Erlent

Mágur þingmanns til rannsóknar í tengslum við innherjasvik

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Öldungadeildarþingmaður Repúblíkanaflokksins, Richard Burr.
Öldungadeildarþingmaður Repúblíkanaflokksins, Richard Burr. Getty/Nash

Mágur öldungadeildarþingmanns Bandaríkjanna Richard Burr er nú til rannsóknar vegna mögulegra tengsla við innherjasvik. Mágur Burr, Gerald Fauth, seldi hlutabréf á bilinu 97 upp í allt að 280 þúsund dollara í kjölfar símtals við þingmanninn.

Atvik máls eru talin hafa verið með þeim hætti að Richard Burr hafi hringt í mág sinn og líklega veitt honum upplýsingar um stöðu á hlutabréfamarkaðnum. 

Þingmaðurinn fékk reglulega upplýsingar um þróun faraldursins í störfum sínum sem formaður leyniþjónustu öldungadeildarinnar og hafði hann þannig aðgang að mun meiri upplýsingum en almenningur.

Símtal þeirra félaga  stóð um í um það bil fimmtíu sekúndur en Fauth, mágur Burr, hringdi í veðbréfasala strax í kjölfarið. Fauth dreif sig að selja hlutabréf en mörg bréfanna hrundu í verði vegna kórónuveirufaraldursins. 

Öldungadeildarþingmaðurinn Richard Burr hefur verið áberandi vegna hlutabréfaviðskipta sinna síðasta árið. Þingmaðurinn seldi hlutabréf fyrir um 1,6 milljón bandaríkjadala viku áður en markaðir hrundu vegna faraldursins. 

Mál Burr þykir sérstakt að því leyti að árið 2012 var hann einn þriggja öldungadeildarþingmanna af hundrað, sem greiddu atkvæði gegn lögum sem meina þingmönnum að stunda hlutabréfaviðskipti í tengslum við þær upplýsingar sem þeir komast yfir vegna starfa þeirra.

Propublica greinir frá.


Tengdar fréttir

Gerðu húsleit hjá þingmanni og lögðu hald á síma hans

Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna lögðu í gær hald á síma öldungadeildarþingmannsins Richard Burr og gerðu húsleit á heimili hans. Hann hefur verið til rannsóknar vegna hlutabréfaviðskipta hans í aðdraganda kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×