Erlent

Tveir eldri menn létust á tónleikum til heiðurs Abba

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Atvikið átti sér stað á tónleikastað við Vaksala-torg.
Atvikið átti sér stað á tónleikastað við Vaksala-torg.

Tveir menn, annar á níræðisaldri og hinn á sjötugsaldri, létust á tónleikum til heiðurs hljómsveitinni Abba í Uppsölum í gærkvöldi. Um slys var að ræða en eldri maðurinn datt niður af svölum og ofan á hinn.

Atvikið átti sér stað um hálftíma áður en tónleikarnir áttu að hefjast.

Að sögn talsmanns lögreglu lenti eldri maðurinn á tveimur öðrum, manni og konu. Maðurinn lést á leiðinni á sjúkrahús en konan, sem er á sjötugsaldri, slasaðist ekki lífshættulega.

Lögregla segist ekki vita nákvæmlega hvað gerðist en engin grunur er uppi um að eitthvað glæpsamlegt hafi átt sér stað. Um þúsund manns voru á staðnum þegar harmleikurinn átti sér stað og þar sem maðurinn féll niður beið fjöldi fólks eftir að vera hleypt inn.

Tónleikunum var aflýst.

SVT greindi frá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×