Allt bendi til þess að þriðji skammturinn stuðli að hjarðónæmi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2021 21:33 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bindur vonir við þriðja skammt bóluefnis. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segist vonast til þess að örvunarbólusetning verði til þess að hjarðónæmi gegn kórónuveirunni náist hér á landi. Þetta kom fram í máli hans í Kastljósi í kvöld. Þar benti hann á að af þeim 30 þúsund sem fengið hafa örvunarbólusetningu hafi aðeins tíu greinst með Covid. Hann benti á til samanburðar að um 4.500 manns hefðu smitast af þeim 270 til 280 þúsundum sem hafa fengið tvo bóluefnaskammta. „Við þurfum að ná hjarðónæmi, það er bara ósköp einfalt. Við þurfum að ná því fyrir alla smitsjúkdóma, ef við ætlum ekki að láta smitsjúkdóma ganga í samfélaginu í einhverjum mæli. Það er bara grunnprinsipp,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að í upphafi sumars hefði verið talið að tvær sprautur dygðu til þess að byggja upp hjarðónæmi í samfélaginu. Rannsóknir þar að lútandi hafi hins vegar byggt á fyrri afbrigðum en því sem nú hefur breiðst um heiminn. Það hafi verið afbrigði sem bólusetningar dygðu betur gegn en nú er raunin. „Núna hefur það komið í ljós að tvær sprautur eru ekki alveg nógu góðar. Þær koma í veg fyrir smit hjá 50 prósent fólks en kannski 90 prósent í veg fyrir alvarleg veikindi. Þannig að, þetta er ekki nóg til að mynda hér einhvers konar hjarðónæmi,“ sagði Þórólfur. Hann segir þriðja skammt bóluefnis hafa gefið góða raun í Ísrael og komi í mun meira mæli í veg fyrir smit og alvarleg veikindi. „Mér finnst svona allt benda til þess að við getum bundið vonir við það að skammtur númer þrjú muni búa til hjarðónæmi hérna og stoppa þetta allavega verulega af,“ sagði Þórólfur. Vinna eins hratt og unnt er Þórólfur segir að verið sé að ráðast í þriðju bólusetningu eins hratt og hægt er, en ekki er hægt að frá þriðja skammt bóluefnis fyrr en fimm mánuðum eftir að annar skammtur hefur verið gefinn. „Við erum að gera þetta eins hratt og við getum. Við erum búin að raða fólki upp í hópa eftir því hvenær það getur fengið örvunarskammtinn, eftir fimm mánuði. Það er í lok þessa árs og í byrjun þess næsta sem það ætti að takast.“ Hann segist binda vonir við að sem flestir mæti og þiggi örvunarbólusetningu, þar sem hún verndi ekki eingöngu einstaklinginn sjálfan fyrir smiti og veikindum, heldur samfélagið allt. „Þannig ættum við að geta komist út úr Covid, ef allt virkar eins og það virðist núna. En auðvitað á ýmislegt eftir að koma í ljós. Reynslan á eftir að sýna okkur hvort þetta virkar svona eða ekki. En þetta er vonin okkar núna, finnst mér,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ráðleggur fólki frá því að ákveða um þriðja skammtinn út frá mótefnamælingu 117 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sóttvarnalæknir ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. Tvö hágæslurými verða tekin í notkun á Landspítala í desember. 8. nóvember 2021 14:08 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Þar benti hann á að af þeim 30 þúsund sem fengið hafa örvunarbólusetningu hafi aðeins tíu greinst með Covid. Hann benti á til samanburðar að um 4.500 manns hefðu smitast af þeim 270 til 280 þúsundum sem hafa fengið tvo bóluefnaskammta. „Við þurfum að ná hjarðónæmi, það er bara ósköp einfalt. Við þurfum að ná því fyrir alla smitsjúkdóma, ef við ætlum ekki að láta smitsjúkdóma ganga í samfélaginu í einhverjum mæli. Það er bara grunnprinsipp,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að í upphafi sumars hefði verið talið að tvær sprautur dygðu til þess að byggja upp hjarðónæmi í samfélaginu. Rannsóknir þar að lútandi hafi hins vegar byggt á fyrri afbrigðum en því sem nú hefur breiðst um heiminn. Það hafi verið afbrigði sem bólusetningar dygðu betur gegn en nú er raunin. „Núna hefur það komið í ljós að tvær sprautur eru ekki alveg nógu góðar. Þær koma í veg fyrir smit hjá 50 prósent fólks en kannski 90 prósent í veg fyrir alvarleg veikindi. Þannig að, þetta er ekki nóg til að mynda hér einhvers konar hjarðónæmi,“ sagði Þórólfur. Hann segir þriðja skammt bóluefnis hafa gefið góða raun í Ísrael og komi í mun meira mæli í veg fyrir smit og alvarleg veikindi. „Mér finnst svona allt benda til þess að við getum bundið vonir við það að skammtur númer þrjú muni búa til hjarðónæmi hérna og stoppa þetta allavega verulega af,“ sagði Þórólfur. Vinna eins hratt og unnt er Þórólfur segir að verið sé að ráðast í þriðju bólusetningu eins hratt og hægt er, en ekki er hægt að frá þriðja skammt bóluefnis fyrr en fimm mánuðum eftir að annar skammtur hefur verið gefinn. „Við erum að gera þetta eins hratt og við getum. Við erum búin að raða fólki upp í hópa eftir því hvenær það getur fengið örvunarskammtinn, eftir fimm mánuði. Það er í lok þessa árs og í byrjun þess næsta sem það ætti að takast.“ Hann segist binda vonir við að sem flestir mæti og þiggi örvunarbólusetningu, þar sem hún verndi ekki eingöngu einstaklinginn sjálfan fyrir smiti og veikindum, heldur samfélagið allt. „Þannig ættum við að geta komist út úr Covid, ef allt virkar eins og það virðist núna. En auðvitað á ýmislegt eftir að koma í ljós. Reynslan á eftir að sýna okkur hvort þetta virkar svona eða ekki. En þetta er vonin okkar núna, finnst mér,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ráðleggur fólki frá því að ákveða um þriðja skammtinn út frá mótefnamælingu 117 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sóttvarnalæknir ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. Tvö hágæslurými verða tekin í notkun á Landspítala í desember. 8. nóvember 2021 14:08 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Ráðleggur fólki frá því að ákveða um þriðja skammtinn út frá mótefnamælingu 117 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sóttvarnalæknir ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. Tvö hágæslurými verða tekin í notkun á Landspítala í desember. 8. nóvember 2021 14:08