landsliðsins og sagði við útvarpsþáttinn Fótbolta.net á þessum tíma að hann væri „alls ekki“ sammála því að ákvörðun Mikaels væri góð en kvaðst þó skilja hana. Arnar endurtók í dag að hann gæti alveg skilið afstöðu Mikaels þó að hann væri ekki sammála henni, og að málið hefði ekkert að gera með það af hverju Mikael væri ekki með núna: „Hann bjóst við því ef ég man rétt að vera bara valinn í A-landsliðið [fyrir ári síðan]. Hann var á þannig stað hjá sínu félagsliði þá að hann taldi það ekki gott að vera að koma í U21-landsliðið. Frá þjálfarahliðinni séð þá get ég ekki verið sammála því að leikmenn komi ekki, en við skiljum oft þeirra hlið. Ég held að ég hafi nú fljótlega heyrt í Mikka eftir þetta og því máli var bara lokið. Það er oft ágætt að menn þurfi ekki að vera sammála,“ segir Arnar. HM 2022 í Katar Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Sjá meira
Mikael skoraði í 3-0 sigri AGF gegn Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudaginn. Hann hefur verið í byrjunarliði AGF í síðustu tveimur leikjum en er þrátt fyrir það að glíma við meiðsli í hné. Mikael var í landsliðshópnum í október og lék síðustu tíu mínúturnar í 1-1 jafntefli við Armeníu. Hann er hins vegar ekki í hópnum sem mætir Rúmeníu á fimmtudag og Norður-Makedóníu á sunnudaginn, í síðustu leikjum Íslands í undankeppni HM. „Mikael er í sömu stöðu og í október, í veseni með hnéð sitt. Þetta eru álagsmeiðsli og hann er ekki, rétt eins og í október, 100 prósent til að taka þátt í verkefninu. Það tekur hann langan tíma að ná sér á milli leikja. Við erum því með aðra, fríska leikmenn inni í hópnum núna sem eru 100 prósent. Það er ástæðan varðandi Mikael í þessum glugga,“ segir Arnar sem ræddi við fjölmiðla á fjarfundi frá Búkarest í dag. Mikael Anderson fagnar marki gegn sínu gamla liði Midtjylland á sunnudaginn.Getty/Lars Ronbog Þjálfarinn gefur aðspurður ekki mikið fyrir ágiskanir sem heyrst munu hafa í hlaðvarpsþættinum Dr. Football um það að Mikael sé erfiður í samskiptum: „Mikael er alls ekki erfiður í samskiptum. Í rauninni hef ég ekki lent í neinum sem er erfiður í samskiptum. Mikael er mjög hreinskilinn og ég held að það séu kannski ekki margir þannig í fótboltanum því leikmenn eru oft aldir upp við að það megi aldrei segja of mikið, að þeir eigi að láta lítið fara fyrir sér og þar fram eftir götunum. Þið hafið alveg séð það að hann er alveg til í að setja inn færslu á Twitter eða Instagram um hvað honum finnst, en það hefur alls ekkert með það að gera að hann sé eitthvað erfiður í samskiptum. Hann er mjög heiðarlegur í samskiptum. Hann veit nákvæmlega hvernig staðan á sínum líkama er og það er mjög jákvætt að menn séu heiðarlegir og opnir varðandi það við þjálfarana,“ segir Arnar. Heyrði fljótlega í Mikael og því máli er lokið Fyrir ári síðan gaf Mikael ekki kost á sér í leik með U21-landsliðinu gegn Ítalíu, eftir að Erik Hamrén taldi sig ekki hafa not fyrir hann í leikjum með A-landsliðinu. Arnar var þá þjálfari U21-landsliðsins og sagði við útvarpsþáttinn Fótbolta.net á þessum tíma að hann væri „alls ekki“ sammála því að ákvörðun Mikaels væri góð en kvaðst þó skilja hana. Arnar endurtók í dag að hann gæti alveg skilið afstöðu Mikaels þó að hann væri ekki sammála henni, og að málið hefði ekkert að gera með það af hverju Mikael væri ekki með núna: „Hann bjóst við því ef ég man rétt að vera bara valinn í A-landsliðið [fyrir ári síðan]. Hann var á þannig stað hjá sínu félagsliði þá að hann taldi það ekki gott að vera að koma í U21-landsliðið. Frá þjálfarahliðinni séð þá get ég ekki verið sammála því að leikmenn komi ekki, en við skiljum oft þeirra hlið. Ég held að ég hafi nú fljótlega heyrt í Mikka eftir þetta og því máli var bara lokið. Það er oft ágætt að menn þurfi ekki að vera sammála,“ segir Arnar.
HM 2022 í Katar Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Sjá meira