Gestirnir komust yfir snemma leiks en Reece Oxford jafnaði metin fyrir heimamenn eftir hálftíma leik. Jeffrey Gouweleeuw kom Augsburg yfir í þeim síðari áður en Alfreð tók yfir leikinn.
Á 72. mínútu lagði hann upp mark fyrir Florian Niederlechner og níu mínútum síðar skoraði hann sjálfur sitt fyrsta mark á leiktíðinni. Staðan orðin 4-1 og reyndust það lokatölur leiksins.
THE ICING ON THE CAKE pic.twitter.com/dbQhKwPq6R
— FC Augsburg (@FCA_World) October 31, 2021
Með sigrinum fer Augsburg upp í 16. sæti með 9 stig að loknum 10 leikjum.