Innlent

Gera ráð fyrir miklum fjölda í sýnatökur á Selfossi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Myndin sýnir hvernig umferðinni verður beint að Krónunni.
Myndin sýnir hvernig umferðinni verður beint að Krónunni.

Lögreglan á Suðurlandi biðlar til íbúa á svæðinu að sýna tillitssemi og þolinmæði þegar þeir sækja sýnatöku í bílakjallara Krónunnar í dag. Vísar lögregla í upplýsingar frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands um að búast megi við mikilli aðsókn.

Frá þessu greinir lögregla á Facebook.

Þar segir að til að koma í veg fyrir umferðarteppu á nærliggjandi umferðaræðum séu ökumenn beðnir um að aka inn Þóristún en ekki Kirkjuveg. Tvöföld bílaröð verði eftir vistgötunni meðfram Ölfusá að Krónunni en einföld röð eftir Þóristúni.

„Þar sem þetta verður annasamur dagur í sýnatökum þá mun þetta taka lengri tíma en venjulega vegna umferðarinnar. Lögregla mun eftir föngum reyna að liðka fyrir umferð í kringum sýnatökustað.

Sýnum tillitsemi og verum þolinmóð.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×