Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Aguero á heimavelli eftir að hann gekk í raðir Barcelona frá Manchester City. Stuttu fyrir hálfleik lagðist Argentínumaðurinn í jörðina og hélt um brjóstkassann á sér.
Í tilkynningu frá Barcelona kemur fram að sóknarmaðurinn hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem hann undirgekkst hjartapróf.
Aguero var fluttur með sjúkrabíl, en Sergi Barjuan, bráðabirgðaþjálfari Barcelona, sagðist eftir leik ekki hafa miklar upplýsingar um líðan leikmannsins.
„Ég get ekki sagt ykkur mikið meira. Ég veit að hann var fluttur á sjúkrahús og þar er verið að framkvæma prófanir.“
Update from Barcelona: "Kun Aguero has reported an episode of chest discomfort and has been transferred to the hospital for a cardiology study." https://t.co/CJ7kuvBMzY
— Goal News (@GoalNews) October 30, 2021