Banatilræði við forsætisráðherra Írak misheppnaðist Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 08:01 Mustafa al-Khadimi lifði af banatilræði sem gert var gegn honum í morgun. AP Photo/Khalid Mohammed, File Mustafa al-Kadhimi forsætisráðherra Íraks lifði af banatilræði sem gert var gegn honum á heimili hans í morgun. Sjö öryggisverðir slösuðust í árásinni en notast var við tvo vopnaða dróna í henni. Þetta staðfestu tveir opinberir írakskir starfsmenn í samtali við fréttastofu AP í morgun. Talið er að árásin tengist deilum írakskra stjórnvalda og íranskra vígahópa, sem hafa neitað að samþykkja niðurstöður þingkosninga sem fóru fram í síðasta mánuði. Samkvæmt heimildum var notast við tvo vopnaða dróna við banatilræðið og spjótum beint að heimili Kadhimis í Baghdad. „Það er í lagi með mig og ég er núna með fjölskyldunni minni. Guði sé lof,“ tísti forsætisráðherrann stuttu eftir árásina. *Hann kallaði jafnframt eftir því að fólk héldi ró sinni, „fyrir Írak.“ Öryggissveitir standa vörð fyrir utan græna svæðið.AP Photo/Hadi Mizban Seinna í morgun mætti hann svo í sjónvarpsviðtal og virtist rólegur. Ítrekaði hann þar að „heigulslegar drónaárásir byggðu hvorki upp föðurlönd né framtíð.“ Í yfirlýsingu frá yfirvöldum kemur fram að drónarnir hafi verið hlaðnir sprengiefni og hafi þeim verið beint að heimili Kadhimis. Heimili hans er á svokölluðu grænu svæði, hverfi þar sem stjórnmálamenn búa, sendiráð eru og ríkisskrifstofur. Íbúar í nágrenninu heyrðu sprenginguna og strax eftir hana byssuskot. Enn hefur enginn lýst yfir ábyrgð á árásinni en í frétt AP er það tekið fram að mikil spenna hafi verið milli öryggissveita og vígahópa íranskra shía múslima frá því að þingkosningar fóru fram í Írak. Stuðningsmenn írönsku vígasveitana hafi undanfarinn mánuð haldið til fyrir utan hliðin að græna svæðinu og neita að samþykkja niðurstöður þingkosninganna, en þar misstu þeir tvo þriðju af þeim þingsætum sem þeir áður höfðu. Írak Tengdar fréttir Gengið til kosninga eftir sleitulaus mótmæli Kjörstaðir voru opnaðir í Írak í morgun eftir háværa kröfu mótmælenda um að flýta þingkosningum vegna spillingar í landinu. Kosningar áttu að fara fram á næsta ári en eftir sleitulaus og ofbeldisfull fjöldamótmæli allt frá árinu 2019 var þeim flýtt um sex mánuði. 10. október 2021 16:46 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útlát til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Þetta staðfestu tveir opinberir írakskir starfsmenn í samtali við fréttastofu AP í morgun. Talið er að árásin tengist deilum írakskra stjórnvalda og íranskra vígahópa, sem hafa neitað að samþykkja niðurstöður þingkosninga sem fóru fram í síðasta mánuði. Samkvæmt heimildum var notast við tvo vopnaða dróna við banatilræðið og spjótum beint að heimili Kadhimis í Baghdad. „Það er í lagi með mig og ég er núna með fjölskyldunni minni. Guði sé lof,“ tísti forsætisráðherrann stuttu eftir árásina. *Hann kallaði jafnframt eftir því að fólk héldi ró sinni, „fyrir Írak.“ Öryggissveitir standa vörð fyrir utan græna svæðið.AP Photo/Hadi Mizban Seinna í morgun mætti hann svo í sjónvarpsviðtal og virtist rólegur. Ítrekaði hann þar að „heigulslegar drónaárásir byggðu hvorki upp föðurlönd né framtíð.“ Í yfirlýsingu frá yfirvöldum kemur fram að drónarnir hafi verið hlaðnir sprengiefni og hafi þeim verið beint að heimili Kadhimis. Heimili hans er á svokölluðu grænu svæði, hverfi þar sem stjórnmálamenn búa, sendiráð eru og ríkisskrifstofur. Íbúar í nágrenninu heyrðu sprenginguna og strax eftir hana byssuskot. Enn hefur enginn lýst yfir ábyrgð á árásinni en í frétt AP er það tekið fram að mikil spenna hafi verið milli öryggissveita og vígahópa íranskra shía múslima frá því að þingkosningar fóru fram í Írak. Stuðningsmenn írönsku vígasveitana hafi undanfarinn mánuð haldið til fyrir utan hliðin að græna svæðinu og neita að samþykkja niðurstöður þingkosninganna, en þar misstu þeir tvo þriðju af þeim þingsætum sem þeir áður höfðu.
Írak Tengdar fréttir Gengið til kosninga eftir sleitulaus mótmæli Kjörstaðir voru opnaðir í Írak í morgun eftir háværa kröfu mótmælenda um að flýta þingkosningum vegna spillingar í landinu. Kosningar áttu að fara fram á næsta ári en eftir sleitulaus og ofbeldisfull fjöldamótmæli allt frá árinu 2019 var þeim flýtt um sex mánuði. 10. október 2021 16:46 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útlát til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Gengið til kosninga eftir sleitulaus mótmæli Kjörstaðir voru opnaðir í Írak í morgun eftir háværa kröfu mótmælenda um að flýta þingkosningum vegna spillingar í landinu. Kosningar áttu að fara fram á næsta ári en eftir sleitulaus og ofbeldisfull fjöldamótmæli allt frá árinu 2019 var þeim flýtt um sex mánuði. 10. október 2021 16:46