Innlent

Fordæma staðhæfingar Þorbjargar og vilja rannsókn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fjölnir Sæmundsson er formaður Landsambands lögreglumanna.
Fjölnir Sæmundsson er formaður Landsambands lögreglumanna.

Landssamband lögreglumanna vill að ríkissaksóknari rannsaki staðhæfingar Þorbjargar Ingu Jónsdóttur lögmanns, sem sagði á ráðstefnu á Hólum engan vafa leika á því að kerfið réttarkerfið færi í manngreiningarálit eftir þjóðfélagsstöðu.

Þetta kemur fram í erindi sambandsins til dómsmálaráðherra en þar eru ummæli Þorbjargar fordæmd, að því er segir í Fréttablaðinu

Þorbjörg Inga hefur sinnt réttargæslu fyrir þolendur í kynferðisbrotamálum um árabil en Fréttablaðið hefur eftir Fjölni Sæmundssyni, formanni Landssambands lögreglumanna, að ummæli hennar séu sérstaklega viðkvæm þar sem hún sitji í ráðherraskipaðri nefnd um eftirlit með störfum lögreglu.

„Landssamband lögreglumanna hafnar alfarið þeim ávirðingum sem framangreind ummæli lögmannsins bera með sér og fordæmir að lögreglu sé með þessum hætti spyrt saman við mismunun á grundvelli þjóðernis, kynþáttar, mismunun á grundvelli stéttar og stöðu og kyns,“ segir í erindinu.

Þá segir að í ljósi ávirðingana verði ekki hjá því komist að hvetja til þess að embætti ríkissaksóknara verði falið að rannsaka starfshætti lögreglu við skýrslutökur af brotaþolum og gerendum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.