Xavi ætlar að hrista upp í leikmannahópnum | Pique, Alba, Roberto og Busquets á útleið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. nóvember 2021 22:01 Xavi virðist hvorki ætla að nota Busquets og Piqué. Pedro Salado/Getty Images Svo virðist sem nýr þjálfari Barcelona ætli sér að taka til hendinni og losa sig við suma af sínum reynslumestu leikmönnum. Hinn 41 árs gamli Xavi var í dag tilkynntur sem nýr þjálfari spænska knattspyrnufélagsins Barcelona. Xavi er goðsögn hjá félaginu og er nú snúinn aftur „heim“ eftir sex ár hjá Al Sadd í Katar, fjögur sem leikmaður og tvö sem þjálfari. Þó svo að franski vængmaðurinn Ousmane Dembélé hafi fengið mikið hrós frá verðandi þjálfara sínum í dag virðist sem enginn leikmaður muni eiga öruggt sæti í leikmannahóp Börsunga. Xavi quickly laying out his cards on Dembele. Urges Laporta to renew his contract and says, if coached well, he will be one of the best in the world in his position. 'Un crack mundial'— Samuel Marsden (@samuelmarsden) November 8, 2021 Samkvæmt frétt El Nacional þá stefnir Xavi á að leyfa fjórum af reynslumestu leikmönnum liðsins að hverfa á braut í sumar. Um er að ræða miðvörðinn Gerard Piqué, vinstri bakvörðinn Jordi Alba, hægri bakvörðinn Sergi Roberto og miðjumanninn Sergio Busquets. Það gæti þó reynst þrautin þyngri en samningur hins 34 ára gamla Pique rennur ekki út fyrr en sumarið 2024. Sömu sögu er að segja af hinum 32 ára gamla Alba á meðan samningur hins 33 ára gamla Busquets rennur út sumarið 2023. Hinn 29 ára gamli Roberto verður hins vegar samningslaus næsta sumar. Ef marka má þessar fréttir er ljóst að Xavi vill yngri leikmenn þar sem hann vill spila af miklum ákafa frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Meira um leikstíl Xavi má lesa í viðtali Bjarka Má Ólafssonar við Sky Sports er ljóst var að Xavi yrði nýr þjálfari Börsunga. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Hinn 41 árs gamli Xavi var í dag tilkynntur sem nýr þjálfari spænska knattspyrnufélagsins Barcelona. Xavi er goðsögn hjá félaginu og er nú snúinn aftur „heim“ eftir sex ár hjá Al Sadd í Katar, fjögur sem leikmaður og tvö sem þjálfari. Þó svo að franski vængmaðurinn Ousmane Dembélé hafi fengið mikið hrós frá verðandi þjálfara sínum í dag virðist sem enginn leikmaður muni eiga öruggt sæti í leikmannahóp Börsunga. Xavi quickly laying out his cards on Dembele. Urges Laporta to renew his contract and says, if coached well, he will be one of the best in the world in his position. 'Un crack mundial'— Samuel Marsden (@samuelmarsden) November 8, 2021 Samkvæmt frétt El Nacional þá stefnir Xavi á að leyfa fjórum af reynslumestu leikmönnum liðsins að hverfa á braut í sumar. Um er að ræða miðvörðinn Gerard Piqué, vinstri bakvörðinn Jordi Alba, hægri bakvörðinn Sergi Roberto og miðjumanninn Sergio Busquets. Það gæti þó reynst þrautin þyngri en samningur hins 34 ára gamla Pique rennur ekki út fyrr en sumarið 2024. Sömu sögu er að segja af hinum 32 ára gamla Alba á meðan samningur hins 33 ára gamla Busquets rennur út sumarið 2023. Hinn 29 ára gamli Roberto verður hins vegar samningslaus næsta sumar. Ef marka má þessar fréttir er ljóst að Xavi vill yngri leikmenn þar sem hann vill spila af miklum ákafa frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Meira um leikstíl Xavi má lesa í viðtali Bjarka Má Ólafssonar við Sky Sports er ljóst var að Xavi yrði nýr þjálfari Börsunga.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira