Byggðu eftirlíkingar af bandarískum herskipum til að skjóta eldflaugum á Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2021 13:01 Lestarteinarnir sem sjá má á þessari mynd eru notaðir til að líkja eftir skipum á siglingu. AP/Maxar Technologies Kínverjar hafa byggt eftirlíkingar af bandarískum herskipum og skotmörk í eyðimörk þar sem tilraunir eru gerðar með eldflaugar. Þetta sést á gervihnattamyndum sem birtar voru um helgina. Gervihnattarmyndirnar frá Taklamakan-eyðimörkinni sýna útlínur bandarísks flugmóðurskips og eftirlíkingar tveggja Arleigh Burke eldflauga-tundurspilla, samkvæmt greiningu U.S. Naval Institute. Myndirnar sýna einnig að minnst einu líkani hefur verið komið fyrir á stórum lestarteinum sem sérfræðingar segja notað til að æfa það að skjóta á skip á siglingu, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Eftirlíkingar af bandarískum tundurspillum eru sögð töluvert nákvæm en sjá má byggingar sem líkja eftir vopnum og brú skipanna.AP/Maxar Technologies Herafli Kína hefur á undanförnum árum gegnið í gegnum mikla nútímavæðingu og uppbyggingu. Mikið púður hefur verið lagt í þróun langdrægra eldflauga sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum og öðrum herskipum Bandaríkjanna. Eldflaugar þessar geta grandað skotmörkum í þúsunda kílómetra fjarlægð frá skotstað. Kínverjar gerðu fyrstu tilraunirnar með þessar eldflaugar árið 2019 þegar sex eldflaugum var skotið í sjóinn skammt frá Spratly-eyjum í Suður-Kínahafi. Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls hafsins. Kort sem sýnir drægni eldflauga sem Kínverjar hafa þróað til að granda skipum.Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í síðustu viku skýrslu um herafla Kína þar sem segir að geta þessara eldflauga hafi aukist til muna á undanförnu. Frá meginlandinu geti Kínverjar gert árásir víðsvegar um Asíu, á Indlandshafi og í Kyrrahafinu. Þá hafa fregnir borist af því að Kínverjar hafi þróað eldflaugar sem hannaðar eru til að granda skipum og geta verið bornar af sprengjuflugvélum til að auka drægni þeirra. AP fréttaveitan segir starfsmenn Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna hafa sífellt meiri áhyggjur af ætlunum Kínverja varðandi Taívan. Kína gerir tilkall til eyríkisins og forsvarsmenn Kommúnistaflokks Kína hafa heitið því að Taívan verði sameinað meginlandinu og mögulega með valdi. Bandaríkin og önnur ríki hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar geri Kína árás á eyríkið. Þær eldflaugar sem Kínverjar eru að þróa og hafa þróað gætu verið notaðar til að granda flugmóðurskipum Bandaríkjanna í Kyrrahafinu eða koma í veg fyrir að hægt væri að nota þau til að aðstoða Taívan. Útlínur bandarísks flugmóðurskips í eyðimörkinni.AP/Maxar Technologies Kína Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir ESB til Taívana: „Þið eruð ekki ein“ Fyrsta opinbera sendinefnd Evrópuþingsins til Taívan tilkynnti ráðamönnum þar að íbúar eyríkisins stæðu ekki einir gegn sífellt auknum þrýstingi frá Kína. Taívanar leita bandamanna um víða veröld. 4. nóvember 2021 13:16 Biden gagnrýndi fjarveru leiðtoga Kína og Rússlands Joe Biden Bandaríkjaforseti gagnrýndi leiðtoga Kína og Rússlands fyrir að láta ekki sjá sig á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í dag. Sakaði hann Kína um að snúa baki við vandamálinu og Rússland sömuleiðis. 2. nóvember 2021 23:09 Sigldu á óþekkt neðansjávarfjall Kafbátnum USS Connecticut var siglt á neðansjávarfjall sem hafði aldrei verið kortlagt. Minnst tólf sjóliðar slösuðust og kjarnorkukafbáturinn skemmdist töluvert þegar honum var siglt á fjallið í grennd við Suður-Kínahaf í upphafi síðasta mánaðar. 2. nóvember 2021 12:19 Æfðu að lenda hermönnum á strönd skammt frá Taívan Her Kína hélt nýverið æfingar í að lenda hermönnum af sjó. Þær æfingar voru gerðar í héraðinu sem er andspænis Taívan. Æfingarnar hafa þó ekki verið beintengdar mjög aukinni spennu milli Kína og Taívans. 12. október 2021 15:06 Heitir því að Taívan verði sameinað Kína á ný Xi Jinping forseti Kína hefur heitið því að Taívan muni „sameinast“ Alþýðulýðveldinu Kína að nýju. Forsetinn sagðist í dag, laugardag, vona að sameiningin takist án þess að beita þurfi valdi. 9. október 2021 07:55 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Þetta sést á gervihnattamyndum sem birtar voru um helgina. Gervihnattarmyndirnar frá Taklamakan-eyðimörkinni sýna útlínur bandarísks flugmóðurskips og eftirlíkingar tveggja Arleigh Burke eldflauga-tundurspilla, samkvæmt greiningu U.S. Naval Institute. Myndirnar sýna einnig að minnst einu líkani hefur verið komið fyrir á stórum lestarteinum sem sérfræðingar segja notað til að æfa það að skjóta á skip á siglingu, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Eftirlíkingar af bandarískum tundurspillum eru sögð töluvert nákvæm en sjá má byggingar sem líkja eftir vopnum og brú skipanna.AP/Maxar Technologies Herafli Kína hefur á undanförnum árum gegnið í gegnum mikla nútímavæðingu og uppbyggingu. Mikið púður hefur verið lagt í þróun langdrægra eldflauga sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum og öðrum herskipum Bandaríkjanna. Eldflaugar þessar geta grandað skotmörkum í þúsunda kílómetra fjarlægð frá skotstað. Kínverjar gerðu fyrstu tilraunirnar með þessar eldflaugar árið 2019 þegar sex eldflaugum var skotið í sjóinn skammt frá Spratly-eyjum í Suður-Kínahafi. Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls hafsins. Kort sem sýnir drægni eldflauga sem Kínverjar hafa þróað til að granda skipum.Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í síðustu viku skýrslu um herafla Kína þar sem segir að geta þessara eldflauga hafi aukist til muna á undanförnu. Frá meginlandinu geti Kínverjar gert árásir víðsvegar um Asíu, á Indlandshafi og í Kyrrahafinu. Þá hafa fregnir borist af því að Kínverjar hafi þróað eldflaugar sem hannaðar eru til að granda skipum og geta verið bornar af sprengjuflugvélum til að auka drægni þeirra. AP fréttaveitan segir starfsmenn Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna hafa sífellt meiri áhyggjur af ætlunum Kínverja varðandi Taívan. Kína gerir tilkall til eyríkisins og forsvarsmenn Kommúnistaflokks Kína hafa heitið því að Taívan verði sameinað meginlandinu og mögulega með valdi. Bandaríkin og önnur ríki hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar geri Kína árás á eyríkið. Þær eldflaugar sem Kínverjar eru að þróa og hafa þróað gætu verið notaðar til að granda flugmóðurskipum Bandaríkjanna í Kyrrahafinu eða koma í veg fyrir að hægt væri að nota þau til að aðstoða Taívan. Útlínur bandarísks flugmóðurskips í eyðimörkinni.AP/Maxar Technologies
Kína Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir ESB til Taívana: „Þið eruð ekki ein“ Fyrsta opinbera sendinefnd Evrópuþingsins til Taívan tilkynnti ráðamönnum þar að íbúar eyríkisins stæðu ekki einir gegn sífellt auknum þrýstingi frá Kína. Taívanar leita bandamanna um víða veröld. 4. nóvember 2021 13:16 Biden gagnrýndi fjarveru leiðtoga Kína og Rússlands Joe Biden Bandaríkjaforseti gagnrýndi leiðtoga Kína og Rússlands fyrir að láta ekki sjá sig á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í dag. Sakaði hann Kína um að snúa baki við vandamálinu og Rússland sömuleiðis. 2. nóvember 2021 23:09 Sigldu á óþekkt neðansjávarfjall Kafbátnum USS Connecticut var siglt á neðansjávarfjall sem hafði aldrei verið kortlagt. Minnst tólf sjóliðar slösuðust og kjarnorkukafbáturinn skemmdist töluvert þegar honum var siglt á fjallið í grennd við Suður-Kínahaf í upphafi síðasta mánaðar. 2. nóvember 2021 12:19 Æfðu að lenda hermönnum á strönd skammt frá Taívan Her Kína hélt nýverið æfingar í að lenda hermönnum af sjó. Þær æfingar voru gerðar í héraðinu sem er andspænis Taívan. Æfingarnar hafa þó ekki verið beintengdar mjög aukinni spennu milli Kína og Taívans. 12. október 2021 15:06 Heitir því að Taívan verði sameinað Kína á ný Xi Jinping forseti Kína hefur heitið því að Taívan muni „sameinast“ Alþýðulýðveldinu Kína að nýju. Forsetinn sagðist í dag, laugardag, vona að sameiningin takist án þess að beita þurfi valdi. 9. október 2021 07:55 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
ESB til Taívana: „Þið eruð ekki ein“ Fyrsta opinbera sendinefnd Evrópuþingsins til Taívan tilkynnti ráðamönnum þar að íbúar eyríkisins stæðu ekki einir gegn sífellt auknum þrýstingi frá Kína. Taívanar leita bandamanna um víða veröld. 4. nóvember 2021 13:16
Biden gagnrýndi fjarveru leiðtoga Kína og Rússlands Joe Biden Bandaríkjaforseti gagnrýndi leiðtoga Kína og Rússlands fyrir að láta ekki sjá sig á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í dag. Sakaði hann Kína um að snúa baki við vandamálinu og Rússland sömuleiðis. 2. nóvember 2021 23:09
Sigldu á óþekkt neðansjávarfjall Kafbátnum USS Connecticut var siglt á neðansjávarfjall sem hafði aldrei verið kortlagt. Minnst tólf sjóliðar slösuðust og kjarnorkukafbáturinn skemmdist töluvert þegar honum var siglt á fjallið í grennd við Suður-Kínahaf í upphafi síðasta mánaðar. 2. nóvember 2021 12:19
Æfðu að lenda hermönnum á strönd skammt frá Taívan Her Kína hélt nýverið æfingar í að lenda hermönnum af sjó. Þær æfingar voru gerðar í héraðinu sem er andspænis Taívan. Æfingarnar hafa þó ekki verið beintengdar mjög aukinni spennu milli Kína og Taívans. 12. október 2021 15:06
Heitir því að Taívan verði sameinað Kína á ný Xi Jinping forseti Kína hefur heitið því að Taívan muni „sameinast“ Alþýðulýðveldinu Kína að nýju. Forsetinn sagðist í dag, laugardag, vona að sameiningin takist án þess að beita þurfi valdi. 9. október 2021 07:55