Þingmenn seldu hlutabréf í aðdraganda faraldurs og lækkana Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2020 13:17 Richard Burr. EPA/SHAWN THEW Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarna daga vegna hlutabréfaviðskipta þeirra í aðdraganda faraldurs nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Meðal þeirra er Richard Burr, formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna, en hann seldi mikið magn hlutabréfa í geirum sem faraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið niður á. Á sama tíma sat hann og aðrir þingmenn daglega upplýsingafundi um faraldurinn. Virði þeirra hlutabréfa sem Burr seldi var allt að 1,7 milljón dala. Fór salan fram í 30 lotum frá seinni hluta janúar til miðbiks febrúar, skömmu áður en hlutabréfamarkaðir vestanhafs urðu fyrir þungu höggi. Meðal annars seldi Burr hlutabréf í hótelkeðjum, sem hafa orðið verulega illa úti vegna faraldursins. Kelly Loeffler, öldungadeildarþingkona frá Kentucky, seldi einnig hlutabréf áður en markaðurinn varð fyrir áhrifum. AP fréttaveitan segir að þar hafi verið um hundruð þúsundir dala að ræða. Loeffler sendi frá sér tíst í morgun, þar sem hún sagði hlutabréf hennar í sjóð sem hún hafi enga aðkomu að. Því sé gagnrýni sem að henni snúi innihaldslaus. As confirmed in the periodic transaction report to Senate Ethics, I was informed of these purchases and sales on 02/16/2020 three weeks after they were made.— Kelly Loeffler (@KLoeffler) March 20, 2020 Umrædd hlutabréf voru þó seld skömmu eftir að hún og aðrir meðlimir heilbrigðismálanefndar öldungadeildarinnar sátu fund með forsvarsmönnum heilbrigðiskerfisins um það hvaða áhrif faraldurinn gæti haft á Bandaríkin. Nánar tiltekið voru fyrstu hlutabréfin seld seinna sama dag. Á næstu vikum seldi hún svo fleiri hlutabréf í fyrirtækjum sem hafa lækkað verulega, eins og flest fyrirtæki hafa gert. Loeffler keypti þó hlutabréf í fyrirtæki sem framleiðir hugbúnað fyrir samskiptatæki. Vildi ekki lög gegn innherjaviðskiptum Mál Burr þykir sérstakt að því leyti að árið 2012 var hann einn þriggja öldungadeildarþingmanna af hundrað, sem greiddu atkvæði gegn lögum sem meina þingmönnum að stunda hlutabréfaviðskipti í tengslum við þær upplýsingar sem þeir komast yfir vegna starfa þeirra. Lögin voru samþykkt og Barack Obama, þáverandi forseti, skrifaði undir þau. Það er því ólöglegt fyrir þingmenn, eins og aðra, að stunda innherjaviðskipti. Eftirlitsaðilar segja tilefni til að taka málið til rannsóknar og þá jafnvel hjá siðferðisnefnd öldungadeildarþingsins. Eins og bent er á í frétt Washington Post hafa lengi verið uppi spurningar um bandaríska þingmenn og hlutabréfaviðskipti þeirra. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á að þingmenn standi sig að meðaltali töluvert betur en aðrir sem sýsla með hlutabréf og sömuleiðis hafa rannsóknir sýnt að starfsmenn þingmanna hafa átt hlutabréf í fyrirtækjum sem voru að hagnast á lögum sem þeir sjálfir börðust fyrir. Spjótin beinast einnig að þingmönnunum Dianne Feinstein og James M. Inhofe sem hafa einnig stundað hlutabréfaviðskipti sem þykja umdeild. Feinstein, eini Demókratinn í hópnum, virðist þó sú eina sem hafði sett hlutabréfaviðskipti sín að fullu í sjóð sem hún hafði enga aðkomu að. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sjá meira
Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarna daga vegna hlutabréfaviðskipta þeirra í aðdraganda faraldurs nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Meðal þeirra er Richard Burr, formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna, en hann seldi mikið magn hlutabréfa í geirum sem faraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið niður á. Á sama tíma sat hann og aðrir þingmenn daglega upplýsingafundi um faraldurinn. Virði þeirra hlutabréfa sem Burr seldi var allt að 1,7 milljón dala. Fór salan fram í 30 lotum frá seinni hluta janúar til miðbiks febrúar, skömmu áður en hlutabréfamarkaðir vestanhafs urðu fyrir þungu höggi. Meðal annars seldi Burr hlutabréf í hótelkeðjum, sem hafa orðið verulega illa úti vegna faraldursins. Kelly Loeffler, öldungadeildarþingkona frá Kentucky, seldi einnig hlutabréf áður en markaðurinn varð fyrir áhrifum. AP fréttaveitan segir að þar hafi verið um hundruð þúsundir dala að ræða. Loeffler sendi frá sér tíst í morgun, þar sem hún sagði hlutabréf hennar í sjóð sem hún hafi enga aðkomu að. Því sé gagnrýni sem að henni snúi innihaldslaus. As confirmed in the periodic transaction report to Senate Ethics, I was informed of these purchases and sales on 02/16/2020 three weeks after they were made.— Kelly Loeffler (@KLoeffler) March 20, 2020 Umrædd hlutabréf voru þó seld skömmu eftir að hún og aðrir meðlimir heilbrigðismálanefndar öldungadeildarinnar sátu fund með forsvarsmönnum heilbrigðiskerfisins um það hvaða áhrif faraldurinn gæti haft á Bandaríkin. Nánar tiltekið voru fyrstu hlutabréfin seld seinna sama dag. Á næstu vikum seldi hún svo fleiri hlutabréf í fyrirtækjum sem hafa lækkað verulega, eins og flest fyrirtæki hafa gert. Loeffler keypti þó hlutabréf í fyrirtæki sem framleiðir hugbúnað fyrir samskiptatæki. Vildi ekki lög gegn innherjaviðskiptum Mál Burr þykir sérstakt að því leyti að árið 2012 var hann einn þriggja öldungadeildarþingmanna af hundrað, sem greiddu atkvæði gegn lögum sem meina þingmönnum að stunda hlutabréfaviðskipti í tengslum við þær upplýsingar sem þeir komast yfir vegna starfa þeirra. Lögin voru samþykkt og Barack Obama, þáverandi forseti, skrifaði undir þau. Það er því ólöglegt fyrir þingmenn, eins og aðra, að stunda innherjaviðskipti. Eftirlitsaðilar segja tilefni til að taka málið til rannsóknar og þá jafnvel hjá siðferðisnefnd öldungadeildarþingsins. Eins og bent er á í frétt Washington Post hafa lengi verið uppi spurningar um bandaríska þingmenn og hlutabréfaviðskipti þeirra. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á að þingmenn standi sig að meðaltali töluvert betur en aðrir sem sýsla með hlutabréf og sömuleiðis hafa rannsóknir sýnt að starfsmenn þingmanna hafa átt hlutabréf í fyrirtækjum sem voru að hagnast á lögum sem þeir sjálfir börðust fyrir. Spjótin beinast einnig að þingmönnunum Dianne Feinstein og James M. Inhofe sem hafa einnig stundað hlutabréfaviðskipti sem þykja umdeild. Feinstein, eini Demókratinn í hópnum, virðist þó sú eina sem hafði sett hlutabréfaviðskipti sín að fullu í sjóð sem hún hafði enga aðkomu að.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent