Innlent

Slökkvi­lið kallað út vegna brennds popps ellefu ára stráka

Atli Ísleifsson skrifar
Ekki var um eld að ræða heldur brennt poppkorn. Myndin er úr safni.
Ekki var um eld að ræða heldur brennt poppkorn. Myndin er úr safni. Getty

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út þegar tilkynnt var um eld í örbylgjuofni í húsi í austurborg Reykjavíkur í gær.

Tveir strákar höfðu þá verið að fá sér popp, en eitthvað fór þó úrskeiðis og ákváðu þeir að hringja í 112 eftir að fór að rjúka úr ofninum og fóru þeir út.

Í tilkynningu frá slökkviliði segir að í ljós hafi komið að ekki var um eld að ræða heldur var poppið einungis brennt.

„Gengum við úr skugga um að ekki væri neitt í gangi. Róuðum ungu mennina og hrósuðum fyrir rétt viðbrögð,“ segir í færslu slökkviliðs á Facebook. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×