Búa sig undir örtröð eftir 800 metra bílaröð um helgina Snorri Másson skrifar 2. nóvember 2021 12:09 Fjögur smit greindust á Selfossi í gær. Vísir 800 metra löng bílaröð myndaðist í sýnatöku á Selfossi um helgina og lögregla gerir ráð fyrir mikilli örtröð í dag. 85 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þeim fjölgar sem greinst hafa með veiruna eftir legu á hjartadeild. Níu hundruð þrjátíu og tveir eru þessa stundina með virkt Covid-smit á landinu og 1.200 eru í sóttkví. Sjúklingur sem hafði verið á hjartadeild Landspítalans er á meðal þeirra sem greindust með Covid-19 í gær eftir að hafa verið í sóttkví frá því að hópsýking kom þar upp. Samtals hafa því sex sjúklingar greinst með veiruna í hópsýkingunni, en að minnsta kosti tveir starfsmenn. Enginn hefur veikst lífshættulega af völdum veirunnar í þeim hópi. Smit virðist síður útbreitt en óttast var á Selfossi Einkar margir eru í sóttkví á Selfossi, þar sem smit hafa greinst í skólum undanfarið. Díana Óskarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir mikið álag á heilsugæslunni við sýnatökur. Margir eru að koma í seinni sýnatöku í dag. „Við tókum um fjögur hundruð sýni í gær og eigum von á svipuðum fjölda í dag og jafnvel bara út vikuna. Það er mikil aðsókn í sýnatökur. Sem betur fer blasir ekki við að mikið sé að bætast við af smitum á 800-svæðinu alla vega, en við sjáum ekki alveg fyrir endann á þessu. Við vonum bara það besta en það getur allt breyst með öllum þessum sýnatökum sem við erum að taka,“ segir Díana. Um helgina myndaðist hátt í 800 metra löng bílaröð, en Díana segir að ferlið gangi þó smurt fyrir sig. „Í raun gengur þetta ótrúlega vel. Lögreglan stýrir náttúrulega bara umferðinni á meðan það er opið í sýnatökurnar, en þetta er svona þegar það eru að koma fjögur hundruð í sýnatöku. Það koma allir á bílum, þannig að fólk keyrir í gegnum bílakjallarann hjá Krónunni. Þá myndast náttúrulega bara löng röð af bílum,“ segir Díana. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Tengdar fréttir Gera ráð fyrir miklum fjölda í sýnatökur á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi biðlar til íbúa á svæðinu að sýna tillitssemi og þolinmæði þegar þeir sækja sýnatöku í bílakjallara Krónunnar í dag. Vísar lögregla í upplýsingar frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands um að búast megi við mikilli aðsókn. 2. nóvember 2021 08:20 Smit á bráðamóttöku sjúkrahússins á Selfossi Einstaklingur greindist með Covid-19 á sjúkrahúsinu á Selfossi í gærkvöldi. Sjúklingurinn lá á bráðamóttöku vegna annarra veikinda en er einkennalaus eins og stendur. 28. október 2021 20:13 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira
Níu hundruð þrjátíu og tveir eru þessa stundina með virkt Covid-smit á landinu og 1.200 eru í sóttkví. Sjúklingur sem hafði verið á hjartadeild Landspítalans er á meðal þeirra sem greindust með Covid-19 í gær eftir að hafa verið í sóttkví frá því að hópsýking kom þar upp. Samtals hafa því sex sjúklingar greinst með veiruna í hópsýkingunni, en að minnsta kosti tveir starfsmenn. Enginn hefur veikst lífshættulega af völdum veirunnar í þeim hópi. Smit virðist síður útbreitt en óttast var á Selfossi Einkar margir eru í sóttkví á Selfossi, þar sem smit hafa greinst í skólum undanfarið. Díana Óskarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir mikið álag á heilsugæslunni við sýnatökur. Margir eru að koma í seinni sýnatöku í dag. „Við tókum um fjögur hundruð sýni í gær og eigum von á svipuðum fjölda í dag og jafnvel bara út vikuna. Það er mikil aðsókn í sýnatökur. Sem betur fer blasir ekki við að mikið sé að bætast við af smitum á 800-svæðinu alla vega, en við sjáum ekki alveg fyrir endann á þessu. Við vonum bara það besta en það getur allt breyst með öllum þessum sýnatökum sem við erum að taka,“ segir Díana. Um helgina myndaðist hátt í 800 metra löng bílaröð, en Díana segir að ferlið gangi þó smurt fyrir sig. „Í raun gengur þetta ótrúlega vel. Lögreglan stýrir náttúrulega bara umferðinni á meðan það er opið í sýnatökurnar, en þetta er svona þegar það eru að koma fjögur hundruð í sýnatöku. Það koma allir á bílum, þannig að fólk keyrir í gegnum bílakjallarann hjá Krónunni. Þá myndast náttúrulega bara löng röð af bílum,“ segir Díana.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Tengdar fréttir Gera ráð fyrir miklum fjölda í sýnatökur á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi biðlar til íbúa á svæðinu að sýna tillitssemi og þolinmæði þegar þeir sækja sýnatöku í bílakjallara Krónunnar í dag. Vísar lögregla í upplýsingar frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands um að búast megi við mikilli aðsókn. 2. nóvember 2021 08:20 Smit á bráðamóttöku sjúkrahússins á Selfossi Einstaklingur greindist með Covid-19 á sjúkrahúsinu á Selfossi í gærkvöldi. Sjúklingurinn lá á bráðamóttöku vegna annarra veikinda en er einkennalaus eins og stendur. 28. október 2021 20:13 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira
Gera ráð fyrir miklum fjölda í sýnatökur á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi biðlar til íbúa á svæðinu að sýna tillitssemi og þolinmæði þegar þeir sækja sýnatöku í bílakjallara Krónunnar í dag. Vísar lögregla í upplýsingar frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands um að búast megi við mikilli aðsókn. 2. nóvember 2021 08:20
Smit á bráðamóttöku sjúkrahússins á Selfossi Einstaklingur greindist með Covid-19 á sjúkrahúsinu á Selfossi í gærkvöldi. Sjúklingurinn lá á bráðamóttöku vegna annarra veikinda en er einkennalaus eins og stendur. 28. október 2021 20:13