Fótbolti

Alfreð og félagar úr leik eftir vítaspyrnukeppni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alfreð Finnbogason kom inn á í hálfleik og lagði sitt af mörkum í vítaspyrnukeppninni. Það dugði þó ekki til.
Alfreð Finnbogason kom inn á í hálfleik og lagði sitt af mörkum í vítaspyrnukeppninni. Það dugði þó ekki til. Getty/Stefan Puchner

Alfreð Finnbogason og félagar hans í þýska liðinu Augsburg eru úr leik í þýsku bikarkeppninni eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Bochum.

Milos Pantovic kom Bochum í 1-0 strax á tólftu mínútu, og hann tvöfaldaði svo forystu heimamanna á 53. mínútu.

Fimm mínútum síðar var staðan þó orðin jöfn eftir mörk frá Reece Oxford og Ruben Vargas.

Hvorugu liðinu tókst að stela sigrinum í venjulegum leiktíma, og ekki tókst það heldur í framlengingu. Því þurfti að grípa til vítaspynukeppni til að skera úr um sigurvegara.

Alfreð tók aðra spyrnu Augsburg og skoraði úr henni, en Arne Maier klikkaði á fimmtu spyrnu liðsins. Heimamenn í Bochum skoruðu úr öllum sínum spyrnum og fara því áfram eftir 5-4 sigur í vítaspyrnukeppni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.