Fótbolti

Aguero fluttur á spítala eftir að hafa fundið fyrir brjóstverkjum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sergio Aguero gat ekki haldið leik áfram í gær og var í kjölfarið fluttur á spítala.
Sergio Aguero gat ekki haldið leik áfram í gær og var í kjölfarið fluttur á spítala. Urbanandsport/NurPhoto via Getty Images

Sergio Aguero, sóknarmaður Barcelona og argentínska landsliðsins, var fluttur á spítala eftir að hann get ekki haldið leik áfram er Börsungar gerðu 1-1 jafntefli gegn Alaves í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Aguero fann fyrir verkjum í brjósti og virtist eiga erfitt með andardrátt.

Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Aguero á heimavelli eftir að hann gekk í raðir Barcelona frá Manchester City. Stuttu fyrir hálfleik lagðist Argentínumaðurinn í jörðina og hélt um brjóstkassann á sér.

Í tilkynningu frá Barcelona kemur fram að sóknarmaðurinn hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem hann undirgekkst hjartapróf.

Aguero var fluttur með sjúkrabíl, en Sergi Barjuan, bráðabirgðaþjálfari Barcelona, sagðist eftir leik ekki hafa miklar upplýsingar um líðan leikmannsins.

„Ég get ekki sagt ykkur mikið meira. Ég veit að hann var fluttur á sjúkrahús og þar er verið að framkvæma prófanir.“


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.