Xavi ætlar að hrista upp í leikmannahópnum | Pique, Alba, Roberto og Busquets á útleið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. nóvember 2021 22:01 Xavi virðist hvorki ætla að nota Busquets og Piqué. Pedro Salado/Getty Images Svo virðist sem nýr þjálfari Barcelona ætli sér að taka til hendinni og losa sig við suma af sínum reynslumestu leikmönnum. Hinn 41 árs gamli Xavi var í dag tilkynntur sem nýr þjálfari spænska knattspyrnufélagsins Barcelona. Xavi er goðsögn hjá félaginu og er nú snúinn aftur „heim“ eftir sex ár hjá Al Sadd í Katar, fjögur sem leikmaður og tvö sem þjálfari. Þó svo að franski vængmaðurinn Ousmane Dembélé hafi fengið mikið hrós frá verðandi þjálfara sínum í dag virðist sem enginn leikmaður muni eiga öruggt sæti í leikmannahóp Börsunga. Xavi quickly laying out his cards on Dembele. Urges Laporta to renew his contract and says, if coached well, he will be one of the best in the world in his position. 'Un crack mundial'— Samuel Marsden (@samuelmarsden) November 8, 2021 Samkvæmt frétt El Nacional þá stefnir Xavi á að leyfa fjórum af reynslumestu leikmönnum liðsins að hverfa á braut í sumar. Um er að ræða miðvörðinn Gerard Piqué, vinstri bakvörðinn Jordi Alba, hægri bakvörðinn Sergi Roberto og miðjumanninn Sergio Busquets. Það gæti þó reynst þrautin þyngri en samningur hins 34 ára gamla Pique rennur ekki út fyrr en sumarið 2024. Sömu sögu er að segja af hinum 32 ára gamla Alba á meðan samningur hins 33 ára gamla Busquets rennur út sumarið 2023. Hinn 29 ára gamli Roberto verður hins vegar samningslaus næsta sumar. Ef marka má þessar fréttir er ljóst að Xavi vill yngri leikmenn þar sem hann vill spila af miklum ákafa frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Meira um leikstíl Xavi má lesa í viðtali Bjarka Má Ólafssonar við Sky Sports er ljóst var að Xavi yrði nýr þjálfari Börsunga. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Hinn 41 árs gamli Xavi var í dag tilkynntur sem nýr þjálfari spænska knattspyrnufélagsins Barcelona. Xavi er goðsögn hjá félaginu og er nú snúinn aftur „heim“ eftir sex ár hjá Al Sadd í Katar, fjögur sem leikmaður og tvö sem þjálfari. Þó svo að franski vængmaðurinn Ousmane Dembélé hafi fengið mikið hrós frá verðandi þjálfara sínum í dag virðist sem enginn leikmaður muni eiga öruggt sæti í leikmannahóp Börsunga. Xavi quickly laying out his cards on Dembele. Urges Laporta to renew his contract and says, if coached well, he will be one of the best in the world in his position. 'Un crack mundial'— Samuel Marsden (@samuelmarsden) November 8, 2021 Samkvæmt frétt El Nacional þá stefnir Xavi á að leyfa fjórum af reynslumestu leikmönnum liðsins að hverfa á braut í sumar. Um er að ræða miðvörðinn Gerard Piqué, vinstri bakvörðinn Jordi Alba, hægri bakvörðinn Sergi Roberto og miðjumanninn Sergio Busquets. Það gæti þó reynst þrautin þyngri en samningur hins 34 ára gamla Pique rennur ekki út fyrr en sumarið 2024. Sömu sögu er að segja af hinum 32 ára gamla Alba á meðan samningur hins 33 ára gamla Busquets rennur út sumarið 2023. Hinn 29 ára gamli Roberto verður hins vegar samningslaus næsta sumar. Ef marka má þessar fréttir er ljóst að Xavi vill yngri leikmenn þar sem hann vill spila af miklum ákafa frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Meira um leikstíl Xavi má lesa í viðtali Bjarka Má Ólafssonar við Sky Sports er ljóst var að Xavi yrði nýr þjálfari Börsunga.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira