Arnar sendir klúbbunum tóninn: Þetta var ekkert persónulegt á móti Gulla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2021 10:01 Guðlaugur Victor Pálsson hefur verið með fyrirliðabandið hjá þýska liðinu Schalke 04 en var einnig að spila mikilvægt hlutverk á miðju íslenska landsliðsins. Samsett/Getty/Roland Krivec&Alex Grimm Arnar Þór Viðarsson sendir erlendum félögum skýr skilaboð þegar kemur að tilraunum þeirra til að reyna að taka leikmenn frá íslenska landsliðinu í miðju verkefni. Arnar missti Guðlaug Victor Pálsson fyrir lokaleikinn í síðasta landsliðsglugga þar sem þýska félagið Schalke 04 vildi fá hann fyrr til baka. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Arnar um mál Guðlaugs Victors og þar kemur fram að hann hafi ætlað að velja miðjumanninn í hópinn fyrir komandi leiki. Guðlaugur Victor er hins vegar ekki með af því hann fékk leyfi til að vera með syni sínum sem er frá Kanada en er nú á ferðinni í Evrópu. „Allir þessi leikmenn hafa mjög mikla ástríðu fyrir íslenska landsliðinu. Við verðum að búa til stemningu og orku aftur. Við plöntuðum fyrstu fræjunum í síðasta mánuði og það er þangað sem við viljum fara. Við viljum að leikmenn komi í landsliðið og séu ekki bara hundrað prósent heldur „all in“ í allt og öllu. Það er eitthvað sem snýr ekki bara að leikmönnum,“ sagði Arnar Þór við Svövu. Klippa: Arnar Þór: Ég á rétt á leikmönnunum „Við lendum í því í síðasta mánuði að Guðlaugur Victor fer heim. Það er mjög erfitt fyrir leikmenn þegar þeir eru settir undir pressu frá félögunum sínum. Við verðum að gera félögunum grein fyrir því að þetta er ekkert í boði frá okkur. Það eru ákveðnar reglur hjá UEFA og FIFA og við eigum rétt á því að fá leikmennina. Við gerum ekki samþykkt það að félögin séu að narta í þá á meðan þeir eru hjá okkur. Þetta getur gerst einu sinni en þetta er ekki eitthvað sem við ætlum að hafa sem einhverja vinnureglu í framtíðinni. Það er alveg ljóst,“ sagði Arnar Þór. „Við hefðum valið Gulla núna. Þetta var ekkert persónulegt á móti Gulla. Ég er búinn að eiga mjög góð samtöl við Gulla síðan,“ sagði Arnar. „Það eina sem er í þessu er það sem ég var að reyna að útskýra áðan. Gulli var settur í þá stöðu að þurfa velja en hann á ekki að vera settur í þá stöðu. Ef hann er settur í þá stöðu þá er ég líka settur í þá stöðu sem landsliðsþjálfari. Ég verð að sýna það að ég er ekki að fara niður þann veg að hleypa mínum leikmönnum í burtu, hvenær sem klúbbunum sýnist svo að leikirnir séu ekki nógu mikilvægir þannig að þeir geti kallað leikmennina til baka,“ sagði Arnar. „Ég á rétt á leikmönnunum og ég vil nota þá þegar þeir eru hjá mér. Gulli lendir í því að vera á milli steins og sleggju og verður svolítið fórnarlamb þess að ég þarf að sýna líka að klúbbarnir megi reyna þetta aftur en leikmennirnir þurfa að vita það að þetta er ekki í boði,“ sagði Arnar. Það má sjá hluta úr viðtalinu hér fyrir ofan. HM 2022 í Katar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
Arnar missti Guðlaug Victor Pálsson fyrir lokaleikinn í síðasta landsliðsglugga þar sem þýska félagið Schalke 04 vildi fá hann fyrr til baka. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Arnar um mál Guðlaugs Victors og þar kemur fram að hann hafi ætlað að velja miðjumanninn í hópinn fyrir komandi leiki. Guðlaugur Victor er hins vegar ekki með af því hann fékk leyfi til að vera með syni sínum sem er frá Kanada en er nú á ferðinni í Evrópu. „Allir þessi leikmenn hafa mjög mikla ástríðu fyrir íslenska landsliðinu. Við verðum að búa til stemningu og orku aftur. Við plöntuðum fyrstu fræjunum í síðasta mánuði og það er þangað sem við viljum fara. Við viljum að leikmenn komi í landsliðið og séu ekki bara hundrað prósent heldur „all in“ í allt og öllu. Það er eitthvað sem snýr ekki bara að leikmönnum,“ sagði Arnar Þór við Svövu. Klippa: Arnar Þór: Ég á rétt á leikmönnunum „Við lendum í því í síðasta mánuði að Guðlaugur Victor fer heim. Það er mjög erfitt fyrir leikmenn þegar þeir eru settir undir pressu frá félögunum sínum. Við verðum að gera félögunum grein fyrir því að þetta er ekkert í boði frá okkur. Það eru ákveðnar reglur hjá UEFA og FIFA og við eigum rétt á því að fá leikmennina. Við gerum ekki samþykkt það að félögin séu að narta í þá á meðan þeir eru hjá okkur. Þetta getur gerst einu sinni en þetta er ekki eitthvað sem við ætlum að hafa sem einhverja vinnureglu í framtíðinni. Það er alveg ljóst,“ sagði Arnar Þór. „Við hefðum valið Gulla núna. Þetta var ekkert persónulegt á móti Gulla. Ég er búinn að eiga mjög góð samtöl við Gulla síðan,“ sagði Arnar. „Það eina sem er í þessu er það sem ég var að reyna að útskýra áðan. Gulli var settur í þá stöðu að þurfa velja en hann á ekki að vera settur í þá stöðu. Ef hann er settur í þá stöðu þá er ég líka settur í þá stöðu sem landsliðsþjálfari. Ég verð að sýna það að ég er ekki að fara niður þann veg að hleypa mínum leikmönnum í burtu, hvenær sem klúbbunum sýnist svo að leikirnir séu ekki nógu mikilvægir þannig að þeir geti kallað leikmennina til baka,“ sagði Arnar. „Ég á rétt á leikmönnunum og ég vil nota þá þegar þeir eru hjá mér. Gulli lendir í því að vera á milli steins og sleggju og verður svolítið fórnarlamb þess að ég þarf að sýna líka að klúbbarnir megi reyna þetta aftur en leikmennirnir þurfa að vita það að þetta er ekki í boði,“ sagði Arnar. Það má sjá hluta úr viðtalinu hér fyrir ofan.
HM 2022 í Katar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira