Erlent

Face­book eyðir and­lits­gögnum milljarðs manna

Þorgils Jónsson skrifar
Mark Zuckerberg og hans fólk hjá Facebok hafa ákveðið að hætta með andlitsgreiningartækni sem þau hafa notað síðasta áratuginn og eyða gögnum um meira en milljarð notenda.
Mark Zuckerberg og hans fólk hjá Facebok hafa ákveðið að hætta með andlitsgreiningartækni sem þau hafa notað síðasta áratuginn og eyða gögnum um meira en milljarð notenda.

Facebook tilkynnti í dag að fyrirtækið hygðist leggja niður andlitsgreiningakerfi sitt og eyða gögnum frá meira en milljarði notenda sem það hefur safnað í rúman áratug. Tæknin var meðal annars notuð til að benda notendum á myndir þar sem andlit þeirra gætu verið.

Yfirmaður gervigreindardeildar tæknirisans Facebook sagði í tilkynningu í dag að fyrirtækið væri að reyna að vega og meta áhrif andlitsgreiningartækninnar á tíma þar sem notendur hafa sívaxandi áhyggjur af persónuverndarmálum og löggjafinn hefur ekki gefið út skýrar reglur. Því verði gögnum um meira en milljarð andlit eytt.

Facebook hefur staðið í miklum ólgusjó síðustu vikur og mánuði þar sem gögn sem lekið var innan úr fyrirtækinu gefa til kynna að forsvarsfólk hafi virt að vettugi vísbendingar um skaðleg áhrif miðla þeirra, til að skaða ekki arðsemi.

Fyrir helgi var tilkynnt um nýtt nafn fyrir móðurfélag Facebook, sem mun nú heita Meta.

Facebook svaraði ekki fyrirspurnum frá AP um hvort eða hvernig notendur gætu gengið úr skugga um að andlitsgreiningargögnum þeirra hafi verið eytt, eða hvað verði nú gert við tæknina sem hafði verið þróuð í þessum tilgangi.


Tengdar fréttir

Facebook breytir um nafn

Samfélagmiðlarisinn Facebook hyggst nú breyta um nafn. Nýja nafnið verður "Meta" en nafnbreytingin er liður í áherslubreytingu fyrirtækisins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×